Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2023 Október

23.10.2023 23:03

Héraðssýning lambhrúta 2023

Héraðssýning lambhrúta fór fram núna síðast liðinn laugardag 21 okt á Hjarðarfelli og hófst kl hálf 2 og stóð til klukkan hálf 6.

Það voru mættir um 50 manns og 56 hrútar í heildina. Það var ljúffeng súpa og brauð ásamt kaffi og kleinum og ástarpungum í boði í hléinu sem þeir sem héldu sýninguna sáu um. Það kostaði 1500 kr og frítt fyrir börn.

Jón Viðar og Lárus Birgisson voru dómarar á sýningunni og Guðbjartur á Hjarðarfelli setti sýninguna á stað og stýrði henni.


Hér er verið að skoða kollóttu hrútana. Þeir voru 8 í heildina.

 


Hér eru Siggi og Freyja og vinkonur hennar Birta og Hekla með hrútinn okkar Friskó.

 


Hér er verið að skoða mislitu hrútana og þeir voru 19 í heildina.

 


Það var vandasamt val fyrir höndum hjá dómurunum enda mikið af fallegum og efnilegum hrútum og margir litir.

Þessi flokkur er orðinn svo stór að hún Helga á Fossi kom með góða tillögu til mín að við ættum að fara skoða að hafa tvo flokka í mislitu eins og hvítu og hafa bæði kollótta og hyrnda. Það er alveg vel hægt að skoða það fyrir næstu sýningu.

 


Hér má sjá hluta af þeim sem voru að keppa.

 


Skemmtilegir litir og hér er Arnar Darri að halda í svarta hrútinn okkar fyrir mig. 

 


Hér er verið að skoða hvítu hyrndu hrútana og hér er Embla,Erika og Freyja með hrútana okkar þrjá sem við komum með.

 


Hér má sjá myndarlegan hóp af hvítu hyrndu hrútunum en þeir voru 25 í heildina.

Þeim var svo fækkað niður í 15 í uppröðun.


Hér eru svo Lárus og Jón Viðar að meta þá.

 


Hér er verið að skoða nýja flokkinn en það er ARR hrútana þeir voru 6 í heildina.

 


Hér eru stelpurnar með ARR hrútinn okkar.

 


Þá er komið af því að lesa upp niðurstöðurnar sem allir eru að biða eftir en það eru sigurvegararnir í hverjum flokki fyrir sig.

Lárus Birgisson fjallaði stuttlega um hvern hrút fyrir sig sem hlaut verðlaunasæti og afhenti svo verðlaunin.

 


Hér eru verðlaunahafar fyrir besta ARR hrútinn 2023. Þeir eru allir undan Gimstein.

Sigga Bjarnarhöfn,Ólafur Helgi Ólafsvík og Guðlaug Hraunhálsi.

 

1.sæti Sigga og Brynjar Bjarnarhöfn með lamb nr 49

51 kg 110 fótl 34 ómv 4,5 ómf 4,0 lag 

8 9 8 9 9 18,5 9 8 8 alls 87,5 stig.

 

2.sæti Guðlaug og Eyberg Hraunhálsi lamb nr 234

52 kg 109 fótl 35 ómv 3,7 ómf 4,0 lag

8 9 8,5 9 8,5 18,5 8,5 8 9 alls 87 stig.

 

3.sæti Ólafur Helgi Ólafsson Ólafsvík lamb nr 189

57 kg 111 fótl 37 ómv 4,8 ómf 4,0 lag

8 8,5 9 9 9 18 8,5 8 9 alls 87 stig.

 


Hér eru verðlaunahafar fyrir bestu kollóttu hrútana.

Harpa Hjarðarfelli,Sigga Bjarnarhöfn og Guðlaug Hraunhálsi.

 

1.sæti Guðlaug og Eyberg Hraunahálsi lamb nr 261 undan Starflóa.

48 kg 108 fótl 39 ómv 5,4 ómf 4,5 lag

8 9,5 9,5 9,5 9,5 20 8 8 8 alls 90 stig.

 

2.sæti Sigga og Brynjar Bjarnarhöfn lamb nr 38 undan Prímus.

50 kg 108 fótl 3,5 ómf 35 ómv 5 lag

8 9 9 9,5 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 88 stig.

 

3.sæti Harpa og Guðbjartur Hjarðarfelli lamb undan Valur.

48 kg 109 fótl 34 ómv 2,4 ómf 4,5 lag

8 9 9 9 9 19 8 8 8 alls 87 stig.

 

 


Hér eru svo vinningshafar í mislitu hrútunum.

Embla og Erika tóku fyrir okkur svo er Harpa Hjarðarfelli og Jökull Álftavatni.

 

1.sæti Dísa og Emil Mávahlíð lamb nr 254 undan Byl og Mónu Lísu.

52 kg 112 fótl 38 ómv 2,7 ómf 4,5 lag

8 9,5 9,5 9,5 9 19 8,5 8 8,5 alls 89,5 stig

 

2.sæti Harpa og Guðbjartur Hjarðarfelli lamb nr 244 undan Krumma.

56 kg 111 fótl 37 ómv 4,4 ómf 4,5 lag

8 9 9,5 9,5 9 19 8,5 8 8,5 alls 89 stig.

 

3.sæti Gísli Álftavatni lamb nr 3 undan 18-761

46 kg 102 fótl 35 ómv 1,8 ómf 5 lag

8 8,5 9 9,5 9 18,5 8 8 8 alls 86,5 stig.

 

 


Hér eru svo vinningshafar fyrir bestu hvítu hyrndu hrútana.

Freyja með fyrir okkur, Arnar Darri Fossi og Harpa Hjarðarfelli.

 

1.sæti Dísa og Emil Mávahlíð hrútur nr 195 undan Alla sæðingarstöðvarhrút og Perlu.

57 kg 111 fótl 38 ómv 4,9 ómf 4,5 lag

8 9 9,5 9,5 9,5 19 7,5 8 9 alls 89 stig.

 

2.sæti Helga og Sveinn Fossi hrútur nr 212 undan Síma.

50 kg 105 fótl 41 ómv 4,8 ómf 4,5 lag 

8 9 9,5 10 9 19 8 8 8,5 alls 89 stig.

 

3.sæti Harpa og Guðbjartur Hjarðarfelli hrútur nr 146 undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút.

61 kg 113 fótl 42 ómv 5,0 ómf 5 lag

8 9 9,5 10 10 19 7,5 8 9 alls 90 stig.

 


Þá var komið af því að afhenda Farandsskjöldinn fagra til eigenda besta lambhrútsins 2023.

Mér finnst alltaf svo mikil heiður að fá Jón Viðar og Lárus Birgisson sem dómara ég hef alltaf litið svo upp til þeirra og búnað fylgjast með þeim dæma frá því að ég var smá krakki inn í Mávahlíð svo ég met miklis að fá þeirra mat og ég er svo þakklát fyrir að fá tvo hrúta í fyrstu verðlaun fyrir okkar ræktun samkvæmt þeirra mati. 

 


Hér eru svo Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir Hraunhálsi.

Þau áttu besta kollótta lambhrút sýningarinnar og fengu svo líka Farandsskjöldinn fagra fyrir sama hrút sem var valinn besti lambhrútur á Snæfellsnesi og Héraðsmeistari. Þessi hrútur var alveg svakalega vel gerður og önnur eins læri hef ég aldrei séð þau voru alveg svakaleg . 

 


Hér eru þau stórglæsileg með glæsilega Héraðsmeistarann 2023 sem er undan Starflóa sem var líka í fyrsta sæti í sínum flokki 2022.

Þetta er alveg svakalega flott ræktun hjá þeim og ég óska þeim innilega til hamingju.

 


Hér má sjá aftan á hrútinn þeirra og það sést hversu mikið er mótað fyrir miklum læraholdum og ég var meira segja búnað taka mynd af honum fyrirfram því ég var svo viss að hann yrði í verðlaunasæti. Þetta er alveg magnaður hrútur.

 


Lífland styrkti sýninguna með því að gefa sauðfjárfötur í verðlaun og voru þær veittar fyrir annað sætið í hverjum flokki og svo í öllum sætum í ARR. Sauðfjárræktarfélagið Búi kom með 3 fötur og svo voru 3 fötur frá þeim sem sáu um sýninguna.

 


Hér er Guðbjartur á Hjarðarfelli sem hélt sýninguna að segja okkur frá gjafabréfi sem veitt var fyrir fyrstu verðlaun í hverjum flokki og það var þriggja rétta kvöldverður á Hótel Snæfellsnes og svo gaf Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis kaffibrúsa,nammi og selen brúsa. Í þriðju verðlaun var svo gjafabréf minnir mig frá KB borgarnesi. Svo það voru mjög rausnarleg verðlaun í boði fyrir alla. Þetta var glæsileg sýning í alla staði og mjög gaman að koma í fjárhúsin hjá Hörpu og Guðbjarti sem eru stór og flott og með  góða birtu til að ná góðum myndum.

 

 

 

 

18.10.2023 20:16

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2023

Viðbót: Á sýningunni verða veitt verðlaun fyrir besta hrútinn með ARR arfgerð.

Eigendur ráða því hvort þeir fara fyrst með þessa hrúta í einhvern hinna flokkanna eða eingöngu í ARR flokkinn sem verður tekinn síðast.

Hér er fjölskyldan á Bergi sem vann Héraðssýninguna í fyrra 2022.

18.10.2023 15:52

Sláturmat og fleira sept/okt

Jæja ég er búnað vera allt of lengi að koma þessu hér inn en ég byrjaði að vinna á leikskólanum í október eftir alla törnina með smölun,líflambasölu og allt sem því fylgir og því var ég ekki búnað gefa mér tíma í að setja hér inn fyrr en núna.

 

Við sendum 49 lömb í sláturhús

 

18,22 kg

10,51 gerð

6,55 fita

Þetta var svona restin af því sem ekki var selt og svo fór þetta leiðinlega seint í sláturhús og við vorum orðin stressuð á að lömbin væru farin að leggja af enda búnað vera í girðingunni síðan það var smalað og svo fór það í sláturhús 02,okt. Við vorum bara mjög sátt við útkomuna miðað við hvað þau fóru seint og hversu mikið var búið að selja.

Við seldum 50 lömb lifandi.

5 lambhrútar eru settir á.

18 gimbrar verða settar á.

 


Þessi hrútur er settur á og er undan Spyrnu og Þór sæðingarstöðvarhrút.

 


Þessi er líka settur á og er undan Kórónu og Klaka.

 


Þessi systkini verða bæði sett á þau eru undan þessari kind Perlu og svo Alla sæðingarstöðvarhrút. Þau eru alveg hrikalega gul en þau eru svo svakalega vel gerð


Hér er Gyða Sól með gimbrina sína undan Klaka.


Hér er Birta með gimbrarnar sínar undan Byl.

 


Hér er annar hrútur undan Byl og Mónu Lísu sem verður settur á.

Þetta er svona smá hluti af því sem verður nýtt hjá okkur en svo á ég eftir að setja þetta nákvæmlegra inn þegar lömbin verða tekin inn.

18.10.2023 14:03

Ronja Rós 4 ára 27 sept

Elsku Ronja Rós okkar varð 4 ára 27 september. Hún er mjög lífsglöð,ákveðin og mikill prakkari og alveg einstaklega skýr og fljót til. Er mikil listamaður og skrifar nafnið sitt alveg sjálf og teiknar mjög vel og málar. Er mikill dundari og elskar að leika sér í allskonar hlutverkja leikjum og föndra. Hleypur sjálf yfir götuna í heimsókn til Jóhönnu frænku sinnar og passar sig að kíkja vel til beggja hliða svo elskar hún að fá að fara í heimsókn til ömmu Huldu og kíkja í sveitina til ömmu Freyju og afa Bóa. Besti matur er skinka hún elskar skinku og harðfisk með miklu smjöri og ristað brauð með súkkulaði og svo má auðvitað líka borða súkkulaðið beint upp úr krukkunni það finnst henni mjög gott he he.

 


Hér er skvísan með kökuna sína sem við bökuðum saman.

 


Fékk kórónu á leikskólanum sem hún bjó til sjálf.

 


Hún fékk líka pakka og var mjög kát við héldum fjölskyldu afmæli fyrir hana og henni fannst mjög gaman.

 


Svo fékk hún að blása á kertin. Við gáfum henni húsgögn í silvani húsið hennar og dót.


Ein krútt mynd úr fjárhúsunum hér einn lambhrútur sem er svo gæfur við stelpurnar.
  • 1
Flettingar í dag: 390
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1107
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 716452
Samtals gestir: 47227
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 12:26:10

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar