Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2009 September

27.09.2009 16:05

Hrútasýning

Jæja þá er búið að stiga lömbin og kom það bara mjög fínt út og svo var hrútasýning á Mýrum og þar var margt um manninn og mikið af fallegum hrútum og vann Óttar besta hyrnda hrútinn og Óli besta kollótta og við vorum með besta mislita. Það er rosalega gaman að sjá hvað hrútarnir eru alltaf að verða betri og betri t.d. núna fékk hrúturinn hans Óttars 19 í læri sem er allveg glæsileg útkoma. Það sýnir sig líka að féið er orðið svo rosalega vænt og bakvöðvinn miklu meiri hjá flestum í ár heldur en í fyrra.

Hérna er Lárus að dæma hrútana á Mýrum.

Hérna er hann Toppur sem var besti misliti hrúturinn.

Krúttið fékk náttla að fylgja með en fór í pössun hjá Freyju ömmu á meðan við vorum í þessu rollu stússi allann daginn.

23.09.2009 22:53

Ótitlað

Jæja hérna er ein krúsídúllu mynd af prinsinum sem er að gera mömmu sína vitlausa, hann er alltaf að pissa yfir mig alla þetta er allveg ótrúlegt hvað það getur komið mikið magn úr þessum litla líkama meira segja það að hann var næstum búnað pissa upp í pabba sinn þegar hann var að tala við hann þegar ég var að skipta á honum algjör prakkari. Á morgun er svo stór dagur það verður komið að stiga lömbin og svo er hrútasýning á veturgömlum hrútum á Mýrum svo það verður gaman og vonandi verður Benóný stilltur við mig svo ég komist á sýninguna og geti verið viðstödd þegar verður stigað en svo vil ég bara minna á að þið sem kíkið á síðuna að endilega skrifið í gestabókina og kíkið í mynda albúmið því það eru alltaf að steyma inn nýjar myndir hjá mér. 

             .

Krúttí púttí hann er nú aðeins of lítill í þetta og nær ekkert í þetta er mamma allveg rugluð  

21.09.2009 12:23

FYRSTA SMÖLUNIN

Jæja það var smalað fyrir mig á laugardaginn og var heldur erfitt að vera föst í bílnum með kíkirinn í allar áttir en svona verður það þetta árið og fékk hann Benóný Ísak að hristast í bílstólnum aftur í steinsofandi á malarveginum inn í sveit. Þetta gekk svo allt bara ljómandi vel og var svo farið í frábærar veitingar hjá Gerðu í Tungu. Spenningurinn var síðan orðin svo mikill að ekki var hægt að bíða lengur eftir að fara skoða lömbin. Benóný þurfti þá náttla endilega að vakna, þegar ég var að fara út í fjárhús en ég lét það nú ekki stoppa mig og fékk hann að koma með og finna rollu ilminn í fyrsta sinn og líkaði vel því hann sofnaði í fanginu á mér.

14.09.2009 16:09

Halló, heimasíðan er fædd!

Jæja þá er maður loksins búnað láta plata sig í að búa til heimasíðu. Það er allveg hræðilegt að byrja ég veit ekkert hva ég á að skrifa en jæja við erum sem sagt 5 í heimili ósköp óvenjuleg fjölskylda Ég,Emil og litli prinsinn og svo er það Maggi bróðir og feiti sæti kötturinn okkar hann Olíver en er alltaf kallaður Óli og við búum öll í Stekkjarholti 6. Ég ætla að setja eitthvað skemmtilegt hérna, aðallega myndir af kindunum sem ég er með í Mávahlíð og eins hestunum okkar og ekki má gleyma frumburðinum okkar sem var drengur og fæddist 19 ágúst. 12 merkur og 50 cm. Hann var svo skírður 12 september Benóný Ísak í Brimisvallarkirkju og það var voða kósý og sætt nema minn maður var sko allveg crazy hann grét og öskraði allann tímann þessi engill sem heyrist aldrei neitt í en það er svona með mávahlíða skapið og þrjóskuna blandað við skapið hans Emils það verður eitthhvað rosalegt greyi barnið nei nei hann verður algjört gæðablóð. Þorsteinn Bergþórsson frændi Emils hélt á honum undir skírn og Maggi bróðir og Steinar bróðir Emils voru skírnarvottar.
  • 1
Flettingar í dag: 272
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 233
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 331785
Samtals gestir: 14678
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 09:49:55

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar