Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2021 Júlí

30.07.2021 23:45

Rúntur og heyskapur 29 júlí

Hæ við höfum verið í útilegu seinast liðnar vikur og fengum æðislegt veður og vorum fyrir norðan og austan og fórum hringinn en ég á eftir að blogga um það seinna því við fórum beint í heyskap þegar við komum heim og ég að kíkja á lömbin og taka myndir enda hafa þau stækkað mikið núna og gaman að sjá muninn ég tók sem sagt myndir seinast af kindunum 2 júlí.
Heyskapur gekk mjög vel Emil byrjaði að slá á miðvikudaginnn en reyndar smá erfiðleikar hann braut eitthvað í slátturvélinni en Gummi Ólafs kom og reddaði okkur alveg hann var á svaka flottum traktor með risa stóra slátturvél og bjargaði okkur með því að slá fyrir okkur restina og svo sló Siggi fyrir okkur meðfram. Siggi sló líka heimatúnið hjá sér og í Hrísum. Emil fór heim úr útilegunni þegar við vorum fyrir norðan og heyjaði þá Fögurhlíð og tvö tún með Sigga svo þar fengum við flott hey fyrir fengitímann og sauðburð. Ég varð eftir með krakkana þá í hjólhýsinu á meðan hann skrapp vestur til að heyja. Þeir meira segja tóku rúllurnar líka heim þá af túnunum svo fuglinn færi ekki í þær. 

Hér er Gummi mættur á svæðið til að bjarga okkur með flottu græjunni.

Alveg snilld að eiga svona góða að sem eru svona hjálpsamir við eigum honum mikið að þakka að hafa reddað okkur þegar sláttuvélin okkar hrundi.

Hér er Kristinn að raka saman inn í Kötluholti.

Emil er á rúlluvélinni.

Siggi á plastaranum.

Krakkarnir kátir á meðan að veið síli.

Þessi mynd var tekin 2 júlí af Gurru með þrílembingana sína undan Óðinn.

Snædrottning með gimbrarnar sínar undan Bolta.

Klara með hrútana sína undan Þór líka tekið 2 júlí.

Tekið núna 29 júlí þetta er Kleópatra með hrútana sína undan Bibba og þeir virka svakalega fallegir og vænir.

Hríma með gimbur undan Bolta.

Hér sést hrúturinn á móti mjög hvít og falleg lömb hjá henni.

Hexía með lömbin sín undan Óðinn.

Hér er ein frá Gumma Óla með svakalega fallegan hrút.

Höfn með lömbin sín undan Bolta.

Hér sjást þau betur.

Kvika með hrútinn sinn undan Bolta hann er fæddur þrílembingur en það kom eitt fóstur og svo bara úldið hjá greyjinu svo hún er bara með þennan Bolta undir sér.

Hér eru þær saman Kvíka og Höfn inn í Kötluholti. Kvika er alltaf mjög vel í holdum.

Hér er Birta með þrílembingana sína undan Bolta mjög jöfn og flott.

Þetta sólarlag kvaddi svo eftir fallegan dag.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.
  • 1
Flettingar í dag: 290
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330732
Samtals gestir: 14338
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 22:42:07

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar