Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2010 Ágúst

19.08.2010 23:01

Benóný Ísak 1 árs

Jæja tíminn er sko aldeilis fljótur að líða því litli sæti strákurinn sem er svo nýkominn í heiminn er orðinn árs gamall. Það var haldið kaffi fyrir hann og fjölskylda og vinir mættu og samglöddust honum það vantaði þó guðfeðurna tvo og var þeirra sárt saknað en þeir eru að byrja nám í lögfræði í háskólanum heldur betur flottur árangur hjá þeim Steinari og Magnúsi líka eins gott þeir þurfa að standa sig í guðfeðra hlutverkinu he he. Veislan gekk vel og er Benóný alltaf að fara meira fram í að labba og tók hátt í 23 skref í dag rosa montinn og fékk hann fullt af fallegum gjöfum bæði dót og föt og þakka ég kærlega öllum fyrir komuna og gjafirnar og vona að allir séu vel saddir og ánægðir því ég veit að Benóný er hæðst ánægður með daginn og ætlaði aldrei að sofna því það var svo gaman að öllu nýja dótinu en það hafðist og þá fengum við að klára að þrífa og slappa af. Maður er samt alltaf óskaplega feginn þegar svona afmæli og veislur eru búnar það er alltaf ákveðið stess sem fylgir þessu.

Stóri strákurinn okkar.

Allir segja sís og svo klikkaði ég allveg á að taka mynd af afmælistertunni ýkt fúl.

17.08.2010 20:04

Hænur og Hrútar

Það er allt að gerast í sveitinni hjá Bóa og Freyju því Bói er búnað unga út fullt af hænu ungum og nú eru þeir sko orðnir stæðulegir og hlaupa út um allt og ekki er það allt því hann er kominn með 40 egg í viðbót sem hann ætlar að unga út svo það verður kátt í koti. Benóný fékk náttla að kíkja á þær og klappa þeim og var pínu hræddur fyrst en svo lagaðist það allt saman. Hrútarnir voru inn á túni fyrir utan fjárhúsin svo við ákváðum að reka þá inn og klippa á þeim klaufarnar.  Golsa og Stjarna voru inn í túni líka með stóru hrútana sína sem fæddust fyrst og ætluðum við sko aldeilis að reka þær inn líka og taka á hrútunum sem virka svakalega flottir en nei hún Golsa stökk yfir girðinguna fyrst og hinar á eftir og svo náðum við henni aftur og Snorri Rabba og Kalli áttu leið hjá og ætluðu að hjálpa okkur en það tókst ekki betur en það að hún tók strauið beint út um hliðið sem var opið algjör synd að hafa ekki fattað að loka því sérstaklega þegar maður er að reyna reka hana. Svo þannig fór það og við fáum ekkert að skoða þau fyrr en í haust he he. Hrútarnir rötuðu þó beinustu leið inn og gekk það allt vel og Emil klippti þá alla og voru þeir bara nokkuð góðir það þurfti allavega ekki mikið að snyrta þá.

Hæna á grein.

Benóný Ísak að klappa þeim.

Hrútarnir Flekkur 08, Herkúles 06, Toppur 08, Moli 09, Rambó 09.

Upprennandi bændur á ferð Benóný og Birgitta voru svaka köld í fjárhúsunum.

13.08.2010 00:58

Akureyri og fleira.

Fórum á Akureyri á föstudaginn og Maja,Óli og Karítas líka og dvöldum við þar í fimm daga. Það var mjög fínt við kíktum á fiskidagana á Dalvík og þar var allt troðið af fólki. Við fórum svo í keilu og kíktum rölt í Lystagarðinum og Kjarnaskóg sem var allveg yndislegt og veðrið var allveg æði 20 stiga hiti og sól. Maja og þau fóru svo heim deginum á undan okkur en við vorum lengur og kíktum rúnt á Ólafsfjörð og Siglufjörð svo þetta var bara mjög gaman hjá okkur. Áður en við fórum á Akureyri kom Guðmundur Óli og Maggý í heimsókn með Lindu Mjöll og var Benóný var afar hrifinn af henni enda hljóp hún næstum um allt og hann var allveg óður að geta ekki farið á eftir henni en reyndi ákaft að labba svo þetta fer nú allt að koma hjá honum. Það eru myndir af þeim og ferðalaginu í albúmi svo endilega skoðiði og kommentið emoticon


Stoltur allveg að fara labba.

Bara flottastur.

Sæt saman Karítas Bríet og Benóný Ísak.

03.08.2010 16:21

Ferðalag á ýmsa staði

Byrjuðum á að fara í Hveragerði á Hótel Örk og vorum þar í tvær nætur og rúntuðum á Apavatn til Jóhanns og Þórhöllu og kíktum svo á Gullfoss og Geysi. Nærst fórum við svo í Húsafell og var Freyja og Bói með bústað þar og gistum við þar í tvær nætur og höfðum það kósý í heitapottinum og svo var brenna og brekkusöngur með Eyfa og var það mjög gaman við hittum einnig Ágúst bróðir hann var þar með fjölskylduna sína. Við fórum svo rúnt í Munaðarnes til Björk og Guðna og þar var Dagmar amma hans Emils og Dísa systir Freyju og þar var grillað æðislegan mat og spjalllað og þótti Benóný voða gaman að hitta langömmu og ættingja. Það er svo skondið að segja frá því að þetta er í annað skipti sem við fáum lánaðan tjaldvaginn hjá Freyju og hann er svo ekkert notaður fær bara að fara á rúntinn með okkur he he það hlýtur að koma sá tími að hann verði notaður. Jæja þetta verður þá ekki lengra en það eru svo fullt af nýjum myndum í albúminu.

Yndislegt veður í Mávahlíð.

Það er gaman að segja frá því að þessi ungi fæddist í vegkantinum í afleggjaranum í Mávahlíð og er það mesta furða að hann náði að komast til lífs því það var hálf hættulegt að verpa þarna sem bílar keyra ótt og títt í gegn.

Þeir braggast vel hænu ungarnir hjá honum Bóa.

Í Húsafelli.

Prinsinn fékk fyrirfram afmælisgjöf frá Maju og fjölskyldu og er hann vel montinn með slökkviliðsbílinn sinn.
  • 1
Flettingar í dag: 265
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330707
Samtals gestir: 14338
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 22:19:42

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar