Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.11.2022 10:33

Gefið ormalyf og sprautað lömbin

Við gáfum við lömbunum ormalyf og Siggi sprautaði þau fyrir okkur með blandaða bóluefninu frá Keldum 29 október.

Svo var aftur gefið ásettningslömbunum bóluefnið í gær og Siggi og Kristinn gerðu það fyrir okkur. Það er búið að ganga á ýmsu seinustu vikur meðal annars fékk Emil botnlangakast og endaði með því að hann fór beint í aðgerð og það var tekinn úr honum botnlanginn svo hann má ekkert vinna í minnst tvær vikur eða þar til hann treystir sér á sjóinn. Bílinn okkar er búnað vera bilaður í 4 vikur fór eitthvað í rafmagnskerfinu á honum og bæði verkstæðin hér á svæðinu eru búnað vera kíkja á hann og reyna finna út hvað er að en það endaði með að þeir gátu ekkert gert svo næst á dagskrá er að fara með bílinn suður og þar fáum við ekki tíma fyrr en í byrjun desember en okkur var ráðlagt að koma með hann og skilja hann eftir og þá gæti hann dottið fyrr inn ef einhver myndi afboða sig.

 


Hér má sjá samvinnuna hjá Emblu,Sigga og Kristni. Embla heldur á ormalyfinu og 

Siggi gefur og Kristinn heldur við hrútinn.

 


Það er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu í haust og vetur þessi mynd er tekin 6 nóvember.

 


Ronja og Benóný að prófa sitja í traktornum hans Sigga. Ronja elskar traktora.

 


Hér karl anginn hann Emil kominn upp á Akranes sjúkrahús og fór beint í aðgerð 9 nóvember.

 

Þessir tveir Fönix og Dagur fara á nýtt heimili og fóru til Friðgeirs á Knörr.

 


Gimbrarnar hjá okkur eru orðnar margar hverjar svo spakar hér er Ronja og Freyja að klappa þeim.

 


Ronja að sópa grindurnar með mér og klappa Glóey.

 


Allir saman að hjálpast við að vinna í fjárhúsunum.

 


Hér er verið að sópa grindurnar hjá kindunum en við hleypum þeim út á daginn og svo 

hleypir Siggi þeim inn á kvöldin og gefur þeim. Samvinna hér hjá systunum að sópa.

 


Embla Marína svo dugleg.

 


Ronja gefur systrum sínum ekkert eftir og tekur stærðar heyfang og gefur kindunum.

Svo gaman að sjá hvað þær elska þetta og eru áhugasamar.

 

Flettingar í dag: 1608
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 2447
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 710992
Samtals gestir: 46897
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 15:14:52

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar