Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2012 Júní

26.06.2012 23:40

Ég þrítug úff. Heiti potturinn á pallinn og Bústaðaferð.

Ég varð víst þrítug 17 júní og vaknaði þá með þrjátíu fleiri hrukkur í framan og bauga undir augunum og svaf yfir migemoticonhe he. Ætluðum að vakna kl 8 til að eyða deginum með börnum okkar á Akureyri sem eru búnað vera í pössun hjá Freyju ömmu og Bóa afa á illugastöðum síðan á föstudag. Nei nei þetta hafðist allt saman við náðum allveg deginum og áttum góðan  dag. Við fengum líka að slaka á yfir helgina fórum í bíó á föstudagskvöldið sem við höfum ekki gert síðan Benóný fæddist og það var rosa gaman. Á laugardaginn gerðum við svo bara eitthvað rúnta,búðaráp og bara gera ekki neitt og var það rosalega skrýtið að vera svona barnlaus en  samt gaman að fá að vera bara 2 og gera eitthvað saman.
Minn ástkæri Emil bauð mér svo út að borða á Argentínu og það var algjört æði og vorum við svo södd eftir það að við vorum allveg bakk enda sváfum við yfir okkur daginn eftir sem var 17 júní he he.


Hér sjáiði gömlu konuna á Argentínu með eftirréttinn emoticon

Undur og stórmerki gerðust svo áður en við fórum suður þá var hann Nonni vinur okkar 
svo góður að koma á lyftaranum til okkar og lána Bóa hann til að setja blessaða heita 
pottinn okkar á pallinn sem er búna vera inn í bílskúr síðan fyrir jól og þar áður í 2 ára
viðgerð. Það gekk þó ekki allt sem skyldi því það voru vandræði að koma löppunum niður
á lyftaranum og þá hugsaði ég þessi pottur á ekki að komast á pallinn og vera í lagi. Og þó gerðist það, þær fóru niður og Bói gat komið honum inn á pallinn. 
loksins úff en sá léttir.
En ekki er sagan öll því þegar við fórum að þrífa hann og ætluðum að fara prófa setja 
vatn í hann kom í ljós að það var frostsprungið eitt rör AAAAAArrrggg emoticon
Eins og ég segi þetta er óhappa pottur dauðans hann var inn í bílskúr svo ekki hefur það skeð þar svo það hlýtur af hafa skeð þegar hann var í viðgerð allveg hreint ótrúlegt ég fer að henda þessu drasli!!!!

Verið að hífa þetta aparat á pallinn .

Eins og ég sagði hérna ofar þá vorum við á Akureyri og illugastöðum í 6 daga. Það var gert margt skemmtilegt spilað á kvöldin,sund á morgnana,kíkt á Akureyri á daginn og rúnt hingað og þangað til Húsavíkur,Grenivík og Svalbarðseyri varð Emil að kíkja þegar hann uppgötvaði að þar væri bryggja ;) he he. 

Ég meira segja fór í kaffi til kinda vínkonu minnar hennar Birgittu sem bauð okkur í kaffi og tók ekkert smá vel á móti okkur með kökur og kræsingar. Það var ofboðslega gaman að hitta hana og já það má segja að ég segi eins og hún að mér fannst ég þekkja hana til marga ára því við höfum verið í svo miklu sambandi í gegnum heimasíðurnar og eins var rosa gaman hvað Þórður maðurinn hennar þekkti allt vel hér fyrir vestan og þekkti pabba og Steina svo við gátum spjallað heilmikið saman. Benóný fékk svo gefins bíl sem hann vildi ekki sleppa og það er ekkert smá mikið uppáhald hjá honum hann er búnað sofa með hann síðan að hann fékk hann, svo hann hitti gersamlega í mark hjá honum he he. Ég bíð svo bara spennt til að hitta þau aftur í haust ef þau koma hingað í lambaleiðangur.

 Ég klikkaði þó á því að ná mynd af okkur saman en það er því myndavélin mín bilaði og ég náði bara örfáum myndum en svo fékk ég copy af myndunum hjá Freyju og á eftir að fá hjá Dagbjörtu svo ég set kanski inn fleiri þegar ég fæ þær í hendurnar.

Jóhann og Emil með Benóný í Listagarðinum á Akureyri.


Um daginn vorum við á rúntinum og tókum eftir þessu að einn gemlingurinn okkar var að
áreita æðakollu sem lá á hreiðrinu sínu og vildi hún stanga í hana og líkaði vel við þegar æðakollan krúnkaði í hana og kom þessi nautna svipur á gemlinginn að þetta væri eins og að láta klappa sér.

Við héldum áfram að fylgjast með og annar bættist í hópinn að áreita greyjið og þær voru
ekkert að hætta bara stönguðu þangað til hún krúnkaði í þær meira he he ekkert smá ruglaðar.

Hér sjáiði nautna svipinn á þeim þegar hún kom við þær ekkert smá bilaðar en á endanum ákvað ég að fara út og reka þær frá því greyji kollan fékk engan frið. Þegar ég kom að ætluðu þær ekkert að fara en greyji æðakollan var búnað rústa hreiðrinu sínu og eggin komin upp úr við lætin í gemlingunum svo ég rak þær frá og fór svo hún gæti lagað þetta og verið í friði he he allveg ótrúlegt hvað þessum kindum dettur í hug.

Jæja þetta er komið flott í bili það eru svo myndir hér af hinu og þessu sem ég bloggaði um svo endilega kíkið hér.

14.06.2012 11:04

Litla frænka kemur í heiminn,Húsdýragarðurinn og Benóný fær hjól.

Steinar og Unnur eignuðust gullfallega dóttur 6 júní og gengur rosalega vel hjá þeim og við fórum loksins í bæinn um helgina og skoðuðum prinsessuna og er hún allveg guðdómleg svo lítil og fullkominn í alla staði. Embla virkaði bara risi miðað við hana he he maður er svo fljótur að gleyma.

Hér er Steinar stoltur faðir með dúlluna sína ekkert smá sæt saman.

Við fórum í húsdýragarðinn með Írisi og Dalíu á laugardaginn og fannst Benóný það rosalega gaman og vildi helst bara vera í litlu lestinni sem keyrir hring um garðinn og svo voru það svínin sem hann þekkir úr Babe og Emil í Kattholti og var hann afar hrifinn af þeim.

Með pabba sínum á hestinum voða stuð.

Þetta var líka rosalega gaman og ætluðum við aldrei að ná honum út úr þessu.

Það var hjóladagur á leikskólanum og fengum við svo mikið samviskubit að vera ekki búnað kaupa hjól handa greyji drengnum að ég fékk Bóa til að kaupa fyrir mig hjól og svo gáfu Freyja amma og Bói afi honum hjálminn og það leynir sér ekki gleðin í augunum á honum þegar hann fékk hjólið og fór svo á því á leikskólann daginn eftir .

Jæja seinustu rollurnar fóru út um daginn þær Bríet og Dimma svo nú er það bara hann Týri sem verður eftir inn í fjárhúsunum og fær að ganga inn og út en hún Birta gemlingur er eitthvað voða heimakær og fer ekki frá húsunum með lambið sitt svo Týri fær félagsskap af þeim meðan hún ákveður að vera þar. 

Hér eru þær farnar út.

Ég náði einni mynd af Rósulind með fallegu gimbrina sína svo núna tekur bar við að fylgjast með rollunum í fjarska og taka rollu rúnt einu sinni á dag þegar ég svæfi börnin.
Jæja það eru svo myndir af öllu þessu sem ég bloggaði um hér endilega kíkið 
bless í bili ...

05.06.2012 22:33

Sauðburði lokið og sjómannadagurinn.

Þá er þessum langa sauðburði loksins lokið. Dimma gemlingurinn hans Bóa bar í morgun gimbur undan Brimil en hún lét hafa aðeins fyrir því að komast út og þurfti smá átök í það en allt gekk vel og var hún allveg súper mamma strax. Bríet hennar Maju bar svo í gærmorgun og þar kom allveg gríðarlega stór gimbur sem er undan Mola og var hún það stór að við ákváðum að prófa að vigta hana og viti menn hún vó 7 kíló. Það má geta þess að það var hrútur í bændablaðinu sem var 6 kíló í fæðingu svo hún var þykkri en hann.
Móra sem var sett í fangelsið var losuð eftir rúmmlega tveggja vikna fangelsi og það dugaði því hún tók lambinu sem var mikill léttir en við sitjum þó en uppi með hann Týra sem heimaling því það þýddi ekki að venja hann undir Bríet hann er svo háður manninum.
Jæja það eru smá myndir í albúminu hér svo endilega kíkið á það.

Hér er Bríet með risan sinn sem fæddist í gær morgun.

Það var yndislegt veður hér seinustu viku og allir orðnir vel sólbrenndir og brúnir. Sjómannadags helgin var allveg meiriháttar það var svo gott veður og fórum við í
 siglingu með Emil á Kristborgu út að Vallarbjargi í smá skemmtisiglingu og getið
þið séð myndir af því hér.

Það voru einnig fleiri stórir bátar sem fóru með fólk í skemmtisiglingu á sjómannadaginn.


Jæja forspretturinn á rollu rúntinn minn byrjaður hér má sjá fallegu hrútana hennar Mýslu á harða hlaupum kanski verða þetta flottir hrútar í haust ;).

Upprennandi skúringardama á ferð og ætlar að læra snemma af mömmu sinni 
he he hún tók þetta eftir að ég var búnað skúra og pósaði svo svona líka flott.
  • 1
Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 122
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330782
Samtals gestir: 14340
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 23:24:36

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar