Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2024 Desember

30.12.2024 10:22

Gleðileg jól kæru vinir


Gleðileg jól kæru síðu vinir og vonandi hafið þið það ánægjulegt og gott yfir hátíðarnar

Við áttum notaleg jól með fjölskyldunni og kindunum enda mikið að gera á þessum tíma og

við náðum að klára allt fyrir jólin og hér eru krakkarnir okkar í stofunni

sem við máluðum með litnum leir og erum með hann líka í eldhúsinu þessi litur er alveg æðislegur

hann er svo hlýr og kósý .

 


Hér sést liturinn betur og svo keyptum við okkur þetta sófaborð í Líf og list rétt fyrir jól og erum svo ánægð með það

ég er búnað vera leita af rétta sófaborðinu svo lengi og sá svo þetta reyndar bara á mynd og það leit svo aðeins öðruvísi út þegar

það var komið en kom bara meira á óvart hvað það var fallegt og passaði vel inn hjá okkur.

 

 

 Það er að verða okkar jóla hefð að kaupa liljur fyrir jól og mér finnst þær svo æðislegar og ilmurinn

sem fer um húsið er alveg yndislegt og svo jólalegt nú meiga jólin koma.


Hér er Ronja Rós heima hjá ömmu sinni og afa í Varmalæk.

Við erum svo lánsöm að þau bjóða okkur í mat á aðfangadag og svo förum

við heim til okkar eftir matinn og opnum pakkana og fáum okkur eftirrétt.

 


Svo glæsilegt veisluborðið hjá Freyju.

 


Ronja Rós við fallega hvíta jólatréið hjá ömmu Freyju og afa Bóa.

 


Þetta fallega tré sagaði Bói út fyrir Freyju og hún málaði það og setti seríu í það mjög fallegt hjá þeim.

 


Benóný Ísak með hænuna sína hann er á sér samning hjá ömmu sinni og afa og fær að taka hænu inn.


Benóný fær vöfflur í jólamatinn sem afi Bói bakar spes fyrir hann.

 


Fallegu og flottu stelpurnar okkar.

 


Allir komnir saman að fara borða á aðfangadag.

 


Hér eru Ronja Rós, Embla Marína, Freyja Naómí og Benóný Ísak að fara opna pakkana sína frá ömmu og afa.

 


Ronja fékk að opna pakkann frá okkur í sveitinni hjá ömmu og afa því hann var geymdur þar fyrir okkur.

Það var Gaby dollhouse hús sem hún er búnða biðja um lengi og var rosalega ángæð að fá það.

 


Jæja þá erum við mætt aftur heim til okkar og Ronja Rós er tilbúin að fara opna pakkana.

 


Embla og Freyja gáfu hvor annari svona körfu með fullt af dekri og teppi og hér eru þær að fara opna það.

 


Benóný og Jóhanna að opna pakkana.

 


Benóný var mjög spenntur að fara kveikja í kössum utan af pökkunum í arinum.

Við vorum dágóða stund að opna pakkana og svo var fengið sér eftirrétt og

um restina af aðfangadag horfðum við á bestu jóla myndina Christmas vacation.

 


Það var svo líka tekið spil yfir hátíðarnar.

 


Hvað fengitímann varðar þá gengu seinustu lömbin 26 des .

Hér eru Alfa og Beta hans Kristins þær gengu báðar 25 des.

Eina kind sá ég aldrei ganga en það var hún Prinsessa og við erum að giska á að hún hafi fengið áður en hún kom inn

en annars kemur það þá bara í ljós þegar það verður sónaskoðað í febrúar.

 

Af sæðingunum þá voru 39 og 26 halda.

Við eigum von á lömbum úr þessum sæðishrútum.

 

Kátur með þrjár ær

Bögull með fjórar ær

Frosti með tvær ær

Garpur með eina ær 

Fastus með eina ær

Sandur með eina ær 

Brimill með tvær ær

Pistill með tvær ær

Hómsteinn með tvær ær

Bruni með tvær ær

Elliði eina ær

Elífur þrjár ær

Ósmann eina ær

Toppur eina ær

 

Heima hrútar eigum við von á lömbum úr eftirtöldum :

 

Klaki þrjár ær

Svali eina ær

Vindur sex ær

Tarsan fjórar ær

Koggi sjö ær 

Álfur tíu ær

Brúnó átta ær

Reykur tvær ær

Kakó þrjár ær

Breiðflói frá Hraunhálsi sjö ær

Örvar frá Óla Ólafsvík fjórar ær

Svo fór ég með tvær ær í Móraðan lambhrút hjá Laugu í Hraunhálsi.

 

Alls voru notaðir 25 hrútar í allt með sæðishrútum.

Við settum hrútana í kindurnar 28 des þá voru allar búnar að fá nema Prinsessa sem gæti hafa fengið úti og er það

mjög grunsamlegt því það var líka ein kind hjá Sigga sem hann sá aldrei ganga svo mögulega hafa þær fengið úti.

 

Ég sæddi 13 kindur fyrir Sigga og það eru 9 sem halda hjá honum svo við erum bara mjög sátt við útkomuna því 

fyrsta daginn sæddi ég allt sem var að ganga og það hélt bara nokkuð vel úr því.

 


Við tókum hestana inn milli jóla og nýárs og Emil og Bói löguðu stíurnar í hesthúsinu og gerðu klárt.

 


Fórum með Benóný í bíó á Sonic myndina og fórum í lúxus sal með hann í fyrsta sinn og honum fannst það æði.

 


Stelpurnar voru líka að prófa í fyrsta sinn og hér er Ronja búnað koma sér vel fyrir með teppi og kók og popp.

Embla greyið var eftir heima hún var svo slæm af hósta og illt í hálsinum svo hún á þetta inni næst.

 

30.12.2024 09:19

Bruns 15 des,hænu ungar og undirbúningur fyrir jól


Hér eru stelpurnar að máta snjókalla Vox í jólabrunch.

 


Karítas með Marra Má litla frænda.

 


Við fórum svo heim 16 des og beint í að velja okkur jólatré og fundum mjög fallegt tré.

 


Það var svo mikil hamingja þegar Bói afi og Freyja amma sögðu krökkunum að koma inn í sveit og sjá

einhvað óvænt . Þegar þau komu þá voru 5 hænu ungar komnir þá hefði Bói verið búnað fá egg hjá Bárði

og hænan ungaði þeim út í leyni inn í skúr alveg dásamlegt sérstaklega fyrir Benóný sem elskar hænur.

 


Ronja Rós kát með ungana.

 


Þessi birtist inn í Tungu og er þetta sú sem stakk okkur af eitt skiptið sem við ætluðum að hjálpa 

Sigga,Kidda og Friðgeiri að smala þegar Lalli á Hellissandi kom líka að hjálpa. Siggi tók eftir þeim og ákvað að

að reyna ná þeim og sleppti Grána út og náði þeim eftir smá eltingaleik  inn í griðingu og inn í fjárhús.

 


Brunó er kominn til okkar og hér er hann að sinna sínum störfum.

Við sæddum seinast 9 desember og fórum svo að hleypa til upp úr því.

 


Þann 18 desember var skógardagur í skóginum í Ólafsvík og Irma lét mig vita og ég og

stelpurnar fórum og kíktum og það var alveg yndislegt það var heitt kakó og kórinn söng jólalög og svo

komu jólasveinar sem vöktu mikla kátínu hjá krökkunum og þetta var mjög notaleg stund sem færðist svo

inn í skóginn þar sem nemendur í 7 bekk lásu jólasögu fyrir krakkana.

 


Hér er kórinn að syngja og skógræktarfélagið sá um að gefa kakó og piparkökur.

 


Freyja og Ronja búnað skreyta Ingiberg eða Bibba eins og hann er kallaður með jóla seríu og jólahúfu

Hann er svo einstaklega gæfur að honum finnst ekki leiðinlegt að fá dekur hjá stelpunum.

 


Hér eru stelpurnar með gemlingunum og þeir eru alveg einstaklega gæfir og umkringja stelpurnar þegar þær koma ofan í króna.

 


Það er svo æðislegt fyrir krakkana þegar þær eru svona gæfar og stelpurnar 

eru líka búnað leggja mikla vinnu í að ná þeim til að treysta sér og gera þær gæfar og við

byrjum á því strax þegar þær eru teknar inn að nálgast þær varlega og gefa okkur í að spekja þær og 

sú vinna borgar til baka að með því að þær verða svo miklu skemmtilegri í umgegni en örlítið frekari 

sérstaklega svona ein og ein verða sterkari karektrar en aðrar og krafsa í mann til að fá klapp.

 


Lóa er þar engin undantekning hún er sterkasti karekterinn í húsunum núna

og elskar athygli og klór og klapp og prílar alltaf upp á milli gerðið til að fá klapp.


Stelpurnar að skreyta jólatréið og þær voru búnað bíða lengi eftir því þetta

er á þorláksmessu því við ákváðum eða ég ákvað að mála stofuna fyrir jól og 

þar af leiðandi var allt á seinustu metrunum  10 mínótum í jól og ég hugsaði

oft í ferlinu hvað var ég að hugsa maður á ekki að fara í neinar framkvæmdir 

svona rétt fyrir jól plús það að það er líka allt á haus í fjárhúsunum við að 

vera búnað vera sæða og hleypa til en þetta hafðist allt saman og við vorum

mjög glöð þegar þetta allt saman var búið að mála og setja gólf lista á stofuna

sem var búið að vera eftir að klára því við ætluðum ekki að setja þá fyrr en búið

væri að mála svo núna er þetta allt komið og orðið flott og fínt fyrir jól.

 


Búið að skreyta tréið á aðfangadags morgun því það var aðeins og blautt til að skeyta það á þorláksmessu

alveg því það þurfti að jafna sig eftir að við tókum það inn svo það var klárað að skreyta það um morguninn.

 

13.12.2024 22:28

Smalað á Fróðarheiði

Í dag fór ég upp á Fróðarheiði með Kristinn og Sigga og Friðgeir skuttlaði okkur svo línuveginn á Fróðárdalnum og við héldum svo vestur eftir Borgunum. Fékk þennan texta frá Kristinn á facebook um kennileitin því ég er ekki kunnug um þessar slóðir er að fara þetta í annað skipti. Jökull á Álftavatni ásamt hundinum sínum kom með okkur og Siggi tók Lappa hundinn hans Friðgeirs með sér.

 

 

Hér er ég að klæða mig í pokana sem Friðgeir lét mig hafa og svo er ég að binda þá fast uppi svo ég geti vaðið yfir ána.

 


Hér er Friðgeir að fylgjast með okkur halda af stað og hann náði að keyra okkur langleiðina sem styttir talsvert fyrir okkur sporin.

 


Svo var lagt af stað að leita kindunum sem Siggi og Kiddi sáu um daginn en misstu af þeim þær voru svo snöggar að stinga af.

 


Hér er búið að koma auga á einhverjar kindur hinum megin við og við skipuleggjum hvernig best er að fara að þeim og reyna ná þeim niður með ánni.

 


Hér erum við Kiddi með eina í bandi og gerðum allt sem við gátum til að reyna koma henni upp úr gilinu

en urðum að játa okkur sigruð og skilja hana eftir því hún var bæði fótalúin og búin á því og vildi ekkert hreyfa sig úr sporunum og 

við vorum það hátt uppi í rassgati að við hefúm aldrei náð að drösla henni niður fyrir myrkur enda erfið skilyrði mjög sleipt og erfitt að fóta sig.

 


Svo hér er hún Botna og lá sem fastast og vildi ekki láta draga sig lengra svo við skyldum við hana úr þessu.

 


Við Kiddi fórum svo áfram niður og sáum eitt lamb sem orðið hefur eftir og það tók af stað niður með gilinu

og hér er Kiddi að færa sig niður eftir því og það var svakalega sleipt og erfitt að komast að því.

 

 

Það er svakalega fallegt hérna uppfrá ef vel er að gáð sjáiði Kidda vera fikra sig upp klettana eftir að hann var búnað stugga lambinu upp úr gilinu.

 


Hér var Siggi að fara með Lappa yfir ána. Lappi stóð sig vel þær sneru nefnilega á okkur í byrjun kindurnar og fóru upp gilið fyrir neðan mig og Kidda

og Siggi náði að fara upp fyrir þær og senda Lappa í þær og hann náði að stoppa þær og svo náði Siggi að handsama Botnu sem við urðum svo að skilja eftir.

 


Hér er gimbrin svarta komin upp úr gilinu.

 


Eftir dágóða stund fyrir Kidda að fara upp og niður í gilinu og reka á eftir lambinu tókst okkur að koma 

því áfram og erum með það á réttri leið niður að Seljárdalnum.

 


Hér er mynd frá Kidda þarna stoppuðum við til að bíða eftir að Jökull og Gísli kæmu nær okkur á bílnum

upp að Seljárdalnum og fengum okkur prins póló og poweraid í boði Kidda.


Þetta er svo falleg náttúra og í þessu blíðskapar veðri gat maður ekki annað en dáðst af þessu listaverki.

 


Hér er þvílík fegurð að sjá stuðlabergið hér svo tignarlegt og fallegt.

 


Jökull náði að stökkva á lambið og ég hélt því svo niðri meðan að þeir fóru að gá að lömbum sem voru búnað koma sér efst upp í kletta rétt hjá.

 


Hér eru Jökull og Kiddi að fara upp að fossinum og fara inn að klettunum vinstra megin að leita af lömbunum 

sem fóru frá Sigga og voru búnað koma sér í sjálfheldu þegar hann fór frá þeim og ætlaði að reyna ná botnóttu

kindinni sem við Kiddi gáfumst upp á en það endaði svo að hann náði henni ekki heldur og hann kom aftur niður til okkar.

 


Hér er Jökull að koma niður með einn lambhrútinn sem var í klettunum.

 


Hér er Jökull búnað ná þeim niður í hellaskúta til að ná þeim og ferja þau niður.

 


Alveg magnað að sjá þau hérna inn í klettunum. þetta er hvít gimbur og svartur hrútur.

 


Hér eru Siggi,Kiddi og Jökull að koma með hvítu gimbrina niður.

 


Ég passaði Lappa á meðan.

 


Hér er svo verið að ferja lambið yfir ána og Gísli á Álftavatni er hinum megin við bakkann að taka á móti og setja það upp á bíl hjá sér.

 


Hér er svo mynd frá Kidda í enda smölun allir sáttir eftir daginn og það náuðust 8 stykki í heildina .

Þetta eru svo myndir í bland frá mér og Kidda sem eru hér í blogginu.

 

Annars var þetta flottur göngutúr í fallegu veðri með skemmtilegum félagsskap og ég byrjaði daginn á að fara í fjárhúsin og gefa og hleypa til og það

er búið að vera rólegt þessa dagana 2 til 3 á dag nýjar.

 


Hér er hann Örvar frá Óla Ólafsvík en hann er búnað fá að fara á eina og við ætlum að reyna nota

hann á nokkrar við fengum hann lánðan til að fá óskyldan hrút svo er hann hörkugóður hrútur og er með 90 stig og 19 í læri

svo það verður spennandi að sjá hvað kemur undan honum.

13.12.2024 21:17

Freyja 12 ára og fleira í desember

 

Ronja Rós var möndlumeistari á leikskólanum.

 


Við mamma fórum út í kirkjugarð og settum grenisskreytingu á leiðið hjá pabba.

 


Elsku Freyja Naómí okkar fagnaði 12 ára afmælinu sínu 12 des sem er svo frábær dagur hún

fær bæði í skóinn um nóttina frá Stekkjarstaur og svo afmælisgjöf um morguninn og er 

svakalega mikið jólabarn og elskar jólin og hún er svo heppin að hafa fæðst 12 12 2012 og 

það besta við þetta er að ég var búnað ákveða að hún ætti að koma 12 en ég var sett 22 des

en svo kom hún með hraði og Emil var kallaður heim af sjónum og ég var enn á fullu í sæðingum 

svo ég varð að stýra sæðingu í gegnum síma við Bárð í  miðjum hríðum og segja honum hvað hann átti að sæða fyrir mig

svo þetta var alveg ógleymanlegur dagur og nú eru komin 12 ár síðan og mér liður eins og þetta hafi gerst í gær svo fljótur er tíminn að líða.

Við vorum með lítið fjölskyldu kaffi á afmælisdaginn hennar og hún mun svo halda upp á afmælið seinna með vinkonum sínum.

 


Freyja Naómí um morguninn þá blasti við henni þetta snyrtiborð og spegill sem við gáfum henni

í afmælisgjöf og vorum búnað setja saman um kvöldið og koma henni svo skemmtilega á óvart um morguninn.

09.12.2024 09:07

Sæðingar og ríkisfé heimt af fjalli


Siggi fann þessar kindur hjá Rjómafossi eftir að hann tók rúnt og kikti yfir hvort einhvað væri að sjá og hann

fór svo á laugardaginn og gáði hvort hann myndi ná þeim og það gekk bara mjög vel hann er alveg einstaklega fær í að 

sækja ókunnugar og villtar kindur og koma þeim heim því það krefst ákveðnar tækni og þolinmæði að gera það.

 


Ég og stelpurnar hjálpuðum til að standa fyrir og koma þeim inn en það þurfti aðeins að 

tjónka við þær og ná að reka þær inn í girðingu fyrst því þær voru ekki á því að fara inn í hús.

 


Það var tekið til þess ráðs að taka einn hrút inn í girðingu og hafa hann í bandi til að lokka þær inn og 

Gráni stóð sig vel hann kumraði til þeirra og svo fór Siggi og stelpurnar og náðu í þær og ráku þær í áttina til 

mín og Grána.

 


Hér er Siggi búnað reka þær að Grána sem ég sleppti til þeirra en hann náði að 

festa sig næstum í snjóskaflinum þarna he he.

Þetta gekk svo allt saman vel og Gráni leiddi þær inn í fjárhús.

Það kom svo í ljós að þetta var ríkisfé frá Kvíabryggju og þeir voru mjög ánægðir að heimta þær

því þeir voru búnað telja þær af og héldu að þær hafi drepist.

 


Ég fór suður á föstudaginn og Siggi leitaði í kindunum fystu leit fyrir sæðingar og ég ætlaði að byrja

að sæða á laugardaginn. Það kom svo í ljós að það voru 30 að ganga hjá mér og 5 hjá honum samtals

35 kindur í húsunum þennan morguninn svo við urðum að gera eitthvað í þessu svo ég sendi á 

Torfa hvort það væri of seint að panta og hvort það yrði einhvað afgangssæði eftir daginn og til allra

lukku var það hægt svo þegar ég var búin í Rvk kom ég við í Borgarnesi hjá Torfa og fékk fullt af sæði.

 

Það var svo farið inn í fjárhús og ég tók stelpurnar með mér og við hjálpuðum Sigga að stía kindurnar af sem voru að ganga

og sumar voru hættar og við slepptum þeim. 

Þetta var mikil hausverkur og vinna að raða niður í þær og finna stráin og skipuleggja hvað átti að fara í hverja kind en þetta

var ótrúlega gaman og smá stress því ég var ekki alveg undirbúin fyrir að sæða svona margar og við vorum komin heim hálf 1 um nóttina.

 

6 desember voru sæddar 27 hjá mér og 3 hjá Sigga samtals 30 kindur í húsunum.

við höfum aldrei lent í svona stórum degi en ég veit að einhverjar eru komnar of langt eða of snemma en við urðum að taka sénsinn og reyna

í versta falli halda þær ekki en ef einhvað af þeim heldur er það bara magnað að hafa náð þeim í staðinn fyrir að missa af þeim öllum.

Notaði Steinda, Ósmann, Eilíf, Bögul, Bruna, Frosta, Pistil, Garp, Brimil.

 

7 desember sæddi ég 3 hjá mér og  7 hjá Sigga . Notuðum Karra, Eilíf og Hólmstein.

 

8 desember sæddi ég 4 hjá mér og 1 hjá Sigga. Notuðum Kát, Sand og Elliða.

 

 


Við stelpurnar fórum svo í leiðangur á laugardaginn. Siggi var að smala kindunum og Emil út á sjó og Kiddi í Rvk

Svo við urðum að redda okkur sjálfar og vorum bara nokkuð stoltar af okkur við náum að setja sjálfar upp á kerru 

Prímus og tvær kindur sem við ætlum að fara með inn í Hraunháls til Laugu og Eybergs. Svo keyrðum við af stað

og það var frekar mikill snjór á leiðinni og mest þó á afleggjaranum frá þjóðveginum niður að Hraunhálsi en við 

náðum alveg að komast niðureftir þrátt fyrir mikinn snjó á veginum.

Hér má sjá á myndinni afskaplega fallega og vöðvamikla hrúta hjá þeim og við erum svo lánsöm að fá að fá einn hrút lánaðan hjá þeim

og þau fá Prímus í staðinn mjög gaman að skiptast svona á upp á að passa upp á skyldleikaræktunina.

 


Við Eyberg skelltum honum Breiðflóa í flíspeysu sem ég kom með því hann er

alrúinn og ég hafði áhyggjur af að honum yrði kalt í kerrunni á leiðinni.

 


Hér er hann kominn í peysuna og skilur ekkert í þessu hvað við vorum að gera við hann he he.

 


Hér erum við búnað teyma hann inn í fjárhús hjá okkur og taka hann úr peysunni og ferðin hjá okkur

gekk mjög vel og nú er bara fara kynna hann fyrir skvísunum. Ég hlakka mikið til að fá lömb undan honum hann er svo 

svakalega fallegur og þvílikt vöðvafjall.

 


Hér er svo mynd af Móra sem Eyberg og Lauga eiga og ég fékk að koma með tvær kindur í hann.

Ég er líka ótrúlega spennt yfir honum mér finnst hann svo svakalega fallegur.

