Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2015 Júní

15.06.2015 23:30

Sauðburðarlok 2015

Jæja þá er búið að sleppa öllu fé út þetta árið. Það er nú ekki búið að vera mjög
sumarlegt hjá okkur en vonandi fer þetta nú að koma hjá okkur.

119 lömb eru á lífi.

9 lömb dóu á sauðburði.

2 fórust af slysförum.

61 gimbur er lifandi eftir þetta vor.

58 hrútar eru lifandi.

ðislömb voru 17.

11 gimbrar og 6 hrútar.

Hængur á 5 afkvæmi
Myrkvi   á 5 afkvæmi
Saumur    3
Jóker        2
Bekri         2

Nú er bara krossleggja fingur að þetta heimtist allt vel af fjalli í haust.


Finnst þessi mynd allveg æðisleg hér er Freyja með lamb hjá Bárði og Dóru á Hömrum.

Sæðislömbin undan Kápu og Myrkva fæddir þrílembingar eitt var vanið undan sem er 
ekki á myndinni og var svo óheppin að það var keyrt á það um daginn það var svartur
hrútur með hvíta stjörnu.
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi

Benóný með gimbrina undan Skvísu sem er þrílembingur.

Smá prufu myndataka hjá mér fyrir Brúðkaupið okkar.

Það fór vel um rollurnar um daginn þegar versnaði veðrið svo mikið að við rákum allt 
inn og settum þær inn í hlöðu hjá Sigga og hann var búnað útbúa þessar flottu jötur
fyrir þær. Hér er svo Bói og Siggi að klaufsnyrta.

Hrifla með hrútinn sinn undan Hæng.

Hér er verið að fara sleppa lambhrútunum inn í Mávahlíð.

Það er nú aðeins farið að grænka en hlíðin er ansi líflaus miðað við júní.

Kíktum á Arnar á Kálfárvöllum og hér má sjá féið hans. Hann er að taka fyrir okkur
2 hesta í tamningu.

Ég svo lukkuleg með gimbranar undan Rauðhettu báðar fallega svarflekkóttar.

Botnleðja með hrút og gimbur botnuflekkótt undan Glaum hans Sigga.

Hekla með lömbin sín.
Það má svo sjá fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Álft gemlingur bar seinust þessari fallegu hvítu gimbur.

Hér fara þær út seinustu lambærnar þetta árið og það er nú aðeins farið að grænka
meira en hlíðin er enn frekar dauf.
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér.

Stóri strákurinn okkar hann Benóný Ísak er hér að útskrifast úr leikskólanum.
Vá hvað tíminn líður hratt okkur finnst hann en vera svo lítill og nýfæddur.

Hér er svo útskriftarhópurinn hans svo flottir krakkar.
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér í albúmi.

Jæja svo er það alvaran sem tekur við núna og það er að fara demba sér út í að plana
Brúðkaupið okkar sem á vera núna 27 júní. Svo það er ekki seinna vænna en að drekkja
sér í hugmyndum og plani því nú er sauðburður á enda og tíminn líður ansi hratt.

Þetta er samt allt að skríða saman hjá okkur og planið er að það verði geggjað gott veður
sem ég er auðvitað búnað panta hjá Fróðahreppi því ég ætla hafa athöfnina út á túni inn í
Mávahlíð og þemað verður auðvitað Rolluþema og skærbleikur verður liturinn en ekki hvað
he he þeir sem þekkja mig kemur það allavega ekkert á óvart.

Þetta er sem sagt ástæðan fyrir því að ég er búnað vera ansi tímalaus til að geta bloggað
hér inn. Mér var svo síðan rænt úr byrjuninni á sauðburðinum og gæsað mig.
Fékk þó að senda sms hvort eitthvað væri búið að bera því spenningurinn var í hámarki
yfir sæðislömbunum sem áttu að koma þá en þær fundu þetta á sér rollurnar og héldu
í sér meðan á gæsuninni stóð he he.
Það var farið með mig suður í Kjós í húsið hjá Togga og Höllu foreldrum Irmu 
vínkonu minnar og gist þar. Um morguninn var farið með mig í lystflug sem var eitt það
hræðilegasta sem ég hef gert á ævinni en jafnframt það skemmtilegasta og frumlegasta
sem ég hef á ævinni upplifað ,það var allveg æði. Síðan var farið í bogfimi og lasertag
sem var líka rosalega gaman. Síðan tók við kósý heit í heitum potti í spa og þar fékk ég
svo föðrun og greiðslu frá vínkonum mínum og við klæddum okkur í betri fötin og þegar
við komum úr því var draumur minn uppfylltur sem ég hef dreymt lengi um. Það kom
Hömmer limmó sem beið fyrir utan eftir okkur og keyrði með okkur rúnt um bæinn, 
það var algert æði svo enduðum við að borða á Ask veitingarhúsi frábæra nautasteik
og svo var kíkt smá tjútt niður í bæ að dansa og svo keypt subway og aftur upp í bústað
um 2 um nóttina og þar gáfu frábæru vínkonur mínar og Maja systir og mákonur 
mér gjöf sem var gjafabréf í snyrtingu hjá Rán snyrtistofu. 
Ég er allveg óendalega þakklát fyrir að eiga þessar frábæru vínkonur, 
Maju systir og mákonur 
sem gerðu þennan dag svo fullkominn í alla staði og ég tala ekki um 
hvað þær lögðu mikið á sig að gera þetta allt fyrir mig. Elska þær óendalega mikið emoticon

Hér má svo sjá mig í löggubúning sem þær létu mig fara í og hér er ég við flugvélina
sem ég fór í .


  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 233
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 331689
Samtals gestir: 14673
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 08:02:18

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar