Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2019 Desember

20.12.2019 13:19

7 ára afmæli Freyju,fengitími og sundmót hjá Emblu

Freyja Naómí var 7 ára 12 des. Hún var búnað bíða heillengi eftir þessum degi og jólunum
og nú er loksins komið að þessu hjá jóla stelpunni okkar sem er svo yndisleg og ljúf.

Hún missti báðar framtennurnar sínar fyrir stuttu voða krúttleg.

Freyja og Bjarki frændi hennar héldu upp á afmælin sín saman í íþrótta húsinu.

Hér er verið að opna pakkana saman.

Hér er Freyja Naómí með Ronju Rós systir sína.

Fengitíminn er byrjaður við byrjuðum að hleypa til 11 des.
Hér er Kaldnasi Magna sonur og Rósa hennar Emblu.
Það voru 15 sem fengu fyrsta daginn.

Svo sæddi ég föstudaginn 12 og laugardaginn 13 og þá voru alls 12 sem fengu.
Ég notaði Fálka á 2. Móra á 2. Mjölnir á 2 lömb. Mínus á 3 og Amor á 3.

Það hefur svo verið bara rólegt 3 til 4 nýjar á dag. Mér í hag þá hefur verið bræla 
undanfarna daga svo ég hef fengið aðstoð frá Emil við að hleypa til og gefa svo
allt hefur gegnið mjög vel.


Þessi kind er frá Friðgeiri á Knörr og hún kom bara sjálf inn í tún og ég náði að loka hana
inn í túni með því að loka hliðinu með hlerum og Siggi rak hana svo inn í fjárhús.

Siggi smalaði svo þessum hóp um daginn og ég,Gummi og Óli fórum svo og hjálpuðum
honum að reka þær inn í fjárhús þær voru líka allar frá Friðgeiri.

Þessi birtist einn morguninn fyrir utan fjárhúsið þegar ég var að gefa. Ég sá bara glitta
í augu í myrkrinu og náði í vasaljós og sá þá að þetta var kind og ég fór svo bara að gefa
og hafði opna hurðina og setti hey fyrir utan og hún teygði sig í það og svo læddist ég út og prófaði að fara fyrir aftan hana og þá hljóp hún inn og gimbrin með henni en hún var svo
líka með hvítan lambhrút sem hljóp í burtu og ég náði honum ekki inn. Þessi kind er líka
frá Friðgeiri. Siggi náði svo lambhrútnum inn um kvöldið þegar hann fór að gefa og það
var hrútur frá Kvíabryggju. Alger snilld að þær séu bara farnar að skila sér sjálfar.

Gummi Óla kom svo með hrútinn sinn Mosa og hér er hann að störfum.
Við fáum hann lánaðan yfir fengitímann. Gummi er búnað hleypa til hjá sér.

Við notuðum Ask á allar sem við gátum áður en hann fór í afkvæmarannsókn til Gísla á
Álftavatni og Grettir Máv sonur frá Sigga fer líka þangað.

Ronja Rós krúttbomba er farin að brosa út í eitt og er voða kát.

Smá hreyfðir puttar með brosinu he he.

Embla Marína svo dugleg með litlu systir.

Hún Ronja er svo rosalega kát og glöð.

Embla og Aníta vínkona hennar kátar á sundmóti.

Flottar með verðlaunapening og heitt kakó eftir mótið.

Benóný í afmælinu hjá Bjarka og Freyju.
 Hann er með lasertag byssu sem var mjög vinsælt í afmælinu að skipta í lið og keppa.

Skruppum í bæinn um daginn og þessi vakti mikla lukku í kidscoolshop.

Við gáfum svo kindunum og hrútunum ormalyf 30 nóv og dýralæknirinn kom svo 5 des og
bólusetti ásettnings gimbranar. Ég gerði mér svo ferð í Borgarnes og keypti lýsi og 
fóðurbætir ásamt salt steinum.


Keypti svona lýsi núna. Það var frekar erfitt að hella úr þessu en Emil hellti þessu í fötu og
svo yfir í 2 l flösku og ég gef það þannig á garðann.

Hér er komið fengieldið og ég lét mig hafa það að ferja þetta ein inn í fjárhús úr bílnum.
8 poka af fóðrubætir. 3 fóðurstampa og 6 salt steina.

Keypti líka svona fóðurstampafötur fyrir fengitíma.

Embla og Freyja á jólatónleikum hjá barnakórnum í kirkjunni.

Embla og Aníta á tónleikunum.

Að baka piparkökur í skólanum.


Það eru svo fleiri myndir af þessu í myndaalbúmi hér.
  • 1
Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 122
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330782
Samtals gestir: 14340
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 23:24:36

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar