Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2017 Maí

04.05.2017 20:36

Sauðburður hafinn í Tungu

Jæja þá er biðin loksins á enda. Ég reyndar var ekki viðstödd en Siggi tók á móti fyrstu lömbunum hjá okkur en það voru sæðis lömb undan Bifröst gemling, hún var með hrút og gimbur undan Vin sæðishrút og allt gekk vel. Þetta gerðist í gærkveldi um 7 leytið.

Síðan þá hefur ekkert skeð og ég bíð en í eftirvæntingu eftir að verða vitni að fyrsta burðinum hjá mér þetta árið he he.

Hér er hún Bifröst hún er undan Dröfn og Ísak.

Stelpurnar komu að skoða fyrstu lömbin hér eru Freyja, Embla og vínkona hennar Freydís.

Benóný kom líka að skoða lömbin.

Það eru nú margar orðnar nokkuð burðarlegar og alveg að sprínga þegar þær eru

búnað éta. Jæja það hlýtur að fara gerast eitthvað meira í nótt. Látum þetta duga þangað

til fleiri koma.

02.05.2017 20:19

Sauðburður hafinn hjá Gumma Óla og Bárði og Dóru Hömrum

Spennan alveg að drepa mig þessa seinustu daga fyrir burð en fyrsta á tal hjá okkur 5 maí en gæti þó orðið eitthvað fyrr því 2 eiga tal 5 svo koma 3 þrílembur sem eiga tal 7 maí ásamt 5 sem eru tvílembdar.


Ég verð þó bara að láta það duga fyrir mig í bili að fara heimsækja aðra sem eru komnir með lömb svo ég fái nú aðeins smjörþefinn af því.


Hér eru lömb hjá Gumma undan Dreka sæðishrút. Þetta er ásettnings gimbur segir Gummi

hún er með svartan blett á rassinum mjög spes.

Stærðar gemlings lamb hjá Gumma.

Þessi sæti hrútur hjá Gumma er gemlings lamb sem fór í keisara enda risa stórt.

Hann er undan Grettir lambhrútnum hans Sigga í Tungu.

Hér er ein hjá Gumma með vel væna þrílembinga undan Borkó sæðishrút.

Benóný kom með okkur að skoða lömbin hjá Dóru og Bárði. Honum finnst yfirleitt ekki

gaman að koma inn í fjárhús en þegar lömbin eru komin finnst honum mjög gaman og

í dag fékk hann að sjá Dóru ná í þrjú lömb úr einni kind og í fyrra sýndi hann þessu

engan áhuga eða var að pæla í þó maður væri að veita burðarhjálp en í dag var alveg

magnað að heyra í honum spyrja og spyrja Dóru hvað hún væri að gera og fannst þetta

pínu ógeðslegt en jafnt framt magnað að hún væri búnað sækja þrjú lömb í poka úr

maganum he he og fannst aðeins koma blóð og fannst það frekar ógeðslegt he he.


Dóra útskýrði fyrir honum að þau myndu lifa inn í maganum í eins skonar poka eða belg

og þess vegna væru þau svona blaut þegar þau kæmu út og hann var mikið að pæla í

þessu svo það verður spennandi fyrir hann að koma með okkur í húsin þegar byrjar hjá

okkur að bera.


Hér er Dóra að sýna Benóný þrílembinga undan Ask golsótta hrútnum okkar og

kind frá þeim og hún er með 2 goslótt og eitt golsubíldótt með hvíta sokka.

Hér er móðirin en hún er golsubíldótt líka sjálf.

Hér er ein með golsótt og flekkótt hjá Bárði. Held að þau séu einnig undan Ask okkar.

Hér eru skrautlegir litir hjá Bárði og Dóru undan Flekk sem Bárður átti.

Skemmtilegir litir hjá Bárði og Dóru undan Flekk.

Hér er ein með móflekkóttan hrút.

Það vantar sko ekki litina hjá þeim.

Hérna er þessi sem Benóný varð vitni af burðinum en hún er með þessa líka flottu

þrílembinga. Jæja þetta var akkurrat það sem ég þurfti að komast aðeins í sauðburð og

bíð núna bara áfram spennt eftir að minn hefjist.


Við Jóhanna erum búnað baka kleinur og kanilsnúða til að byrgja okkur upp fyrir

sauðburðinn og ég er búnað vera þrífa allt heima og taka til því það er alltaf fínt að

gera það áður en törnin hefst þá gerir maður mest lítið nema vera inn í fjárhúsum og

sinna börnunum þess á milli og hafa þau með í húsin en þeim finnst þetta líka voða

gaman og bíða spennt eftir þessi kafli hefjist hjá okkur.

  • 1
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 233
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 331749
Samtals gestir: 14677
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 09:07:31

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar