Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2023 Júní

22.06.2023 18:38

Rúntur 22 júní


Þessi gimbur er frá Jóhönnu og er undan Dögg og Tígul. Tígul er veturgamal hrútur 

undan Bikar sæðingarstöðvarhrút.

 


Elísa hans Kristins með skytturnar þrjár sem eru undan Byl.

 


Ósk með lömbin sín undan Gimstein og gimbrin hennar er með verndandi gen.

 


Hér er gimbrin.

 


Vaíana og hrúturinn hennar.

 


Hér er hann svo mikið krútt. Ég var að taka myndir í dag og þá kom Vaíana til mín að fá klapp því

hún sá hvað Hrafney var lengi hjá mér og svo elti Hrafney mig og klóraði í mig og vildi fá meira klór á bakið og klapp.

 


Hér er uppáhaldið mitt hún Hrafney.

 


Hrútur undan Reyk og Köku. Reykur er veturgamal hrútur frá Sigga sem hann fékk hjá Friðgeiri á Knörr.

 


Hinn hrúturinn á móti.

 


Skotta með hrútinn sinn undan Kóng frá Bergi.

 


Randalín með lömbin sín undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút.

 


Bassi.

 


Prímus og Diskó . Þeir komu líka til mín að fá klapp og klór.

21.06.2023 22:27

Rúntur 21 júní


Hér er Hildur gemlingur með lömbin sín undan Ingiberg kallaður Bibbi.

 


Grýla hans Sigga með lömbin sín undan Byl.

 


Hér eru þau í nærmynd.

 


Budda hans Sigga með hrútana sína undan Ingiberg

 


Þetta er Villimey sem ég lét Bárð hafa og hún er undan Vetur sæðingarstöðvarhrút og hér er hún með lömbin sin.

 


Hér er Bylgja með gimbrina sína undan Óðinn.

 


Þessi gimbur gengur undir Bylgju og er þrílembingur undan Randalín og Hnaus sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er Bylgja með þær báðar.

 


Hér er Epal með hrútana sína undan Blossa. Orka er fyrir aftan hana með sín lömb.

 

20.06.2023 09:31

Rúntur 19 júní og Hrafney


Hér eru hrútarnir hennar Ljúfu gemling þeir ganga báðir undir og eru undan Ingiberg( Bibba ).

 


Hér sést sá svartflekkótti betur.

 


Hér er Ljúfa með hrútana.

 


Hér er Álfadís hans Kristins með gimbrar undan Kóng frá Bergi.

 


Hér sjást þær betur mjög fallegar.

 


Hér er Doppa með gimbur og hrút undan Grettir sæðingarstöðvarhrút.

 

Hér sjást þau betur.

 


Hér er Magga lóa með gimbrina sína undan Blossa.

 


Benóný og Ronja að klappa Blesu.

 


Lömbin hennar Blesu þau eru undan Bassa.

 


Hrafney komin til Ronju og Benóný hún er alveg einstök kind við vorum að keyra inn í Mávahlíð og

hún var fyrir neðan veginn og ég kallaði í hana og þá kom hún til okkar til að fá klapp og knús.

 


Hér er Benóný og Hrafney svo góðir vinir.

 


Hér er Vaíana með hrút undan Gimstein sem er með vernandi gen grænan fána og bláan.

 


Hér er hann Demantur sem verður spennandi að skoða í haust.

 


Hann er mjög stór og fallegur hrútur.

 

 

Hér er Dorrit hans Kristins með gimbur og hrút undan Óðinn.

 


Hér sjást þau betur.

 


Spyrna 21-019

 


Hér eru lömbin hennar undan Þór sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér er Ronja Rós.

 


Ég fór með Benóný inn í sveit og tók af honum fermingarmyndir því ég átti það

alltaf eftir það var aldrei nógu gott veður til þess.

 


Ég tók líka af honum í skóginum í Ólafsvík það er mjög fallegur staður til að taka myndir.

18.06.2023 10:45

Morgun rúntur 18 júní


Margrét gemlingur.

 


Hér eru gimbrarnar hennar undan Tígul.

 


Gyða Sól með gimbrina sína undan Klaka.

 


Hér er hrúturinn hennar.

 


Hér er Blóma gemlingur hans Kristins með hrút undan Byl og svo er Disa með

hrút og gimbur undan Bassa.

 


Hér sjást þau betur.

17.06.2023 23:38

Lamba rúntur 17 júní


Þessi var að spóka sig í Tungu ósnum.

 


Hér eru hrútarnir hennar Tertu undan Kóng frá Bergi og svo er Snúra gemlingur með gimbur undan Glúm frá Gumma Ólafsvík.

 


Brá með hrútinn sinn undan Þór sæðingarstöðvarhrút.

 


Óskadís með hrútana sína undan Blossa.

 


Mávahlíð með gimbur og hrút undan Glúm frá Gumma Ólafsvík.

 


Krúttleg Grána hjá henni.

 


Þessi Móra er frá Gumma Óla Ólafsvík og hún er með mjög fallegar gimbrar og verður sú móflekkótta án efa sett á.

 


Komma hennar Jóhönnu með lömb undan Prímusi.

 


Sáum Perlu með ofboðslega falleg lömb hrút og gimbur undan Alla sæðingarstöðvarhrút.

 


Vigdís hans Kristins með lömbin sín undan Óðinn.

Við létum taka sýni úr lömbunum sem við fengum undan Gimsteinn og við fengum 4 lömb og

af þeim voru 2 sem fengu grænan fána ein gimbur undan Ósk og svo einn hrútur undan Vaíönu og hrúturinn

undan Vaíönu er bæði með grænan og bláan svo hann er með verndandi og lítið næma sem hlýtur að vera mjög gott.

Siggi á einn hrút og hann fékk grænan fána líka og er þá verndandi svo það verður mjög spennandi að sjá þessi 

lömb í haust.

16.06.2023 05:23

Fyrsti lamba rúnturinn 12 júní


Óskadís með hrútana sína þeir eru báðir mórauðir og eru undan Blossa.

 


Hér er Hrísla gemlingur með hrútinn sinn undan Grettir sæðingarstöðvarhrút.

 


Hann virkar mjög öflugur ég er mjög spennt fyrir hvernig hann kemur út i haust.

 

 

Brúska hans Sigga með lömin sín undan Kóng frá Bergi.

 


Þrílemba frá Sigga með lömb undan Ingiberg.

 


Branda hennar Emblu með gráa gimbur undan Kóng frá Bergi.

 

Ástrós með gimbur og hrút undan Ás.

 


Stelpurnar að fara niður í fjöru.

 


Hér eru þær komnar ofan í sjó.

09.06.2023 09:16

Borið á túnin og sauðburði lýkur


Hér er Emil að bera á inn í Fögruhlíð á mánudagskvöld 5 júní.

 


Hér er verið að setja áburðinn á dreifarann.

 


Ronja Rós var alveg að njóta sín í traktornum.

 


Bríet hans Kristins bar 3 júní hrút undan Ljóma.

 


Prinsessa bar 5 júní gimbur undan Byl.

 


Glóey bar 8 júní gimbur undan Byl. Við héldum að hún væri geld eða hafi látið því það var svo lítið 

undir henni en vildum ekki alveg útiloka það svo við héldum henni inni lengur og svo bar hún skyndilega

en það er mjög lítil mjólk í henni og hefur Siggi verið að gefa lambinu pela og ég hef verið að láta það 

sjúga annan gemling til að fylla sig en við létum þetta svo duga það er farið að fá eitthvað úr Glóey því það

þarf ekki mikið í viðbót af pela til að fylla sig svo við slepptum henni út í girðingu á græna grasið og 

vonandi fer þá að koma meiri mjólk í hana. Sauðburðurinn endaði svona í brasi þessir þrír gemlingar sem báru 

voru lengi að taka lömbin sín og börðu þau fyrst og þurftu svona einn dag til að átta sig áður en þeir voru góðir við þau

nema þessi mórauða hún vildi lambið en þá var ekki nóg mjólk en mikið er nú gott að þetta hafðist allt saman og nú

er allt komið út þá líður manni svo vel.

 


Hér eru Prinsessa og Bríet komnar út.

 


Hér er Glóey komin út.

 


Hér sést betur lambið hjá Bríet.

 

 


Hér er Embla og Bói afi hennar að teyma Ösku folaldið hennar Emblu inn í Varmalæk.

 


Hér eru þau alveg að verða komin.

 


Hér eru þau svo komin en ástæðan fyrir því að þurfti að teyma folaldið var afþví að hestarnir tóku á sprett inn eftir 

og folaldið náði ekki að fylgja þeim eftir.

 

 

09.06.2023 07:06

Sjómannadagur og sjóhopp


Embla Marína tók þátt í flekahlaupinu á sjómannadaginn.

 


Embla á fleygiferð og fer létt með þetta.

 


Hún vann stelpuflokkinn í flekahlaupinu svo flott hjá duglegu Emblu okkar og eins og 

sést á myndinni þá skrámaði hún sig hressilega á fætinum svo það má segja að sigurinn kostaði hana blóð svita og tár.

 

Svo glæsilegt hjá henni.


Hér eru stelpurnar að hoppa í sjóinn.

 


Hér eru sjó garparnir.

 


Freyja Naómí alveg með þetta.

 


Hér eru þær komnar niður á bryggju.

 


Erika og Embla búnar að hoppa.

 


Hér eru þær að leika sér inn í Bug á vaðlinum.

 


Hér fórum við með hressingu til þeirra. Þær byrjuðu á því að fara inn í sveit á hestbak og löbbuðu svo inn í Bug til að fara synda og leika sér.

Reyna nýta sumarfriið í leik þó veðrið mætti alveg fara vera betra og hlýna.

 


Hér sést ein kuldaleg sumar mynd af Ronju Rós gefa hænunum he he.

 


Benóný Ísak búinn með 8 bekk.

 


Embla Marína búin með 6 bekk.

 


Freyja Naómí búin með 5 bekk.

 


Skelltum okkur í sund á Lýsuhól á sunnudeginum mjög kósý og rétt náðum að nýta þennan dag áður en verkfallið skall á mánudeginum.

 


Við hjónin á leið á sjómannahófið.

 


Við Benóný fórum til Rvk 13 júní til tannlæknis og læknis og skelltum okkur í bíó áður en við fórum heim aftur á Spider man hún var mjög góð.

 

05.06.2023 06:22

Ferming og fermingarundirbúningur hjá Benóný Ísak

Benóný Ísak okkar fermdist á Hvítasunnu 28 maí ásamt 7 öðrum bekkjarfélögum í Ólafsvíkur kirkju. Við vorum svo með litla veislu niður í kirkjunni og var boðið nánustu ættingjum og vinum sem Benóný hefur umgengist og þekkir því honum liður ekki vel í miklu margmenni og við gerðum þetta nákvæmlega eins og hann vildi hafa hana.

Hann fékk mikið af flottum stórum gjöfum við gáfum honum borðtölvu og svo gaf Dagbjört systir Emils og fjölskylda

honum skjá við tölvuna. Maja systir og fjölskylda gáfu honum tölvuleikjaskrifborðsstól. Systkinin hans gáfu honum

sýndarveruleika gleraugu sem hann getur upplifað eins og hann sé að fara í rússíbana alveg magnað að prófa þau.

Amma Freyja og afi Bói gáfu honum hleðslustöð fyrir gleraugun og pening. 

Jóhanna frænka gaf honum tvenn heyrnatól eitt til að stinga í samband og hitt þráðlaust.

Ágúst bróðir gaf honum pening og íslensk frímerki í bók.

Held þetta sé nokkurn veginn upptalið og svo fékk hann í heildina 209 þús í peningum.

Hann var alveg i skýjunum með daginn og þakkar kærlega fyrir sig.


Hér er verið að ferma Benóný Ísak.

 

 

Hér eru þau í fermingarmessunni.

 


Flottur hópur.

 


Hér bíður hann spenntur eftir gestunum.

 


Hér er fjölskyldumynd af okkur sem Óli tók fyrir okkur.

 


Hér er Benóný með afa Bóa og ömmu Freyju.

 


Hér er Benóný með ömmu Huldu.

 


Hér er hann með stoltum ömmum sínum

 


Hér eru Karítas og Daníel,Steini og Dagbjört og Maja systir min og Óli mágur.

 


Krakka borðið hér eru frændsystkinin saman komin.

 


Siggi í Tungu og Ágúst bróðir minn og fyrir aftan eru Ólína frænka Emils og Þórður maðurinn hennar og þau

hafa séð Benóný fyrir brauðstöngum og magarítu gegnum árin en þau voru að hætta rekstri sjoppunnar en nýjir

eigendur eru teknir við.

 


Freyja með Mattheu Katrínu svo fallegar saman.

 


Freyja og Aron svo góðir vinir.

 


Flottar vinkonur Hildur Líf og Ronja Rós.

 


Hér er verið að undirbúa veisluborðið og salinn. Ég pantaði þennan æðislega lampa frá Glerást á Akureyri í staðinn fyrir fermingarkerti. 

 


Við hengdum upp með klemmum myndir af Benóný Ísak.

 


Hér er prinsinn við veisluborðið og það eru líka hengdar myndir milli fána veifana bak við.

 


Græjuðum svona mynda horn og þar var mynd af honum litlum og fyrsta sundskýlan sem hann eignaðist.

 


Fermingarkakan hans ég pantaði hana í Tertugallerý.

 


Freyja tengdamamma gerði þessa marengstertu og hún var fljót að klárast enda alveg lostæti.

 


Við pöntuðum brauðtertur hjá Tertugallerý bæði rækju og skinku og þær voru æðislegar.

Jóhanna frænka Emils gerði fyrir okkur risekrispí muffins og kleinur sem vöktu mikla athygli

því þær voru svo svakalega góðar hjá henni. Ég gerði svo líka svona litlar pizzur inn í ofni og 

svo pöntuðum við líka hjá Tertugallerý 20 kleinuhringi með karmellu.

 


Þessi var líka frá Tertugallerý og var með jarðarberja frómas en sú stóra var með karmellu og daim frómas.

 


Benóný Ísak fékk dominos brauðstangir.

 


Fallegar saman Gulla og Freyja.

 

Steinar með Mattheu Katrínu.

 


Benóný svo glaður með Evu sinni.

 


Flottir fermingar drengir.

 


Flottar fermingar stelpur.

 


Flottir félagar Benóný og Svavar.

 


Flott fjölskylda Þórhalla,Jóhann,Jakob og Bjarki en það vantar Eyrúni hún var í Rvk.

 


Ronja Rós og Hildur Líf að leika sér í krakkahorninu.

 


Hér er mjög glæsilegur pakki sem Gulla,Steinar og krakkarnir gáfu Benóný sem var þakinn myndum af Benóný

í sundlaugum víðs vegar um landið. 

 


Hér sést Benóný taka upp pakkann og þá kom upp peninga lengja mjög flottur og skemmtilegur pakki.

 


Benóný með Karítas Bríet frænku sinni.

 


Freyja Naómí og Birgitta Emý svo góðar vinkonur og frænkur.

 


Ólafsvíkur kirkja svo falleg.

 


Flotti fermingarstrákurinn okkar.

 


Við mæðginin saman.

 


Það var stuð á krökkunum í myndatöku horninu.

 


Hér eru Emil og systkinin hans öll saman komin. Þá verður maður að nýta 

tækifærið og fá systkina mynd.

 


Flottir feðgar Marinó og Pétur.

 


Hér eru okkar gullmolar.

 


Óli og Ronja Rós.


Hér má sjá gestina í veislunni. Það voru rúmlega 45 manns sem voru í veislunni.

 


Þessi skvísa hún mamma átti afmæli 18 maí og við fórum börnin hennar og barnabörn út að borða með

hana á Skerinu og fögnuðum með henni 73 ára afmælinu.

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 384
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1107
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 716446
Samtals gestir: 47227
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 12:01:29

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar