Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

16.05.2021 08:56

Sauðburðar byrjun

Móna Lísa með þrílembingana sína undan Kol. Það eru 2 gimbrar og einn hrútur og ein 
gimbrin er mógolsuflekkótt þessi í miðjunni.

Lóa bar í fyrsta sinn 3 vetra. Hún var geld gemlingur og svo sónaðist í henni sem tvævettla
en ekkert lamb kom hefur látið því svo ég tók séns á henni þriðja veturinn og hún kom með
þessi fínu lömb tvær gimbrar eina mógolsótta og eina mórauða undan Kol.

Melkorka gemlingur með lömbin sín tvær gimbrar undan Viðari sæðingarstöðvarhrút.

Snærós gemlingur með hrút undan Bjarti.

Viktoría með gimbrar undan Óðinn. Hún byrjaði með mikið vesen hún vildi ekki hvíta lambið
heldur bara svartbotnótta en við settum þau í tunnu og tókum þau svo alltaf upp úr og leyfðum þeim að sjúga og þetta tók alveg 4 daga en þá gaf hún sig og tók lambið. Mér finnst
alltaf svakalega sérstakt þegar þær taka upp á þessu sérstaklega á sínum eigin lömbum.

Hér er Ronja Rós vinnukona sem gefur ekkert eftir að leggja sitt að mörkum í að hjálpa.

Hér er Skrúfa hans Sigga með flott lömb undan Kost sæðingarstöðvarhrút. Það verður 
spennandi að skoða hrútinn hennar í haust.

Benóný kátur að skoða lömbin og vill spekja þau öll.

Freyja kát að kíkja á hana Einstök með gimbrar undan Þór Ask syni.

Tuðra gemlingur sem er í eigu Kristins bar tvílembd en Siggi vandi undan henni annað.
Hún er flott kind og mjólkar vel.

Hér er stærri gemlingur frá Sigga sem hann vandi undir frá Tuðru.

Kóróna gemlingur með gimbur undan Dag Mínussyni.

Terta með hrút og gimbur undan Óðinn, Óðinn er undan Vask sem var undan Ask.

Stelpurnar kátar saman Embla,Freyja og Erika vinkona þeirra.

Svört gimbur með hvíta krónu undan Emblu og Glitni sæðingarstöðvarhrút.

Rósa hennar Emblu með flekkótta gimbur og hvítan hrút undan Kaldnasa.

Skotta gemlingur var með tvö og ég vandi annað þeirra undir Tinnu hans Sigga. Hér er hún
með gimbrina sína sem er mógolsótt með smá blesu í framan og hún er undan Kol.
Kolur er mógolsóttur sjálfur og gefur mjög mikið af því en það er líka komin ein mórauð gimbur ég er að vonast eftir að fá mórauðan hrút úr þeim sem eru eftir að bera.

Embla Marína með Einstök sinni sem er alveg einstaklega blíð við krakkana. Einstök er 
undan Hosu og Viking hans Bárðar og er alsystir Bolta sem Kristinn á.

Hér eru rosalega falleg lömb hjá Sigga undan Þór Ask syni.

Hér eru þau með móðurinni sem er Lotta hans Sigga.

Hér er Tinna hans Sigga með hrút undan Bolta og svo fékk hún hrút frá Skottu frá mér.

Hér fara svo fyrstu ærnar út í tún og hér er Mávadís með golsuflekkótta gimbur og hvítan
hrút undan Þór Ask syni.

Hér sést hrúturinn á móti henni.

Hér eru þær fegnar að fara út í góða veðrið bara vantar aðeins meiri hita úti.

Þetta er svona byrjunin á sauðburðinum og á ég eftir að koma fullt af meira efni hér inn þegar meiri tími gefst til að setjast niður og blogga.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 1053
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 716008
Samtals gestir: 47214
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:28:36

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar