Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2015 Maí

21.05.2015 22:49

Sauðburður 2015

Jæja þannig týnist tíminn hjá mér sem ég ætlaði að vera löngu búnað gefa mér tíma í
að fara henda inn sauðburðarbloggi.

En betra er seint en aldrei og ég ætla að reyna koma einhverju smá hérna inn af fyrstu
sæðislömbunum sem fæddust hjá okkur í endan apríl og byrjun Maí.


Hér er lambadrottningin hennar Dúfu hennar Jóhönnu og hún er undan Hæng sæðishrút
Ég stalst til að sæða hana því ég ætlaði aldeilis að búa til mórauða gimbur fyrir hana
en hún er ekkert sérlega mórauð eða hvað he he. Maður pantar víst ekki litina fyrirfram.

Gulla hans Sigga með þrílembingana sína undan Jóker sæðishrút.

Dropa hans Sigga með sæðinga undan Saum.

Eyrún með hrút undan Saum og þau eru allveg áberandi þykk fædd undan Saum.
Hún kom með gimbur líka sem villtist yfir í aðra kró og við héldum að önnur rolla sem
var að bera á sama tíma ætti gimbrina en svo bar hún 2 lömbum og þá var vafi á hvort
hún væri jafnvel þrílembd en þegar leið á sást á vaxtarlaginu á gimbrinni að hún var
allveg eins og hrúturinn hjá Eyrúnu svo það fór ekki milli mála að hún var undan Saum
enda hefði hin rollan aldrei getað átt 3 svona þykk og stór lömb.

Hér var ruglingurinn og þið sjáið stærðina á lömbunum svo þetta stóðst allt saman að 
Eyrún á þessa gimbur sem liggur og Svana á hin og þau eru undan Jóker sæðishrút.
Það varð svo smá púsluspil úr þessu. Svana er með hrútinn sinn og gimbrina hennar 
Eyrúnu og Rósalind fóstrar gimbrina hennar Svönu.

Freyja kát að klappa Hröfnu og Hosu.

Zelda með 2 gimbrar undan Bekra gula og svarbotnótta.

Rósaling með hrút undan Fróða Stera syni sem ég keypti af Ragnari á Heydalsá og svo
er hún fóstra fyrir gimbrina hennar Svönu.

Svört hans Sigga er með þrjú svarbotnótt undan Bekra sæðishrút.

Bolla hans Sigga með sæðinga undan Jóker.

Mjöll hans Sigga með sæðinga undan Saum.
Gloppa hans Sigga með sæðinga undan Danna.

Botna hans Sigga með sæðing undan Bekra.

Embla og Freydís í fjárhúsunum.

Kápa kom með þrjú undan Myrkva sæðishrút en Glódís fóstrar svartan hrút fyrir hana.

Sessa með tvær gimbrar undan Myrkva.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

Kíkti svo við í fjárhúsin hjá Bárði að skoða sauðburðinn hjá honum og Dóru á Hömrum.

Mamma kom með mér og hér er hún með Benóný og Emblu að gefa heimaling pela.

Aðalbústjórinn var sestur í hásætið hans Bárðar hann Bjargmundur og lét fara vel um sig.

Það var vel hlegið þegar ein fullorðin réðst á pelann hjá Huldu mömmu. Já hún var sko 
ekki búnað gleyma neinu þessi hún var heimalingur í fyrra og kláraði allt úr pelanum he he.

Hér er Dóra með lömbin hjá mömmu hans Salómóns sæðingarhrút sem er á stöðinni.

Brjálað stuð í hlöðunni hjá Bárði og Dóru.
Það eru svo fleiri myndir hér inni af þessu.


Eygló með hrútana sína þeir eru mjög sérstakir á litinn.

Skvísa með þrílembingana sína undan Glaum og það eru allt gimbrar og geggjaðar á
litinn ein er botnuflekkótt svo svarflekkótt og svo botnubíldótt.

Eik var sónuð með 2 og kom með eitt fóstur og svo svarflekkótta gimbur.

Mirranda forrysta kom með tvo forrystu hrúta sem eru mógolsubotnóttir á lit held ég
þetta er svo sérstakur litur að ég er ekki allveg viss hvað þetta er.

Hér sést framan í hann.

Þetta verður bara höfuðverkur hjá mér í haust það er svo mikið af fallegum litum og 
allt gimbrar hér er Botnleðja með hrút og gimbur undan Glaum botnuflekkótt.

Þessi er í miklu uppáhaldi þetta er Hitler undan Dóru og Hæng sæðishrút.

Þruma stóð fyrir sínu og kom með mórauða gimbur og mórauðan hrút fyrir mig undan
Mugison.

Mikið af þessum lit grábotnótt.

Gemlingur hjá Sigga með botnubíldóttan hrút undan Korra Garra syni.
Það eru svo fleiri myndir hér inni.

Jæja læt þetta duga í bili á fullt af meira efni en læt það inn á næstunni emoticon


  • 1
Flettingar í dag: 170
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 233
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 331683
Samtals gestir: 14671
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 07:38:02

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar