Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2014 Júní

19.06.2014 20:50

Rollu rúntur hafin og Ferming Eyrúnar


Rollu rúnturinn minn hafin og alltaf jafn gaman að sjá lömbin stækka.
Hér er Svört hans Sigga með þrílembingana sína undan Garra.

Hrifla með þrílembingana sína undan Saum.

Drífa með lömbin sín gimbur undan Snævari og hrút undan Garra frá Dröfn.

Fékk þetta fallega málverk um daginn og mér finnst það allveg svakalega flott og þykir mér allveg einstaklega vænt um það.

Þetta bréf fylgdi með og er þetta gjöf frá Trausta Magnússyni úr Ólafsvík.

Ferming Eyrúnar var núna um Hvítasunnuna og hér er hún allveg glæsileg með bróðir sinn Bjarka Stein krútt.

Ég átti afmæli núna 17 júní og fékk þessa fallegu mynd sem Jóhanna Bergþórsdóttir málaði handa mér og finnst mér hún allveg geggjuð.

Tók mynd af þessu fallega folaldi hjá Gunna og Veróniku á Brimisvöllum.

Mávahlíðarfjaran í sýnu fegursta með Snæfellsjökulinn í bakgrunn.

Nú er aðeins einn kettlingur eftir og fer hann á morgun. Myrra greyjið á svo tíma á morgun að láta taka sig úr sambandi svo þetta verður erfiður dagur fyrir hana að kveðja kettlinginn sinn og fara í stóra aðgerð.

Það eru svo myndir af fermingunni,rollurúntinum og öllu saman hér inni.

09.06.2014 09:06

Sauðburðarlok og fleira

Jæja þá er sauðburði lokið og seinustu ærnar fóru út núna seinast liðinn fimmtudag. Það var gemlingur sem bar næst seinastur og kom hann með allveg pínulítil lömb eins stór og þroskamikill eins og hann er sjálfur en það virðist ekki koma sama sem merki að það verði stór lömb. Ég hélt honum því inn þangað til seinasti gemlingurinn bar og sem betur fer kom hann með stórt gemlingslamb.

Hér fara þær út í haga með gimbrarnar sínar sú stærri er undan Kjöl hans Sigga og hin 2 eru undan Blika Gosa syni.

Á sama augnabliki og ég var búnað sleppa út minnstu lömbunum hitti ég þessa ínn á Holtsbrú á vappinu hún leit á mig og labbaði svo bara rólega í burtu á miðjum degi. 

Þetta hefði maður nú ekki séð þegar faðir minn heitin var til staðar þá voguðu þær sér ekki niður í byggð enda vissu þær af skyttunni sem þar réð öllu.

Ég óska þess bara að hún verði til friðs og láti lömbin í friði hjá okkur.Okkar elskulega Þorgerður Jónsdóttir eða Gerða eins og við kölluðum hana kvaddi okkur þann 25 maí.
Inn á Sjúkrahúsi Stykkishólms. Gerða var búnað vera með krabbamein og berjast gegn því 
með ótrúlegri jákvæðni og lífsvilja sem mest getur verið og veitti það öllum í kringum hana von um að hún myndi sigrast á því. Ég hef ekki kynnst annari eins manneskju og Gerðu hún
var allveg einstök og kvartaði aldrei undan veikindum sínum nema í bláendann þegar hún 
vissi að krabbinn væri búnað buga hana.

Hennar verður sárt saknað að hún sé ekki viðstödd allt sem tengist sauðfjárræktinni því hún var stór þáttur af því og ég tala ekki um gestristnina hennar sem allveg var til fyrirmyndar og slík er sjaldfundin nú á dögum. Það kom sko engin í kaffi nema að hún væri með ilminn af nýbökuðum kökunum sínum allveg frá pönnukökum upp í rjómatertur og þekkja það allir sem til hennar komu.

Hún þekkti allt til veðursins og kennileita og fróðari konu hef ég ekki kynnst. 
Við fengum að njóta nærveru hennar náið seinustu 3 ár sem við fengum að hafa kindurnar
okkar í fjárhúsunum hjá henni og Sigga. Það hefur verið okkur mikil hamingja að hafa kindurnar þar hjá þeim og njóta félagsskapar þeirra og munum við gera það áfram hjá honum Sigga. Við verðum þeim ævilega þakklát fyrir að hafa fengið þessa aðstöðu þvi annars hefðum við ekki getað stundað búskapinn okkar.

Hvíldu í friði elsku Gerða okkar og hafðu það ávallt best hvar sem þú ert.

Minning þín mun lifa um aldur og ævi.Maður er nú strax byrjaður að fara á rollu rúntinn og fylgjast með lömbunum dafna og hér er Hulda inn í Máfahlíða túni með gimbrina sína undan Ás já hún er blönduð hynd og kollótt en það var nú bara gert að ganni því ég var með heilt strá og það voru svo fáar að ganga en gimbrin virkar vel breið á framan.

Þessi fallegu Álftarhjón eru búnað gera sér hreiður niður á Gili í Máfahlíð.

Þessi skvísa hún Freyja Naómí sem er 17 mánaða gerði sér lítið fyrir og bað allveg sjálf að 
pissa í koppinn og gerði það ekkert smá dugleg svo nú fer ég að bjóða henni hann svona hægt og rólega.

Einn morguninn þegar ég var búnað fara krakkana á leikskólann og Freyja var heima hjá Emil þá lenti ég í því að hún hefði tekið músina af tölvunni og falið hana fyrir mér. Ég leitaði og leitaði og hugsaði svo jæja ég hlýt að finna hana á eftir svo ég fór bara og ristaði mér brauð og borðaði og hugsaði samt allveg hvaða lykt er þetta eiginlega og pældi svo ekki meira í því og ristaði mér aðra brauðsneið og aftur kemur þessi ógeðslega lykt og ég klára brauðið og fer svo að leita og viti menn haldiði að ég finni ekki músina bráðna í klessu ofan í brauðristinni og ég búnað borða brauðið með bestu lyst en það var auðvitað hinum megin.

Hér sést svo músin ofan í ristinni he he.

Og hér er hún eftir að við náðum henni upp úr og hún var öll bráðin og ég náði ekki batteríinu úr og músin var en blikkandi. Já það allveg magnað hvað þessi börn geta tekið upp á og brauðristin fór í ruslið og músin líka því ég tek ekki séns á því að rista brauð í rist sem er búið að bræða batterí ofan í.

Krakkarnir kátir með kettlingana sem stækka með hverjum deginum og eru í miklu fjöri og uppáhaldi hjá börnunum svo það verður eitthvað þegar þeir fara allir að heiman.

Hérna er hann Eldibrandur fjörkálfurinn hans Sigga í Tungu og mikil vinur Benónýs. 
Það er allveg magnað hvað Benóný fær að dröslast með hann og hann leitar allveg uppi
athyglina hjá Benóný.

Og já það er sko mikið fjör hjá okkur núna. Við fórum á dögunum til Reykjavíkur og keyptum eitt stykki trampólín fyrir krakkana og þau eru allveg að elska það. 
Þetta er allveg mögnuð græja og ég tali ekki um að þreyta þau fyrir svefninn he he en 
fyrsta daginn voru þau bæði Embla og Benóný að kvarta yfir maganum því þau voru
búnað hoppa svo mikið að þau voru að deyja örugglega úr harðsperrum.

Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman hér inni.


Hérna er hún Snælda upp í tré.

Hérna er Olíver.

Hérna er Brandur upp í tré.

Og hérna er hann Snúður.
Það eru svo fleiri kettlinga myndir hérna inni.
  • 1
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 233
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 331711
Samtals gestir: 14674
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 08:23:43

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar