Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2022 Nóvember

29.11.2022 12:44

Viðburðarrík aðventu helgi

Á laugardaginn fórum við að baka piparkökur með krökkunum í grunnskólanum og það er alltaf gaman og ákveðin hefð.

 


Embla kát að skreyta.

 


Ronja lagði sig alla í þetta og er hér mjög einbeytt á svip að skreyta.

 


Emil í mikilli skreytingar hugleiðslu.

 


Hér er Freyja svo kát með allar fallegu skreyttu piparkökurnar okkar.

 


Við skelltum okkur svo í bónus í Stykkishólmi og fórum svo í sund og það er búið að vera svo gott 

veður og rennibrautirnar eru enn þá opnar og hér má sjá nýja barnarennibraut í barnalauginni og Ronja var

ansi montin að sjá hana. Það er alveg yndisleg sundlaugin í Stykkishómi og frábær aðstaða.

 


Það var svo flott samvinna hjá okkur á sunnudeginum í fjárhúsunum. Siggi og Kristinn hjálpuðu okkur að gefa

kindunum ormalyf og hér er Freyja að aðstoða við að draga upp í sprauturnar og ég var á halda hleranum og opna þegar

þær voru búnað fá sinn skammt.

 


Hér eru Siggi og Kristinn að gefa þeim ormalyf í sprautu inn um munn.

 


Hér er Bassi það þarf að hornskella hann.

 


Hér er svo pabbi hans Bassa hann Bolti og það var líka verið að taka innan úr hornunum á honum.

 


Hér erum við að vinna saman við að hornskella Bassa með vírunum.

Ég held í spotta sem heldur honum upp að stoðinni og svo heldur Kristinn í hann og Siggi sagar hornið með vírnum.

Þetta var flottur dagur búið að græja hornin á Bassa og Bolta og gefa öllum kindunum ormalyf.

 


Hér er svo Benóný og Freyja dugleg að hjálpa til við að gefa.

 


Fyrsta í aðventu sama dag fórum við Benóný í messu og þar voru Embla og Freyja að syngja með barnakórnum og margt

skemmtileg að gerast tónlistaratriði frá tónlistarskólanum ásamt fleiru sem gerði þetta svo hátíðlegt og jólalegt.

29.11.2022 12:17

Tekið af kindunum mánudaginn 21 nóv

Hann Arnar kom og tók af kindunum fyrir okkur í þar seinustu viku á mánudeginum svo í framhaldi af þeim degi fórum við svo á Hrútafundinn um kynningu sæðingarstöðvarhrútana og það er alltaf spennandi og fróðlegt að fara á þá.

 


Hér er verið að rýja mislitu kindurnar.

 


Hér er Kristinn,Guðmundur Óla og Siggi að spjalla. Ég sá um að taka ullina.

Kristinn og Siggi skiptust á að draga og taka kindurnar niður og færa þær til Arnars.

 


Hluti af hvítu kindunum spenntar að biða eftir klippingu.

 


Hér erum við svo komin á fundinn á Rjúkanda. Ég, Emil og Kristinn fórum

með Sigga á fundinn.

 


Árni Brynjar Bragason og Torfi Bergsson sáu um að kynna fyrir okkur starfsemi Rml og kynningu á hrútunum.

Það eru margir nýjir spennandi sem koma sterklega til greina að prófa.

 

20.11.2022 12:09

Ásettnings gimbrar hjá Auði og Jóa Hellissandi.


Rönd er undan Urði og Ingiberg(Bibba) hans Sigga í Tungu.

47 kg 113 fótl 30 ómv 2,6 ómf 4,5 lögun.

9 framp 17,5 læri 8 ull 8 samræmi alls 42

 


Eygló undan Glúm hans Gumma Óla og Freyju.

44 kg 109 fótl 32 ómv 1,6 ómf 4,5 lögun 

9 frampart 18 læri 8 ull 8 samræmi alls 43

 


Laufey undan Bolta hans Kristins og Sóldögg.

46 kg 34 ómv 3,4 ómf 4 lögun

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 8 samræmi alls 42

 


Gógó undan Konfektmola og Dimmalim.

44 kg 103 fótl 29 ómv 2,6 ómf 4,5 lögun.

9 frampart 18 læri 8 ull 8 samræmi alls 45

 


Gæfa undan Skellibjöllu og Konfektmola.

41 kg 106 fótl 27 ómv 2,5 ómf 3,5 lögun

9 frampart 17 læri 8 ull 8 samræmi alls 42

Móðir hennar var einspena og þau seldu hrútinn á móti svo þessi hefur átt meira inni.

 


Ösp undan Blíðu og Ingiberg(Bibba).

49 kg 112 fótl 30 ómv 2,5 ómf 4 lögun.

8,5 frampart 17 læri 8 ull 8 samræmi alls 43,5

 


Hér sést hún betur hún Ösp hún var ekki mikið fyrir að stilla sér upp fyrir mig.

 


Hér er Jói að gefa þeim.

 


Hér eru þær allar komnar á garðann svo flottur hópur og fallegir litir.

Alltaf gaman að koma í fjárhúsin hjá Auði og Jóa svo björt og falleg fjárhús og svakalega flott kaffistofan hjá þeim

sem hægt er að sitja inni og horfa á kindurnar út um gluggann á kaffistofunni.

Gæti verið mynd af 2 manns, gleraugu og texti

Við skelltum okkur á þetta stórglæsilega leikrit hjá leikfélaginu Laugu sem fer framm núna í Röstinni á Hellissandi og þar er 

sonur hans Jóa með eitt af aðalhlutverkunum hann Guðbjartur Þorvarðarson.

Ég mæli hiklaust með því að allir skelli sér á þessa sýningu hún er alveg meiriháttar. 

Það er búið að bæta við enn fleiri aukasýningum.

20.11.2022 10:33

Gefið ormalyf og sprautað lömbin

Við gáfum við lömbunum ormalyf og Siggi sprautaði þau fyrir okkur með blandaða bóluefninu frá Keldum 29 október.

Svo var aftur gefið ásettningslömbunum bóluefnið í gær og Siggi og Kristinn gerðu það fyrir okkur. Það er búið að ganga á ýmsu seinustu vikur meðal annars fékk Emil botnlangakast og endaði með því að hann fór beint í aðgerð og það var tekinn úr honum botnlanginn svo hann má ekkert vinna í minnst tvær vikur eða þar til hann treystir sér á sjóinn. Bílinn okkar er búnað vera bilaður í 4 vikur fór eitthvað í rafmagnskerfinu á honum og bæði verkstæðin hér á svæðinu eru búnað vera kíkja á hann og reyna finna út hvað er að en það endaði með að þeir gátu ekkert gert svo næst á dagskrá er að fara með bílinn suður og þar fáum við ekki tíma fyrr en í byrjun desember en okkur var ráðlagt að koma með hann og skilja hann eftir og þá gæti hann dottið fyrr inn ef einhver myndi afboða sig.

 


Hér má sjá samvinnuna hjá Emblu,Sigga og Kristni. Embla heldur á ormalyfinu og 

Siggi gefur og Kristinn heldur við hrútinn.

 


Það er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu í haust og vetur þessi mynd er tekin 6 nóvember.

 


Ronja og Benóný að prófa sitja í traktornum hans Sigga. Ronja elskar traktora.

 


Hér karl anginn hann Emil kominn upp á Akranes sjúkrahús og fór beint í aðgerð 9 nóvember.

 

Þessir tveir Fönix og Dagur fara á nýtt heimili og fóru til Friðgeirs á Knörr.

 


Gimbrarnar hjá okkur eru orðnar margar hverjar svo spakar hér er Ronja og Freyja að klappa þeim.

 


Ronja að sópa grindurnar með mér og klappa Glóey.

 


Allir saman að hjálpast við að vinna í fjárhúsunum.

 


Hér er verið að sópa grindurnar hjá kindunum en við hleypum þeim út á daginn og svo 

hleypir Siggi þeim inn á kvöldin og gefur þeim. Samvinna hér hjá systunum að sópa.

 


Embla Marína svo dugleg.

 


Ronja gefur systrum sínum ekkert eftir og tekur stærðar heyfang og gefur kindunum.

Svo gaman að sjá hvað þær elska þetta og eru áhugasamar.

 

14.11.2022 17:51

Hrútaskrá 2022-23

Jæja þá er Biblían komin og maður getur farið að spá og speklura. Hrútaskrá 2022-23

https://www.rml.is/static/files/RML_saudfjarraekt/kynbotastarf/hrutaskra/hrutaskra_2022-2023.pdf

 

14.11.2022 11:21

Ásettnings gimbrarnar okkar


22-007 Blæja undan 21-005 Prímus og 19-014 Dögg.

57 kg 115 fótl 33 ómv 4,1 ómf 4 lögun.

9 frampart 18 læri 8 ull 8 samræmi. Alls 43

 


22-008 Þyrnirós undan 17-852 Bikar sæðingarhrútur og 21-022 Ástrós.

48 kg 111 fótl 28 ómv 3,8 ómf 4 lögun.

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 8 samræmi.Alls 42

 


22-009 Margrét undan 17-014 Vaíana og 21-003 Fönix.

44 kg 109 fótl 31 ómv 4,5 ómf 4,5 lögun.

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.Alls 42,5

 


22-010 Snúra undan 18-834 Rammi sæðingarhrútur og 21-007 Doppa.

43 kg 105 fótl 38 ómv 4,8 ómf 4,5 lögun.

9 frampart 18 læri 8 ull 8 samræmi. Alls 43

 


22-011 Massa undan 21-001 Bassi og 17-007 Gyða Sól.

58 kg 111 fótl 39 ómv 3,7 ómf 5,0 lögun.

9,5 frampart 19,5 læri 8,5 ull 9 samræmi. Alls 46,5

 


22-012 Branda undan 21-001 Bassi og 13-007 Zelda.

54 kg 109 fótl 40 ómv 4 ómf 4,5 lögun.

9,5 frampart 18,5 læri 7,5 ull 9 samræmi. Alls 44,5


22-013 Hildur undan 19-002 Bolti og 15-062 Hrímu.

51 kg 107 fótl 33 ómv 3,8 ómf 4 lögun.

9 frampart 18 læri 8,5 ull 9 samræmi. Alls 44,5

 


22-015 Prinsessa undan 19-00 Bolti og 16-005 Snædrottning.

47 kg 110 fótl 33 ómv 3,1 ómf 4,5 lögun.

9,5 frampart 19 læri 9 ull 8,5 samræmi. Alls 46

 


22-016 Ófeig undan 20-001 Óðinn og 21-006 Moldavíu.

Hún er óstiguð heimtist seint og var talin af en veitti sér líf sjálf með því að koma og fékk nafnið Ófeig.

Hún er 48 kg.

 


22-017 Lára undan 20-001 Óðinn og 20-013 Brá.

43 kg 109 fótl 35 ómv 2,2 ómf 4 lögun.

9 frampart 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi. Alls 43,5

 


22-018 Ljúfa undan 21-002 Ljúf og 15-009 Hexíu.

42 kg 108 fótl 27 ómv 3,4 ómf 4 lögun.

8,5 frampart 17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi. Alls 42

 


22-019 Díana undan 21-002 Ljúf og 20-008 Skottu.

46 kg 30 ómv 3,0 ómf 4,5 lögun.

8,5 frampart 18 læri 8 ull 8,5 samræmi. Alls 43

 


22-021 Fjara undan 21-702 Húsbónda og 18-015 Klara.

49 kg 107 fótl 35 ómv 2,4 ómf 4,5 lögun.

9 frampart 18,5 læri 7 ull 8,5 samræmi. Alls 43

 


22-022 Glóey undan 19-402 Dökkvi og 18-012 Lóa.

49 kg 110 fótl 34 ómv 3,0 ómf 4,5 lögun.

8,5 frampart 17,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi. Alls 43

 


22-023 Hrísla undan 19-402 Dökkvi og 20-017 Melkorka.

40 kg 108 fótl 29 ómv 2,8 ómf 4,5 lögun.

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 8 samræmi. Alls 42

Jæja þá er hópurinn okkar kominn og er þó nokkuð litaglaður og fjölbreyttur og hluti af þeim sem krakkarnir fá að velja eftir sinni sannfærningu og þá eru litir fyrir valinu og geðslag hvort þær séu gæfar en það verður auðvitað að vera með líka svo þau haldi sínum áhuga og gleði í kringum kindurnar.

11.11.2022 12:15

Ásettningur hjá Ólafur Helgi Ólafsvík


Þessi er undan Perlu og Tinna hans Guðmundar Ólafs.

45 kg 30 ómv 2,1 ómf 4 lag 109 fótl

8 framp 17,5 læri 8 ull 8 samræmi.

 


Þessi er undan Þuru og Kurdó sæðingarstöðvarhrút.

46 kg 36 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 109 fótl

9 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Katrínu og Diskó frá okkur.

55 kg 33 ómv 4,5 lag 4 ómf 113 fótl.

9 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Laufey og Tóta.

44 kg 31ómv 2,1 ómf 3,5 lag 110 fótl

8 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Rák og Friskó.

46 kg 34 ómv 5,3 ómf 4,5 lag 110 fótl

9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Krúnu og Sokk sæðingarstöðvarhrút.

45 kg 28 ómv 2,4 ómf 4 lag 105 fótl.

8 framp 17 læri 8 ull 8 samræmi.

 


Þessi er undan Vísu og Tóta.

45 kg 29 ómv 1,8 ómf 4,5 lag 108 fótl.

9 framp 17,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Rót og Friskó.

48 kg 33 ómv 4,1 ómf 4,5 lag 110 fótl.

9 framp 18 læri 9 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Gerðu og Friskó.

50 kg 32 ómv 3,8 ómf 4,5 lag 112 fótl.

8,5 frampart 17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Litlu og Diskó.

54 kg 30 ómv 5,5 ómf 4 lag 110 fótl.

8,5 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Friskó.

46 kg 35 ómv 4,2 ómf 4,5 lag 115 fótl.

8,5 framp 17 læri 7,5 ull 8 samræmi.

 


Þessi heimtist seint og er óstiguð en er mjög falleg.

 


Þessi lambhrútur er undan Þuru og Kurdó sæðingarstöðvarhrút.

54 kg 35 ómv 2,9 ómf 4,5 lag 115 fótl.

8 9 9 9,5 8,5 18 8 8 8,5 alls 86,5 stig.

 


Þessi er óstigðaður og er undan Sokka sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér eru lambhrútarnir sem Óli setur á allir undan sæðingarstöðvarhrútum.

Sá hvíti er undan Dal og er líka óstigaður.

 


Hér sést hann betur. Þetta er glæsilegir hrútar hjá honum og gimbrar og verður spennandi að sjá

hvernig hrútarnir koma út svo flott að fá nýtt blóð og sjá hvernig það passar saman.

07.11.2022 11:50

Ásettningur hjá Guðmundur Ólafsson Ólafsvík


Þessi gimbur er undan Pöndu og Bassa.

52 kg 35 ómv 3,5 ómf 4,5 lögun 109 fótl

9,5 framp 19 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Rjúpu og Glúm.

45 kg 36 ómv 3,3 ómf 4,5 lögun 107 fótl

9,5 framp 19,5 læri 8,5 ull 9 samræmi.

 


Þessi er undan Hönnu og Glúm.

49 kg 34 ómv 2,0 ómf 4 lögun 105 fótl 

9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Steinunni og Bassa.

48 kg 32 ómv 2,6 ómf 4 lögun 109 fótl

9,5 framp 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Binnu og Mjölni.

48 kg 32 ómv 3,2 ómf 4,5 lögun 111 fótl

9 framp 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessa fær Gummi hjá mér og hún er undan Klöru og Húsbónda frá Bárði og Dóru Hömrum.

45 kg 108 fótl 36 ómv 2,7 ómf 4,0 lögun 

9,5 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þetta er hann Glúmur veturgamall hrútur frá Gumma undan Glám sæðingarstöðvarhrút og hann var að gefa honum alveg heiftarlega góð lömb og er spennandi kynbótahrútur,

 


Stórglæsilegur hópur hjá Gumma af svakalega vel gerðum og fallegum gimbrum.

 

03.11.2022 11:12

Ásettningur hjá Jóhönnu Bergþórsdóttur


Ösp 22-006 undan Prímus 21-005 og Dögg 19-014.

49 kg 110 fótl 34 ómv 2,8 ómf 4,5 lögun.

9 framp 19 læri 9 ull 9 samræmi alls 46

Við setjum á svo systir hennar og hún var 57 kg svo þetta er alveg hörku mjólkurkyn hjá Jóhönnu.

 


Ás 22-001 undan Prímus 21-005 og Snúlla 17-101.

 

56 kg 35 ómv 3,1 ómf 4,5 lögun 116 fótl.

8 9 8,5 9,5 9 18,5 læri 9 8 8,5 alls 88 stig.

Ég var búnað segja áður hér í blogginu að við vorum að fá mjög flott lömb undan Prímusi og var bróðir þennan hrúts 87,5 stig.

Það verður spennandi að sjá hvað þessi gerir í framræktun hann er undan mjög mikilli mjókurkind frá Jóhönnu.

Ég var búnað setja inn stigun á þessum hrút og Kristins áður en langaði bara setja þetta upp svona eftir því hver ætti hvaða grip í sauðfjárbúinu okkar.

02.11.2022 09:05

Ásettningur hjá Kristinn Jónasson


Blóma 22-014 er undan Tusku 20-019 og Bolta 19-002. Tvílembingur

46 kg 106 fótl 38 ómv 4,3 ómf 4,5 lögun.

9 framp 18,5 læri 8,5 framp 9 samræmi alls 45

 

Bríet 22-020 er undan Randalín 18-016 og Húsbónda 21-702. Þrílembingur

51 kg 111 fótl 35 ómv 3,0 ómf 5,0 lögun.

9 framp 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi alls 44.

 


Bylur 22-003 undan Randalín 18-016 og Húsbónda 21-702 þrílembingur á móti Bríet.

52 kg 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lögun 112 fótl.

8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig.

Þetta voru frábærir þrílembingar hjá Randalín þau gengu öll þrjú undir og það var svo önnur gimbur sem var seld og hún stigaðist svona 44 kg 107 fótl 32 ómv 2,4 ómf 4,5 lögun 9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 44.

Langaði líka til að segja frá því að hrúturinn sem var á móti Tusku var seldur og hann var mjög flott stigaður.

49 kg 34 ómv 3,4 ómf 4,5 lögun 109 fótl.

8 9 9 9 9 18 8,5 8 9 alls 87,5 stig.

Svo ræktunarstarfið er í topp málum hjá Kristni og fallegir gripir sem hann átti í ár.

 

Ég er mjög spennt fyrir þessum hrút það eru spennandi ættir á bak við hann sem blandast frá mér og svo Bárði á Hömrum og svo líka ættir í Part frá Óttari á Kjalvegi.

Þá er glæsilegur ásettningur hjá Kristni kominn.

 

 

01.11.2022 10:14

Ásettningur hjá Sigga í Tungu.


Þessi er undan Hélu og Óðinn og er þrílembingur.

50 kg 35 ómv 2,4 ómf 4 lag 109 fótl 

9 framp 19 læri 8 ull 8 samræmi

 

Þessi er undan Brúsku og Ramma sæðingarstöðvarhrút. Tvílembingur.

56 kg 39 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 110 fótl

9 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi

 


Þessi er undan Glettu og Bolta og er þrílembingur.

49 kg 37 ómv 4,5 lag 107 fótl 

9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Hláku og Kapall sæðingarstöðvarhrút. Fjórlembingur.

51 kg 30 ómv 4 ómf 4,5 lag 110 fótl

9 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Glætu og Kapall sæðingarstöðvarhrút. Tvílembingur.

53 kg 31 ómv 5,3 ómf 4 lag 115 fótl.

9,5 framp 19 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Neglu og Bassa. Tvílembingur.

49 kg 34 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 108 fótl 

9 framp 18 læri 9 ull 9 samræmi.

 


Þessi er undan Stygg og Bassa. Tvílembingur.

49 kg 37 ómv 3,3 ómf 4,5 lag 111 fótl

9 framp 18,5 læri 8 ull 9 samræmi.

 


Þetta er grár hrútur sem Siggi fékk hjá Friðgeiri og hann lofar góðu er mjög fallegur á litinn og með hörku læri

hann er óstigaður en kom eins og kallaður til okkar rétt eins og Bibbi gerði um árið og var ákveðið fyrst innsæið kallaði svona sterk í að hann yrði settur á var hann kominn til að vera. Siggi og Kristinn smöluðu honum ásamt 9 örðum stykkjum sem þeir heimtu fyrir Friðgeir á laugardaginn seinast liðinn.

 

Þetta er alveg stórkostlegur hópur hjá Sigga og svakalega flott þyngd og gerð í gimbrunum og ég tali ekki um að það er bæði þrílembingar og fjórlembingur og samt svona flott þyngd í þeim.

  • 1
Flettingar í dag: 123
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 715078
Samtals gestir: 47158
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 04:36:36

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar