Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2021 Maí

31.05.2021 16:55

Sauðburður

Lóa að fara út með lömbin sín.

Kleópatra gemlingur með lömbin sín undan Bibba.

Ronja Rós í jötunni sem er búið að koma fyrir úti fyrir kindurnar.

Hér eru sæðingar bræður undan Tón og það má segja að það hafi verið aðeins of mikið 
þynnt sæðið úr þessu strái he he fengum bara eitt og hálft lamb nei nei hinn hefur greinlega
verið með klemdan naflastreng og ekki þroskast mikið. Hann lifði svo reyndar bara í tvo
sólarhringa svo misstum við þann litla.

Hinn var alger risi og hitt alger písl svakalegur stærðarmunur á þeim.

Ósk var þrilembd en eitt kom dautt og var það mórautt en þessar sem lifðu eru tvær
gráar gimbrar.

Kolfinna með lömbin sín undan Óðinn.

Móna Lísa með þrílembingana sína undan Kol.

Viktoría með lömbin sín undan Óðinn.

Snærós gemlingur með lambi sitt undan Bjart.

Ronja dugleg að hjálpa mömmu og er að skrifa á pappir eins og ég skrifa á blað númerin
sem ég er að marka lömbin.

Búið að koma henni á að fá smá kaffi og matarkex til að dýfa ofan í það er aðal sportið.

Terta með lömbin sín undan Óðinn.

Stelpurnar að hjálpa til að setja út.

Skotta gemlingur með gimbrina sína undan Kol og hún var tvílembd en hitt var vanið
undir kind frá Sigga.
Einstök með lömbin sín undan Þór.

Kóróna gemlingur með gimbur undan Dag.

Ronja Rós og Dögg saman.

Vinkonurnar flottar saman Freyja Naómí,Embla Marína og Erika vinkona þeirra.

Alltaf verið að reyna finna afþreyingu fyrir Ronju svo hún fari sér ekki að voða meðan ég
er að stússast í kindunum.

Hexia með lömbin sín undan Óðinn.

Dúfa með stóru lömbin sín undan Bjart það er hrútur og gimbur.

Snotra hennar Jóhönnu með lömb undan Bjart.

Hér eru aftur lömbin hennar Hexíu undan Óðinn.

Magga Lóa með lömbin sín undan Bibba.

Mávadís með lömbin sín undan Þór.

Rósa með lömbin sín undan Kaldnasa.

Þrílembingarnir hennar Gurru undan Óðinn.
Birta er með þrílembinga undan Bolta.

Djásn er með þrílembinga undan Dag.

Brussa með gimbrar undan Bolta.

Snædrottning með lömbin sín undan Bolta.

Þrílembingarnir hennar Birtu og Bolta.

Fía Sól með gimbur og hrút undan Kol.

Svala hans Kristins með lömnin sín undan Dag.

Hríma með lömbin sín undan Bolta.

Óskadís með eina mórauða gimbur en sónaðist með 3 eitt var löngu dautt og svo kom bara
fóstur. Svo er Gjöf með henni og hún er með mórauða gimbur líka.

Kvika átti að vera með þrjú líka og það var það sama eitt dautt fyrir löngu og svo fóstur
svo hún er bara með einn hrút. Hann er undan Bolta.

Björt með lömbin sín undan Kaldnasa.

Djásn að fara út með þrílembingana sína.

Þær hafa það flott í girðingunni fyrir utan fjárhúsin og svo fá þær gjöf og fóðurbætir út.
Það var svoleiðis fyrstu vikuna því það vantaði alveg meiri gróður en svo kom rigningin
og þá sá maður liggur við grasið spretta og grænka.

Höfn með lömbin sín undan Bolta.

Gyða Sól með hrútana sína undan Dag.

Birta komin út með þrílembingana sína.

Randalín með eina gimbur frá sér og svo fóstrar hún hrút frá Sigga. Randalín var þrílembd
og það kom eitt dautt fyrir nokkum dögum og hitt kanski dautt fyrir viku og þau voru 
bæði flekkótt mjög leiðinlegt og Randalín er í eigu Kristins.

Hér eru stelpurnar að knúsa hana Emblu sem Embla á og lambið hennar þau eru bæði
svo rosalega gjæf.

Ronja Rós að halda á litla sæðis lambinu sem lifði svo bara í 2 daga það var mjög hentugt
af stærð fyrir hana til að halda á því.

Eina kvöldvaktina komu geldu og hrútarnir að kíkja á okkur upp að fjárhúsum og auðvitað
kom Kaldnasi til Emblu til að fá smá knús og klapp alveg yndislegur hrútur.

Benóný og Ronja að leika sér í jötunni og biða eftir að einhverjar kindur komi.

Jæja þetta er svona miðjan á sauðburðinum sem ég er búnað koma niður hér svo er 
fullt af myndum af þessu hér inn í albúmi.


Það er svo ekki nóg að það sé búið að vera nóg að gera í sauðburði þá erum við líka í 
framkvæmum bæði á klósettinu og svo skiptum við um svalahurð inn í stofu.
Hér eru Emil og Danni að taka hurðina úr og hreinsa allt út.

Rífa allt upp .

Þetta var svo skelfilegt undir allt mjög illa farið og alveg kominn tími til að skipta því það hefur lekið hurðinn í langan tíma og gólfíð er allt fúið og ógeðslegt.

Þeir þurftu að rífa allar flísarnar af en þær komu nú bara auðveldlega af í heilu lagi út af því
að það var allt fúið undir og þeir þurftu að skipta um burðarbita í gólfinu og taka hluta af
gólfplötunni.

Baðherbergið er allt í vinnslu og langt komið á leið.

Hér er svo komin mynd á þetta baðið komið upp og klósettið og innréttingin að fara klárast
svo þetta er mjög spennandi og gaman þegar þetta verður búið. Bói er svo mikill snillingur
hann er búnað vera gera þetta allt fyrir okkur og er svo vandvirkur og góður í þessu við erum honum ævinlega þakklát.

Hér er hann að störfum fyrir utan hjá okkur á fullu að klæða veggina að innan.

16.05.2021 08:56

Sauðburðar byrjun

Móna Lísa með þrílembingana sína undan Kol. Það eru 2 gimbrar og einn hrútur og ein 
gimbrin er mógolsuflekkótt þessi í miðjunni.

Lóa bar í fyrsta sinn 3 vetra. Hún var geld gemlingur og svo sónaðist í henni sem tvævettla
en ekkert lamb kom hefur látið því svo ég tók séns á henni þriðja veturinn og hún kom með
þessi fínu lömb tvær gimbrar eina mógolsótta og eina mórauða undan Kol.

Melkorka gemlingur með lömbin sín tvær gimbrar undan Viðari sæðingarstöðvarhrút.

Snærós gemlingur með hrút undan Bjarti.

Viktoría með gimbrar undan Óðinn. Hún byrjaði með mikið vesen hún vildi ekki hvíta lambið
heldur bara svartbotnótta en við settum þau í tunnu og tókum þau svo alltaf upp úr og leyfðum þeim að sjúga og þetta tók alveg 4 daga en þá gaf hún sig og tók lambið. Mér finnst
alltaf svakalega sérstakt þegar þær taka upp á þessu sérstaklega á sínum eigin lömbum.

Hér er Ronja Rós vinnukona sem gefur ekkert eftir að leggja sitt að mörkum í að hjálpa.

Hér er Skrúfa hans Sigga með flott lömb undan Kost sæðingarstöðvarhrút. Það verður 
spennandi að skoða hrútinn hennar í haust.

Benóný kátur að skoða lömbin og vill spekja þau öll.

Freyja kát að kíkja á hana Einstök með gimbrar undan Þór Ask syni.

Tuðra gemlingur sem er í eigu Kristins bar tvílembd en Siggi vandi undan henni annað.
Hún er flott kind og mjólkar vel.

Hér er stærri gemlingur frá Sigga sem hann vandi undir frá Tuðru.

Kóróna gemlingur með gimbur undan Dag Mínussyni.

Terta með hrút og gimbur undan Óðinn, Óðinn er undan Vask sem var undan Ask.

Stelpurnar kátar saman Embla,Freyja og Erika vinkona þeirra.

Svört gimbur með hvíta krónu undan Emblu og Glitni sæðingarstöðvarhrút.

Rósa hennar Emblu með flekkótta gimbur og hvítan hrút undan Kaldnasa.

Skotta gemlingur var með tvö og ég vandi annað þeirra undir Tinnu hans Sigga. Hér er hún
með gimbrina sína sem er mógolsótt með smá blesu í framan og hún er undan Kol.
Kolur er mógolsóttur sjálfur og gefur mjög mikið af því en það er líka komin ein mórauð gimbur ég er að vonast eftir að fá mórauðan hrút úr þeim sem eru eftir að bera.

Embla Marína með Einstök sinni sem er alveg einstaklega blíð við krakkana. Einstök er 
undan Hosu og Viking hans Bárðar og er alsystir Bolta sem Kristinn á.

Hér eru rosalega falleg lömb hjá Sigga undan Þór Ask syni.

Hér eru þau með móðurinni sem er Lotta hans Sigga.

Hér er Tinna hans Sigga með hrút undan Bolta og svo fékk hún hrút frá Skottu frá mér.

Hér fara svo fyrstu ærnar út í tún og hér er Mávadís með golsuflekkótta gimbur og hvítan
hrút undan Þór Ask syni.

Hér sést hrúturinn á móti henni.

Hér eru þær fegnar að fara út í góða veðrið bara vantar aðeins meiri hita úti.

Þetta er svona byrjunin á sauðburðinum og á ég eftir að koma fullt af meira efni hér inn þegar meiri tími gefst til að setjast niður og blogga.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

06.05.2021 12:01

Þrílembdur gemlingur hjá Gumma Ólafs Ólafsvík

Hér er Gummi með þrílembingana undan gemling sem hann á og þetta eru svakalega
flott lömb og mjög stór af gemlings þrílembingum að vera.

Hér er hún svo með flottu lömbin sín og er með þau öll undir sér en það stendur til að
taka eitt undan henni þegar næst gefst færi á.

Hann hefur gefið þeim smá með til að létta á henni en annars er hún ótrúlega dugleg að 
hugsa um þau.

Hér er annar gemlingur hjá honum og eins og þið sjáið er hann með tvö og þau eru bara
í sömu stærð og þrílembingarnir.

Þessi er með hrút og gimbur undan Glám sæðingarstöðvarhrút.

Þessi er með fallegar flekkóttar gimbrar.

Embla var alveg að elska alla litina hjá Gumma.

Hér er Gummi að kalla á þær til sín með brauði.

Hér eru þær svo komnar til hans.

Hér er Þoka hún er með þrílembinga undan Glám sæðingarstöðvarhrút en tvö ganga
undir henni.

Hér erum við svo komin inn í fjárhús hjá okkur að sýna Ronju lömbin.

Svo gaman hjá þeim systrum.

Hér eru hrútur og gimbur undan Mávadís og Þór.

Ronja og Embla að tala við Gjöf.

Hér tók Embla mynd af mér vera sprauta eina með kalki sem er búnað vera lystalaus og
með köld eyru svo hún er með doða.

Ronja Rós prakkari reif prins póló af Emblu systir sinni og eftir að hún komst á bragðið
var engin leið fyrir Emblu að fá það aftur.

Embla hennar Emblu bar í gærkveldi. Hún er með gráa gimbur undan Glitni sæðingarstöðvar
hrút. Embla er tvævettla undan Fáfni sæðingarstöðvar hrút.

Hér er Melkorka með gimbrarnar sínar undan Viðari sæðingarstöðvar hrút.

Hér er Ronja Rós búnað rífa af sér vettlingana og húfuna alsæl og hleypur um fjárhúsið.

Það eru svo fleiri myndir frá heimsókn minni til Gumma hér inn í albúmi.

05.05.2021 13:34

Burður hjá Sigga byrjar og heimsókn til Bárðar.

Sletta hans Sigga kom með tvær gimbrar undan Ingiberg eða Bibba eins og við köllum hann
og þær eru mjög þykkar og fallegar.

Mávadís með hrút og gimbur undan Þór. Þetta eru því fyrstu lömbin undan honum.

Benóný Ísak,Freyja Naómí og Embla Marína svo lukkuleg og komu strax í fjárhúsin að sjá fyrstu lömbin.

Ronja Rós að fá að koma við lömbin í fyrsta sinn lukkuleg með Freyju systur sinni.

Ronja Rós er alveg að elska sveitina.

Glæsileg lömb hjá Bárði tvær móhosóttar gimbrar.

Hér eru lamba kóngarnir hjá Bárði og þeir eru undan Dag frá mér.

Benóný lukkulegur.

Hér er Eyrún hjá Bárði sem hann fékk hjá Sigga.

Hér sést svarta skellan framan í henni og svo eitt eyra líka. Þessi sem er hliðina á henni er 
veturgömul og var með lambi þegar hún var graslamb og stökk óvart yfir í hrútana í fyrra
var með lamb sem var stærri en hún sjálf og núna er hún með tvö og alveg flóðmjólkar eins og sést á lömbunum hennar.

Þetta er svo töff.

Flott aðstaða hjá Bárði yfir sauðburðinn hann er með tjaldvagn inn í Hlöðu fyrir næturvaktina mjög sniðugt.

Svo er hann með grill líka og hér eru krakkarnir að grilla sykurpúða rosa sport.

Hér eru gemlingarnir hjá Bárði og Dóru.

Flottur veturgamli hrúturinn hans Bárðar sem er undan Víking.

Mjög þroskamikill og fallegur.

Mér finnst hann svakalega þykkur og flottur.

Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi.

04.05.2021 08:43

Myndavél sett upp og sauðburður hefst.

Kristinn og Matti redduðu myndavél í fjárhúsið og hér eru þeir ásamt Sigga að setja
hana upp. Þetta verður alger bylting fyrir okkur að geta bara kíkt á þetta í símanum og
þar af leiðandi að spara mér nokkrar ferðirnar inn eftir alveg snilld.

Hér er svo myndasyrpa af hrútunum þegar við hleyptum þeim út.

Hér er Kolur og Bolti.

Hér er Kolur í víghug.

Endaði svo svona he he Bolti vann þennan slag.
Sprelli og Bolti.

Já það voru smá hasar í boði.

Hér eru prinsarnir og Bolti búnað láta hornskella sig þau voru kominn allt of nálægt svo
Siggi og Kiddi tóku af honum.

Hér er Kiddi og Emil með Ronju Rós að fylgjast með áflogunum.
Kiddi og Siggi ráku svo stóru hrútana frá svo hægt væri að sleppa veturgömlu út.

Hér eru þeir komnir Dagur,Óðinn og svo Ingibergur.

Hér er Þór sá golsótti og svo Óðinn.

Hér er Þór hann er undan Ask Kalda syni.

Hér fljúgast Þór og Dagur saman.

Aftur stangast þeir.
Dagur og Ingibergur kallaður Bibbi. Bibbi lofar góðu og er mjög flottur eftir veturinn.

Enn stangast þeir tveir.

Hér eru þeir enn að derrast Dagur og Þór en Bibbi og Óðinn eru slakir.

Óli mættur til að skoða myndavéla kerfið hjá okkur og finna hvar best er að hafa ráderinn.

Hér er Kiddi í klaufsnyrti kennslu hjá Sigga og hann er útskrifaður klaufsnyrtir.

Það er vandað til verka.

Við græjuðum svo ullina á kerruna og Siggi og Kiddi fóru á mínum bíl með hana.

Hér eru svo hrútarnir og geldu gemlingarnir að spóka sig í veðurblíðunni.

Glæsilegur Snæfellsjökullinn í baksýn.

Sauðburður hófst svo 3 maí en það var hún Melkorka gemlingur sem bar tveim gimbrum
undan Viðar sæðingarstöðvarhrút en hún átti ekki tal fyrr en 7 maí. Það var svo alger 
snilld að sjá í myndavélinni um moguninn því ég vaknaði með Ronju rúmlega 6 um 
morguninn og þá sá ég Sigga að vera koma henni fyrir eftir að hún var búnað bera svo þetta
verður mjög spennandi og gaman að fá að hafa svona myndefni í beinni útsendingu og fylgjast með þeim.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

03.05.2021 23:04

Ronja Rós í aðlögun á leikskólann,Fjöruferð og fleira.

Við fórum til Reykjavíkur um daginn og komumst að því að rennibrautirnar voru búnað opna
í Keflavík þessar nýju svo við urðum að gera okkur ferð þangað og leyfa Benóný að prófa.
Við tókum Magga bróðir með okkur og Benóný var alsæll með þær og Ronja Rós líka hún var jafn áhugasöm og Benóný að renna sér inni í Vatnaveröldinni. Þetta er alveg glæsileg sundlaug hjá Reykjanesbæ.

Hér eru þessar nýju þær eru tvær og enda báðar í skúffu sú minni fer hraðara en sú hærri.

Ronja Rós fór í sína fyrstu leikskóla heimsókn um daginn og fannst mjög gaman fyrst
og allt gekk vel hún tók ekki einu sinni eftir mér úti en svo þegar leið á vikuna og ég var
farin að fara í burtu var þetta ekki eins skemmtilegt og hún varð alveg brjáluð. Ekki tók svo betra við að hún fékk ælupest og var veik í tvo daga og náði svo að smita alla heima nema
mig sem betur fer þetta var hrikalegt við með klósettið bara með því að sturta niður með 
fötu því við erum enn í framkvæmdum með það og mikið að þvo af rúmunum því Ronja 
ældi tvisvar yfir allt rúmið en hin eldri voru mjög dugleg að hlaupa á klósettið. Amma Freyja smitaðist svo líka og Jóhanna frænka þeirra og Emil greyjið kom heim í tvo daga og þá stóð þetta yfir svo þegar hann fór á sjóinn fékk hann þetta líka svo þetta var nú meiri pestin.

Hér er hún að borða og þá verður að læra að sitja kyrr og ekki klifra upp á borð.

Hún elskar rennibrautina á leikskólanum. En núna i dag fór hún klukkan 8 og var alveg til hálf 2 svo þetta er allt að koma hjá henni.

Gaman að leika með sápukúlur hún varð svo 19 mánaða núna seinast liðinn 27 apríl.

Hér er hún og Skuggi vinur hennar en hann er búnað kveðja okkur núna hann var í eigu
Þórhöllu og Jóhanns og var inn í sveit hjá Freyju og Bóa en hann var orðinn svo gamall og hættur að borða svo hann sofanði um daginn og verður hans sárt saknað og blessuð sé minning hans.

Að skottast með mér inn í Tungu.

Fékk fyrsta ísinn sinn um daginn og eftir það má ekki keyra framm hjá sjoppunni þá segir 
hún má ég fá ís he he fljót að læra.

Fórum í fjöruna einn daginn til að viðra okkur eftir ælupartýið heima.

Það var frekar kalt en samt svo frískandi.

Freyja Naómí.

Embla og Ronja.

Svona er klósettið okkar núna og hér er Bói yfirsmiður og Emil aðstoðar hann.

Ronja Rós sínir mikinn áhuga á því þegar afi hennar er að skoða myndbönd um fibo 
baðplötur.

Benóný Ísak með Doppu sína.

Hér er Embla Marína og Bói á hestbaki.

Hér eru þau kominn inn í Varmlæk frá Ólafsvík.

Ronja Rós fékk að prófa að sitja.

Hér eru þau svo farin aftur til baka og Embla alveg eitt bros og svo ánægð að afi hennar skyldi vera svona frábær að koma með henni.

Svo gaman í sveitinni.

03.05.2021 12:20

Heimsókn á Berg til Önnu Dóru og Jón Bjarna

Hæ ég ætlaði að vera löngu búnað koma þessu bloggi hér inn en hef ekki komist í það fyrr en núna því ég hef verið með Ronju Rós í aðlögun á leikskólanum og svo er Emil að róa í Grindavík og ég er því ein heima með börnin og þá er dagurinn alveg uppbókaður.

Við fórum sem sagt 4 apríl í heimsókn á Rækrunarbúið á Bergi hjá Önnu Dóru og Jón Bjarna
og fengum að skoða stóðhestana hjá þeim sem eru alveg glæsilegir og til stendur hjá okkur eftir að Embla Marína dóttir okkar hefur suðaða og suðaða um að fá folald að fara með 
merina hennar Heru í stóðhest hjá þeim og Sægrímur varð fyrir valinu hjá Emil og henni sem hafa miklar skoðanir og pælingar í þessu ásamt því að fá mikla leiðsögn og meðmæli hjá Jón Bjarna sem tók okkur í frábæra skoðun og fræðslu um þá alla. Það var alveg æðislegt
að koma til þeirra og stelpurnar fengu meira segja að fara á hestbak með Sól inn í 
reiðskemmunni hjá þeim.

Hér er merin hennar Emblu sem heitir Hera og er undan Svein Hervari.

Hér er Sægrímur sem er svakalega fallegur.

Krakkarnir voru svakalega hrifnir af litnum á þessum.

Benóný hitti svo hana Tótu sem er fræg fyrir að hafa komið í blöðin með Sól dóttur þeirra og hún er einstaklega gjæf og var einu sinni heimalingur.

Stórir og fallegir gemlingarnir hjá þeim.

Hér eru svo ærnar hjá þeim.

Hér er Sól að sýna stelpunum forrystu kindina sína og Embla var alveg heilluð og langar svo mikið í svona kind sem hún getur verið með í taumi. Jón og Anna sögðu okkur magnaðar
sögur um hana sem þau notuðu hana til að sækja lamb sem þau sáu upp í fjalli og þurftu að ná inn þá slepptu þau henni og hún fór og jarmaði til lambsins og þá kom það til hennar og hún leiddi það heim á hlað. Þær eru alveg magnaðar þessar forrystur þær vita hvað þær eru að gera. Hér er Freyja ,Embla og Sól með hana.

Hér er Embla alveg alsæl með hana í taumi og Benóný fylgist með.

Hér er Jón Bjarni og Emil að skoða fyrstu verðlauna merarnar.

Jón Bjarni fór svo með okkur niður að vita og út á Bjarg þangað hafði ég aldrei komið og það er þvílík náttúrufegurð að sjá.

Hér má sjá niður í fjöru.

Hér er svo stuðlaberg fyrir neðan krakkana.

Hér er vitinn.

Krakkarnir komnir niður í fjöru að leika sér á klakanum.

Hér eru þau svo að koma upp aftur.

Allir búnað hreyfa sig og labba upp aftur með Kirkjufellið í baksýn.

Hér eru svo folaldsmerarnar.

Embla alveg til í þetta langar bara að fara í vinnu hjá þeim he he.

Hér er Sægrímur úti.

Embla er alveg heilluð af honum.

Embla er líka mjög hrifin af honum ég man ekki hvað hann heitir hann er líka svakalega
fallegur og rosalega fallegur á litinn.

Svo flottur.

Styllti sér svo upp fyrir framan tignarlega Kirkjufellið.

Þetta verður svo spennandi vonandi heldur Hera þegar við förum með hana í Sægrím.
Hún var í hestalátum í apríl svo hún verður aðra vikuna í maí örugglega aftur.


Embla Marína að baka með mömmu sinni gulrótaköku.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessari ferð.
  • 1
Flettingar í dag: 290
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330732
Samtals gestir: 14338
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 22:42:07

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar