Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2018 Apríl

30.04.2018 20:49

Sauðburður hafinn 2018

Þessi átti tal 4 maí og bar í dag. Hún var borin alveg sjálf þegar ég kom í fjárhúsin.
Þetta er hún Sól gemlingur og lambið er undan Blika frá Bárði og Dóru.
Svo nú er biðin á enda og þetta er byrjað okkur til mikilla gleði og ég tala ekki um fyrir
krakkana þau voru orðin jafn spennt og ég he he.
Þessi dúfa var á túninu inn í Tungu í dag.

30.04.2018 20:26

Heimsókn til Jóa og Auðar í fjárhúsin

Hér eru félagarnir Jói og Emil í glæsilegu kaffistofunni í fjárhúsunum hjá Jóa og Auði Hellissandi.
Hér er ein hjá þeim með 2 mórauða hrúta undan Móra frá Sigga í Tungu.
Hér er Sunna sem er alsystir Mávs sem er á sæðingastöðinni frá okkur. 
Jói og Auður eiga hana.
Hér er hún með þrílembingana sína 2 gimbrar og einn hrút.
Hér er Auður að sýna Emblu kindurnar.
Embla að fá að halda á mórauða hrútnum hjá þeim.
Hér eru Embla, Freyja og Benóný með einn þrílembingin hennar Sunnu.
Hér er Jói að sýna okkur lömbin.
Hrútarnir þeirra Steinríkur og Ástríkur. Svo þroskamiklir og fallegir.
Hilmar að spjalla við Benóný og Emil.
Ég fékk smá start í burðinn því það var ein að bera hjá þeim og það kom bara haus og
önnur löppin svo ég fékk að koma því í heiminn og allt gekk vel.
Hér er það svo komið.
Hér er svo hitt komið. Tvær fallegar gimbrar undan Steinríki.
Benóný finnst þetta mjög skemmtilegur tími þegar lömbin koma svo það verður gaman
þegar þau koma hjá okkur.

Alltaf gaman að fá að kíkja í fjárhúsin hjá Jóa og Auði svo snyrtileg og flott og tala ekki um
geggjuðu kaffistofuna. Það eru svo fleiri myndir af heimsókninni hér inn í albúmi.

29.04.2018 21:11

Kíkt á sauðburð hjá Gumma Óla Ólafsvík

Það var mjög gaman fyrir krakkana að fara með Gumma út á tún og sjá hvað þær eru
gæfar hjá honum.
Frábært að sjá traustið sem er hér á milli þeirra.
Hér er hún svo alveg komin til hans.
Og svo alveg í dekrið að láta klóra sér alveg yndislegt þegar þær eru svona spakar og
ég tali ekki um þegar þær eru úti að ná að klappa þeim svona.
Hér er ein með lamb úti.
Hér er önnur en við náðum ekki að komast nær henni.
Stelpurnar með pósið á hreinu he he.
Hér erum við komin inn að skoða lömbin. Benóný ,Freyja ,Aníta og Embla.
Hér er ein nýborin og búið að venja undir hana eitt.
Þessa á Óskar í Bug og hún er með móflekkótta gimbur.
Hér er gimbur og hrútur undan Kölska og hrúturinn er mjög þykkur.
Hann er búnað fá sæðinga líka undan Gutta og Bjarti sem ég náði ekki að taka mynd af.

Það eru svo fleiri myndir af heimsókn okkar hjá Gumma hér inn í albúmi.

29.04.2018 20:50

Áfram kalt og snjór

Það heldur áfram að kólna hjá okkur og þetta var svona um daginn alveg hvítt niður að
Mávahlíð.
Aníta og Embla með mér í fjárhúsunum.
Freyja líka hér er hún að knúsa Vaíönnu.
Gemlingarnir eru orðnir vel stórir hér er ein sem er undan Part og Dóru og er sónuð
með 2.
Hér er svo hluti af gemlingunum.
Jæja aðeins að bráðna snjórinn aftur.
Benóný var ekki sáttur við mömmu sína á laugardaginn. Hann fékk að fara út í bíl og 
horfa á dvd og ég kveikti ekki alveg á bílnum og hann varð svo rafmagnslaus.
Vigfús frá Kálfárvöllum pabbi Anítu kom svo og reddaði okkur og við komumst heim.
Emil var út á sjó og Bói að vinna og svo það var frábært að Vigfús kæmist að hjálpa okkur.

Það er enn allt rólegt hjá okkur og engin sauðbuður hafinn en það fer alveg að bresta á.

26.04.2018 18:19

Undirbúningur fyrir Sauðburð

Freyja að hjálpa mömmu sinni að baka fyrir sauðburðinn.
Að byria fletja út fyrir skinkuhorn.
Fyllingin beikonostur,skinkumyrja og skinka.
Fékk svo fleiri aðstoðarmenn í hópinn.
Freyja að krydda ofan á með oregano.
Komið úr ofninum.
Búið að skella í poka og svo sett inn í frystir svo nú eru skinkuhornin klár.
Það var mjög sumarlegt á mánudaginn.
Allt leit vel út og farið að grænka með hverjum deginum sem sólin sést.
Svo á þriðjudaginn byrjaði að kólna aftur og orðið grátt i fjöllum.
Og það heldur áfram að vera svona kalt og í dag snjóar áfram.
Hestarnir að viðra sig.
Fyrir mokstur og stungu með skóflu í hesthúsunum.
Smá mundur þegar búið er að stinga í gegn.

Læt þetta duga af bloggi í bili.

22.04.2018 20:37

Gleðilegt sumar og Freyja byrjar að hjóla

Freyja duglega stelpan okkar gerði sér lítið fyrir um daginn og fór að hjóla eins
herforingi án hjálpardekkja þegar mamman og pabbinn gáfu sér loksins tíma til að
losa hjálpardekkinn og koma henni af stað. Hún er svo rosalega ánægð og hjólar 
á hverjum degi til að æfa sig meira og meira og við auðvitað að springa úr stolti
af henni.
Siggi sprautaði fyrir okkur seinni sprautuna fyrir lambablóðasótt og hér erum við 
búnað hólfa niður og allt orðið klárt svo það fari sem rólegast fram.
Krakkarnir í Grunnskólanum voru að selja þessar fallegu rósir og þær standa heldur
betur fyrir sínu og eru mjög tignarlegar.
Aðalfundur Búa var haldinn 16 apríl. Við fengum verðlaunaskjal fyrir þriðja hæðst
stigaða lambhrútinn og svo skjal fyrir veturgömlu sýninguna sem var í fyrra haust
þar áttum við besta mislita og kollótta.

Það má svo sjá nánari umfjöllun um fundinn hér inn á 123.is/bui
En myndir af fundinum eru hér inn í albúmi.

Það styttist nú óðum í sauðburðinn hjá okkur ég kláraði að vinna núna á föstudaginn
ég er búnað vera í afleysingum á leikskólanum frá 8 til 12. Það hefur hentað mér 
rosalega vel því þá næ ég að fara svo beint inn í sveit að gefa og svo snögga sturtu
og sækja börnin í leikskólann og skólann kl 2. Svolítið kapphlaup stundum en 
alltaf gengið vel upp. Núna ætla ég að gefa mér tíma í að undirbúa fyrir sauðburð
sem hefst eftir næstu helgi. Fyrsta á tal 4 maí en gæti orðið eitthvað fyrr því það eru
tvílembdir gemlingar sem eiga tal ásamt fleirum það eru 9 sem eiga tal þá. 
Svo byrjar þetta bara að krafti upp úr því.
Þetta er Bliki frá Bárði og Dóru ég er mjög spennt að sjá lömbin undan honum ég á að
fá 3 lömb undan honum.
Bónus frá Bárði hann fékk hann hjá mér og hann er undan Bekra.
Ég á von á að fá aðeins 2 lömb ég fór með eina kind í hann.
Knarran frá Bárði. Ég er ómótstæðilega spennt yfir að fá lömb undan honum enda 
liturinn geggjaður. Ég á von á 3 lömbum undan honum. Krossa fingur að fá draumalitinn
minn móhosótt með sokka. Ætla taka jákvæðnina á þetta Ég ætla að fá móhosótt emoticon
Skjöldur hans Bárðar sem var Héraðsmeistari í haust. Því óláni varð Bárður fyrir að hann
missti hann í vetur. Ég á von á 2 lömbum undan honum.
Hlúnkur hans Sigga í Tungu hann er undan Skessu og Máv.
Ég á von á 9 lömbum undan honum.
Svanur frá mér undan Máv og Svönu.
Við eigum von á 18 lömbum undan honum.
Kraftur frá okkur og í eigu Emblu dóttur minnar og er undan Ísak.
Við eigum von á 10 lömbum undan honum.
Þessi er því miður ekki til lengur það kom eitthvað fyrir hann og við þurftum að lóa honum.
en fáum allavega eitthvað af lömbum undan honum.

Jæja langaði bara sýna ykkur smá innsýn inn í hvernig lambhrútarnir litu út sem við 
notuðum svo notaði ég líka svartan lambhrút frá Gumma Óla og á von á 6 lömbum
undan honum. 

07.04.2018 22:04

Páskar 2018

Páska bloggið kemur heldur seint en við höfðum það rosalega gott í páskafríinu og höfðum í
nógu að snúast. Emil fór með ullina og fór með restina af rúllum inn í hesthús. Birgitta gisti
hjá okkur tvær nætur og Bjarki Steinn kom og var með krökkunum líka
og það var rosalega gaman hjá okkur. Við fórum til Bárðar inn að Hömrum og fengum að 
skoða hænu unga og það fannst krökkunum æði. Við fórum svo suður á laugardeginum og 
Birgitta fór heim til sín og við áttum frábæran dag með Steinari bróðir Emils og Unni og
krökkunum. Krakkarnir fóru í boltaland og svo fórum við með þau í bíó og sund.
Daginn eftir 1 apríl átti Emil afmæli og það var páskadagur og við fengum Freyju og Bóa, 
Sigga í Tungu,Jóhönnu og Huldu mömmu mína í mat til okkar og það var auðvitað 
lambalæri og lamba fillet í páskamatinn og afmælis kaka í eftirrétt fyrir prinsinn minn.
Gleðilega páska hér eru krakkarnir með hænu ungana hjá Bárði með Kirkjufellið í baksýn.
Allir saman að borða súpu hjá Þórhöllu og Jóhanni.
Popp og video hjá Bjarka, Birgittu, Emblu og Freyju.
Birgitta búnað búa til pizzu.
Og Freyja.
Og Bjarki rosalega duglegur.
Embla svo dugleg að hjálpa mér.
Flottar vinnukonur með mér í fjárhúsinu.
Benóný að kíkja á rollurnar.
Í göngutúr með Messí og Pollý við erum að passa þær meðan Maja systir og Óli eru úti
í Flórída.
Emil með kátu frænku sína hana Kamillu Rún dóttir Steinars bróðir Emils og Unnar.
Á leiðinni til Rvk.
Svo gaman að fá að halda á Kamillu frænku.
Svo gaman hjá Alex að fá að koma í stóra bílinn hjá Emil frænda.
Fórum í bíó á teiknimyndina Lói rosalega skemmtileg.
Emil afmælis prins 1 apríl sem var páskadagur núna í ár.
Hér er Emil með afmælis kökuna og Siggi í Tungu.
Allir búnað finna páskaeggin sín.
Emil með prinsessunum okkar.
Og Messí og Pollý voru líka með í afmælis partýinu.
Kósý hjá krökkunum okkar að fá að borða inn í stofu.
Páska skreytingin.
Birgitta að tala við rolluna sína hana Snotru.
Mættar í hesthúsin.
Að kemba.
Aw svo sætir ungar.
Birgitta og Freyja.
Benóný með unga.
Gemlingarnir hjá Bárði.
Benóný að tala við Golsu sem Bárður fékk hjá okkur.
Skjöldur hans Bárðar þetta hefur örugglega verið síðasta myndin sem tekin var af honum
því hann drapst því miður hjá honum um daginn. Ömurlegt þetta var skjaldhafinn 2017.
Feikilega fallegur hrútur og það verður mikil eftirsjá að hafa misst hann.
Hér eru svo lambhrútarnir hjá honum.
Ég fór með rollur í þennan móflekkótta og er svo spennt að sjá hvaða liti ég fæ vona að 
það sé loksins komið að því ári hjá mér að ég nái að rækta móhosótt.
Svo geggjuð á litinn gimbrin sem Bárður fékk hjá Sigga í Tungu með svarta slettu.
Hér er hún Messí með mér í fjárhúsunum.

Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn í albúmi.
  • 1
Flettingar í dag: 290
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330732
Samtals gestir: 14338
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 22:42:07

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar