Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
Færslur: 2017 Mars30.03.2017 16:41Embla og Eiríkur með 6 ára afmæli samanEmbla Marína og Eiríkur Elías héldu sameiginlegt 6 ára afmæli í íþróttahúsinu á Hellissandi. Hér eru þau svo flottir vinir Embla Marína og Eiríkur Elías. Hér er Embla með kórónuna sína sem hún bjó til í leikskólanum. Kakan hennar Emblu sem ég bjó til fyrir hana. Kakan hans Eiríks sem Svana bjó til. Þetta var rosalega flottur og góður dagur og það var mjög gaman að halda þetta svona saman enda voru þetta allir krakkarnir á deildinni hjá Emblu og Eiríki á leikskólanum og svo nokkrir vinir og frændfólk í viðbót. Embla alsæl með hesta dótið sem hún fékk frá okkur. Hjálmur, hanskar, taumur, kambur og hesta skór svo nú er hún alveg tilbúin til að fara á hestbak. Auðvitað fékk Aníta vínkona Emblu að máta hesta dótið líka. Freyja fékk líka prófa voða mikið sport. Embla átti frábæran afmælisdag 28 mars og hennar heitasta ósk var að pabbi hennar yrði heima á afmælisdaginn því hann er alltaf einhversstaðar út á sjó í Grindavík á afmælinu hennar. Draumur hennar varð að veruleika núna í ár þó seint hafi verið og Emil náði til hennar þar sem hún vissi að hann kæmi heim um kvöldið og var búnað leggja mikið í að halda sér vakandi fyrir að fá afmælisknús og koss frá pabba sínum. Embla hélt svo upp á afmælið sitt með Eiríki vini sínum og fékk líka þann heiður að hafa pabba sinn viðstaddan í því afmæli og það var mikil gleði. Afmælið gekk mjög vel og allir skemmtu sér vel. Embla fékk svo óvænta heimsókn fyrir afmælið en það var Birgitta frænka hennar og þær eru bestu vínkonur og hún var svo ánægð að fá hana í heimsókn og til að koma í afmælið hennar. Birgitta kom með Unni mömmu sinni þær gerðu sér rúnt alla leið úr Reykjavík til að vera viðstaddar afmælið hennar Emblu ekkert smá fallegt af þeim. Svo það má segja að Embla hafi verið alveg í skýjunum með þetta allt saman enda orðin 6 ára gömul. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af afmælinu þeirra. 30.03.2017 16:27Embla fer á reiðnámskeiðHér er Embla að æfa jafnvægið. Svo ánægð á hestinum hennar Freyju ömmu hún heitir Blær. Hér er svo Kári að æfa jafnvægið. Sætu okkar Benóný Ísak sjóræningi, Embla Marína norn, Freyja Naómí Anna í Frosen. Þetta var á öskudaginn í Mars. Sætu skvísurnar með Huldu ömmu sinni. Verið að búa til snjókarl Aníta, Embla, Freyja og Benóný. Freyja að fylgjast með Emblu á hestbaki í reiðhöllinni. Embla að æfa sig með Jóhönnu frænku sinni í reiðhöllinni. Það eru svo fleiri myndir af þessu og smá rollu myndir frá Bárði á Hömrum hér inn í
Flettingar í dag: 394 Gestir í dag: 5 Flettingar í gær: 2026 Gestir í gær: 19 Samtals flettingar: 1386944 Samtals gestir: 75063 Tölur uppfærðar: 9.2.2025 02:38:16 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is