 


Siggi fór að smala um daginn og heimti þessar mæðgur sem voru frá Lýsudal og það kom í ljós

að þau eru að hætta með kindur svo hann fékk að eiga þær.

Þetta eru mjög fallegar mæðgur og gimbrin er alveg svakalega væn.

 


Hún er svo stór að hún er næstum jafn stór og sumar kindurnar og bara mjög falleg.

Jæja ég á svo pantað sæði í dag úr Kát og Pistil og Topp og það eru þrjár að ganga hjá mér

tvö lömb og ein kind og ein kollótt og tvær hjá Sigga eitt lamb og ein kind.

 

05.12.2024 09:35

Smalað tveim kindum í viðbót

Seinast liðina helgi fóru Siggi og Kiddi að sækja tvær kindur sem voru búnað vera eftir síðan í haust fyrir ofan Geirakot og voru gamlar ær sem eru orðnar lappa lúnar sérstaklega önnur þeirra og Friðgeir á þær. Það gekk vel að ná fyrstu kindinni og Siggi náði að stökkva á hana og halda henni svo fór ég og aðstoðaði hann að koma henni upp á bakka ofan úr gili sem hún fór í og koma henni upp á kerru.

Kiddi fór svo á eftir hinni sem var búnað fela sig fyrir þeim og varð viðskila við hina kindina en ég var búnað koma auga á hvar hún var og hún var fyrir ofan fjárhúsin í Geirakoti og gat því leiðbeint Kidda hvar hún væri svo fór hann á eftir henni en hún var ansi spræk og tók á rás í áttina að Fróðarheiði en ég náði að keyra þangað og stökkva út til að komast fyrir hana en hún lét ekki ná sér og hélt áfram yfir í Fróðá og við eltum hana og ætluðum að koma henni í aðhaldið þar en hún gabbaði okkur og fór fram hjá og ætlaði að fara upp í námu en við komumst fyrir hana þar og svo eltum við hana alla leið inn í Bug og hún reyndi að komast upp en Siggi náði að koma henni niður og svo náðum við Kiddi loksins að keyra fyrir hana og reka hana upp að girðingunni í Bug og við náðum að stökkva á hana og ná henni loksins. Við tókum hana svo upp á kerru og keyrðum hana yfir til Friðgeirs.

Siggi náði að smala kindum á föstudaginn sem hann sá í túninu í Hrísum og það gekk vel hann náði að stugga við þeim og þær tóku á rás eftir veginum og hann keyrði á eftir þeim og náði að reka þær inn í girðingu og svo inn í fjárhús og það kom í ljós að þetta var ein kind frá Friðgeir með tvö lömb og svo ein kind með eina gimbur og sú kind var frá Lýsudal og þegar Siggi hringdi og lét vita voru þau að hætta með kindur í haust og voru búnað láta allt frá sér svo þau buðu honum að eiga hana og gimbrina og hann þáði það með þökkum enda mjög falleg kind og svakalega væn gimbur.

 

Nú fer senn að liða að fengitíma og ég byrjaði að gefa lýsi á mánudaginn og er að fara auka við þær fengieldið og fyrirhugað er að byrja að sæða á laugardaginn næst komandi.

 


Hér eru Kiddi og Siggi að smala við Geirakot.

 


Hér er Siggi búnað setja hana í taum til að teyma hana.

 


Hér er hann að fara með hana upp í kerru hjá mér.

 


Hér er þessi sem var að stinga okkur af .

 


Hér er svo Kiddi glaður að vera búnað fanga hana loksins.

 


Hér eru þeir félagarnir sáttir með daginn sem átti að vera léttur göngutúr en endaði í nokkara tíma eltingaleik.

 


Siggi ákvað svo að skella henni á rassinn svo hún myndi ekki reyna að sleppa meðan Kiddi bakkaði upp að með kerrunni.

Svo fórum við á rúntinn að skila þeim inn á Knörr.

 


Karítas frænka var svo yndisleg að fara með stelpurnar og Aron að baka piparkökur í skólanum því ég komst ekki því ég var að smala.

 


Embla einbeitt að baka.

 


Hér eru þau Ronja Rós,Freyja Naómí og Aron að baka.

Þau fóru svo seinna um daginn að dansa í kringum jólatréð þegar kveikt var á þeim og sáu jólasveina.

 

  • 1
Flettingar í dag: 218
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 2026
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 1386768
Samtals gestir: 75063
Tölur uppfærðar: 9.2.2025 01:55:15

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar