Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2022 Ágúst

31.08.2022 15:59

Vaíana og Randalín koma niður í hlíð


Hér er Vaiana með gimbrina sína undan Fönix.

 


Hér er hin systirin og þær voru rennandi blautar enda hundleiðinlegt veður rigning og rok og þess vegna ákvað ég að fara rúnt í von um að sjá eitthvað nýtt komið niður. Þessar systur eru vel vænar og næstum jafnstórar og mamma sin.

 


Hér er svo hún Randalín sem Kristinn hefur verið að bíða eftir að sjá í allt sumar og hún stendur sig vel og er með öll sín þrjú undir sér og það eru tvær gimbar og einn hrútur undan Húsbónda Glitnissyni frá Bárði Grundarfirði.

 


Hér er svo gimbrin hennar Randalín sem var minnst fædd en hún hefur stækkað vel og eru þau bara mjög jöfn að sjá þó svo að þau séu rennandi blaut.

 


Hér er Moldavía gemlingur með gimbrina sína undan Óðinn.

 


Pila gemlingur með gimbrina sína undan Bibba.

 


Sletta hans Sigga með hrút undan Bibba fæddur tvílembingur en hitt drapst í burði á móti honum. 

Hann er mjög langur og fallegur hrútur.

 


Gimbur undan Spyrnu gemling og Dag.

 


Emil fór í veiðiferð eins og hann hefur gert ár hvert með útgerðastjóranum sínum og fleirum og er meðfylgjandi mynd af Emil í fyrra en núna i ár var hann heldur betur óheppinn hann skar sig á kaf milli vísifingurs og löngutöng og það þurfti að sauma 9 spor en hann lét það ekki stoppa sig og hélt áfram að veiða á sunnudeginum og náði þá að landa einum lax.

 

 

28.08.2022 22:18

Rúntur 28 ágúst


Príla hans Sigga með tvær gimbrar undan Ramma sæðingarstöðvarhrút.

 


Snædrottning með gimbur undan Bolta.

 


Spyrna gemlingur með sína gimbur undan Dag og svo er hin fyrir aftan hana hin gimbrin hennar Snædrottningu. Fremst er svo Dorrit hans Kristins sem varð afvelta og hún hefur ekki náð að hitta lömbin sín aftur svo hún er bara ein.

 


Hér sést betur gimbrin hennar Spyrnu sem er fyrir aftan hana og svo er Dorrit fremst.

 


Hrútur undan Snúllu hennar Jóhönnu og Prímus.

 


Hér er hinn á móti. Þeir eru mjög stórir og fallegir.

 


Grána gemlingur hans Sigga með tvo svakalega væna hrúta undan Ljúf.

 


Botna gemlingur frá Sigga með lambið sitt.

 


Hláka hans Sigga sem var fjórlembd en gengur með tvö undir er hér með hrút og gimbur undan Ramma sæðingarhrút.

 


Hér sést gimbrin betur.

 


Hexía með lömbin sín undan Ljúf.

Þá er þetta komið í bili af þessum rúnti en sá þó nokkrar nýjar núna sem ég hafði ekki rekist á áður þessar frá Sigga og svo Snædrottningu og Spyrnu.

 

25.08.2022 11:01

Rúntur 24 ágúst

Rákumst á þessar tvær gimbrar móðurlausar og það tók mig smá tíma að læðast að þeim og reyna finna rétta sjónarhornið til að ná mynd af númerinu hjá þeim svo ég myndi ná að sjá undan hverju þær væru en það hafðist þó og kom í ljós að þetta eru gimbrar undan Mávadís og Bassa. Ég er svo búnað taka rúnt eftir þetta og það bólar ekkert á Mávadís svo ég er ansi hrædd um að ég afskrifi hana á lífi fyrst hún sést hvergi.

 


Þetta eru mjög fallegar gimbrar og miðað við stærðina á þeim er ekki langt síðan hún hefur drepist eins voru Siggi og Kristinn búnað sjá hana fyrir ekki svo löngu.

 


Þessi gimbur er undan Ramma sæðingarstöðvarhrút og Kleópötru.

 


Terta með þrilembingana sína og svo móðurlausu gimbrarnar fyrir ofan hana.

 


Ég sagði Emblu minni að læðast ofur rólega að Viktoríu því ég var áður búnað ná að klappa henni úti og það gekk eftir hún er svo æðisleg kind hún var svo góð og leyfði þeim að klappa sér og svo ætlaði hún bara elta þær þegar þær voru að fara. Viktoría er undan Hexíu minni og Vikíng frá Bárði og Dóru Grundarfirði. Viktoría er svo með lömb undan Ljúf.

 


Hér eru stelpurnar að tala við Diskó sinn sem er veturgamal undan Tón sæðingarstöðvarhrút og Vaíönnu.

Hann er alveg einstaklega skapgóður og elskar stelpurnar jafn mikið og þær hann.

 


Hann eltir þær svo upp að fara tala við Ljúf og hina veturgömlu hrútana sem eru allir mjög rólegir og geðgóðir.

 


Sá mórauðu kindina hans Sigga hana Storð með hrútana sína en hún á þennan svarta sjálf og hann er undan Ingiberg eða 

Bibba eins og við köllum hann. En ég veit ekki alveg hver á þennan hvita sem gengur undir líka.

 


Hér er sá hvíti þeir virka báðir mjög fallegir.

 


Það er náttúrulega allt eðlilegt við það að vera súma að í myndavélinni og skoða afturendann á lömbunum he he en þessi er bara svo rosalegur að maður stenst  það ekki að skoða hann betur, þetta er svakalegt lamb frá Sigga undan Lottu og Bibba. Hann vaggar svo geggjað þegar hann labbar og bilið milli lærana er svakalegt það verður svo spennandi að sjá hvað hann fær í læri ég man ekki eftir að hafa séð svona áberandi mikið lamb því myndir sýna auðvitað ekki eins mikið eins og sjá þetta með berum augum en trúið mér þetta er alveg magnaður hrútur.

21.08.2022 12:26

Rúntur 20 ágúst


Viktoría með lömbin sín undan Ljúf.

 


Ástrós gemlingur með hrút undan Bikar sæðingarstöðvarhrút.

 


Þessi mórauði hrútur er undan Rúmbu gemling og Dökkva.

 

 

Kind frá Guðmundi Ólafssyni Ólafsvík með tvo fallega hrúta.

 


Hér er Panda gemlingur með hrútinn sinn undan Ljúf.

 


Rúsína gemlingur með hrútinn sinn undan Ljúf.

 


Hér er svakalega fallegur hrútur frá Guðmundi Ólafssyni.

 


Hér sést hann betur eins og ljón hann er rosalega vígalegur.

 

 
 

Hér er Glæta hans Sigga með gimbur undan Kapal sæðingarstöðvarhrút.

 

 


Hér er Héla hans Sigga með lömbin sín undan Óðinn.

 


Hér er Birta með gimbrina sína undan Húsbónda frá Bárði. 

 


Vigdís gemlingur frá Kristinn með gimbur undan Óðinn.

 


Krakkarnir með Kaldnasa.

 

 

 

 

 

17.08.2022 01:15

Kinda rúntur 16 ágúst.


Lukka gemlingur hans Kristins með gimbur undan Dag.

 


Búrka hans Sigga í Tungu með hrúta undan Dag.

 


Hér sést hvað þeir eru flottir á framan.

 


Vika gemlingur frá Sigga með hrút undan Ljóma.


Hrútur undan Gurru og Ljúf.

 


Hér er hinn bróðirinn undan Gurru og Ljúf.

 


Botnía hans Sigga með hrút og gimbur undan Bassa.

 


Perla og gimbur undan Bassa.

 


Perla með gimbrarnar sínar.

 


Hér er held ég Kolbrún hans Sigga með tvo hrúta undan Ljóma og þeir eru mjög vænir og langir að sjá.

 


Hér er mjög falleg gimbur hjá Sigga undan Glætu og Kapall sæðingarstöðvarhrút.

 


Hér sést aftan á hrútana hennar Gurru.

Þetta er svo æðislegur timi og mér var búið að hlakka svo til að koma heim úr ferðalaginu akkurat til að gera þetta fara á rúntinn á hverju kvöldi og dáðst af lömbunum og reyna að finna nýjar kindur sem væru komnar niður svo hægt væri að taka myndir af lömbunum.

 


Ronja krútt að tína ber og borða.

 


Terta með þrílembingana sína undan Óðinn.

 


Hér sést betur þriðji sem er grábotnuflekkóttur.

17.08.2022 00:41

Kinda rúntur 15 ágúst.


Melkorka með fallegu lömbin sín undan Dökkva.

 


Hér sést gimbrin betur nema lýsingin er of mikil á myndinni út af sólinni.

 


Hér er hrúturinn.

 


Embla og gimbrarnar hennar sem eru undan Óðinn.

 


Önnur þeirra er grábotnótt.

 


Hin er svartbotnótt.

 


Viðja gemlingur undan Viðari sæðishrút er með móbotnóttan hrút og faðir er Bibbi.

 


Hér sést hann betur það er svo gaman að sjá hvað Bibbi gefur fjölbreytta liti og mjög falleg lömb sem eru öflug í lærum.

 


Hér sést aftan á systkinin undan Melkorku og Dökkva og þau lofa góðu.

 

 

Hér er svo Bibba og Viðju sonurinn.

 


Tvílembings gimbur undan Pílu gemling og Ramma sæðingarstöðvarhrút en hún gengur undir Hrafney.

 


Þessi hrútur er frá Jóhönnu undan Hrafntinnu og Ljúf. Sjáiði hvað það er ofboðslega sérstakt og töff munstrið af svarta litnum framan í honum eins og það hafi verið teiknað á hann. Ég hef aldrei séð svona áður.

 


Einstök með hrútana sína undan Bibba. Þeir eru svakalega hvítir og fallegir.

 

 

Hér er annar þeirra.

 


Hér er hinn.

 


Og hér kemur ein nærmynd.

 


Hexía með hrút og gimbur undan Ljúf.

 


Lömbin hennar Hrafney eða svarta gimbrin gengur undir henni og er undan Ramma og Pílu gemling.

16.08.2022 23:59

Kindarúntur 14 ágúst


Fórum kinda rúnt þann 14 ágúst og rákumst á þessa kind frá Sigga með alveg svakalega fallega hrúta undan Bibba.

 


Þeir eru alveg svakalegir og þeir alveg vögguðu þegar þeir löbbuðu það verður forvitnilegt að sjá hvað þeir fá í læri.

 


Embla komin til Hrafney sinnar sem er svo góð að hún kemur alltaf til okkar til að fá klapp. Hún er með

svakalega fallegan hrút undan sæðingarstöðvarhrútnum Bikar.

 


Hér eru lömb undan Hrafntinnu hennar Jóhönnu og Ljúf.

 


Óskadís með hrútana sína undan Dökkva.

 


Blesa með lömbin sín undan Dökkva þau eru mógolsótt.

 


Dísa með þrílembingana sína undan Bolta.

 


Hér sést sá flekkótti betur.

 


Skotta með sínar gimbrar undan Ljúf.

 


Hér sést önnur þeirra betur sú móbotnótta hún er ljós en samt svo falleg.

 


Hér er Grýla hans Sigga með tvær fallegar gimbrar undan Ljóma.

 


Þota gemlingur frá Kristinn.

 


Hér er hrúturinn hennar Þotu hann er undan Óðinn.

 


Höfn með hrútinn sinn undan Bolta.

 


Perla með gimbrar undan Bassa.

 


Embla að klappa Kaldnasa sínum.

 


Freyja Naómí með Hrafney.

14.08.2022 11:56

Útilega á Akureyri og Austurland

Við áttum góða daga á Akureyri þrátt fyrir kulda og rigningu og biðum það af okkur fram á föstudag sem var búið að spá að yrði sól og gott veður og það stóðst og það var mjög gott veður þá. Við fórum í flestar sundlaugarnar eins og Akureyri, Dalvík, Húsavík og Geosea, Hrafnagil, Jarðböðin á Mývatni og Egilsstaði. Það var mjög gaman að prófa þessar náttúrulaugar og Mývatn var svona allt öðruvísi en mjög skemmtileg, bláa vatnið og hveralyktin var frábrugðin hinum og einkennir jarðböðin og auðvitað náttúran í kringum þau. Á Akureyri fórum við rölt um Kjarnaskóg og Lystagarðinn og svo fórum við í sund á Hrafnagili og þá var komið við í jólahúsið sem alltaf er gaman að koma. Embla var alveg eyðilögð yfir að Kaffi Kú væri ekki til lengur en það var uppáhaldsstaðurinn hennar að koma þegar við höfum komið til Akureyrar svo það er mikill söknuður eftir þeim stað. Við tók svo löng ferð í Breiðdalinn alla leið til Ágústar bróðirs og á þeirri leið ákváðum við að koma við í Jarðböðunum til að stytta ferðina fyrir krakkana. Þegar við komun svo austur vorum við með hjólhýsið á planinu hjá Ágústi og Írisi á Felli. Það var yndislegur tími þó stuttur væri, við vorum í tvær nætur hjá þeim og krakkarnir alveg elska að koma til þeirra. Embla og Freyja fóru að veiða með Ágústi bróðir og svo fengu þær að fara á hestbak með Dalíu frænku sinni og auðvitað hitta heimalinga sem voru tveir kiðlingar sem alveg bræddu mann og þær vildu helst bara eiga þá. Benóný var að safna greinum og allsskonar spýtum fyrir brennu á eldstæðið hans Ágústar en það var svo mikill rigning að við gátum aldrei kveikt upp í því svo það verður nóg til að brenna næst þegar Ágúst ætlar að kveikja upp í eldstæðinu. Dalía var svo með Dugguandarunga sem var mjög skemmtilegur hann hagaði sér eins og hundur og át hundamat og vatn úr matardallinum og elti Dalíu um allt og kúraði svo ofan á henni þegar hann varð þreyttur.

 


Hér eru Benóný og Emil að njóta veðurblíðunnar á Hömrum Akureyri.

 


Gönguferð um miðbæ Akureyrar svo fallegur bær.

 


Lystigarðurinn Akureyri.

 


Freyja í Kjarnaskógi sem er alltaf skemmtilegur staður til að fara með krakkana í göngu og leiktækji.

 


Jólahúsið er alltaf skemmtilegur staður líka til að koma við og kaupa sér jólakúlu fyrir hvert ár.

 


Áttum gæðastundir sem fjölskylda og spiluðum á kvöldin í fortjaldinu.

 


Hér erum við í Geosea Húsavík.

 


Benóný og Ronja í Geosea.

 


Freyja og Embla í Geosea.

 


Í Jarðböðunum á Mývatni við vorum svo heppin að ein kona kom og bauðst til að taka mynd af okkur saman.

 


Embla að baða sig upp úr Mývatni og setja maska á sig af botninum.

 


Hér erum við mætt til Ágústar,Írisar og Dalíu á Felli.

 


Hér eru stelpurnar að gefa heimalingnum á Felli.

 


Dalía með ungann sinn og kisu að kúra.

 


Hér er unginn að gæða sér á mat og vatni.

 


Embla að veiða með Ágústi, hún alveg elskar að veiða.

 


Freyja að veiða líka og þær fengu saman með Ágústi held ég 8 bleikjur.

 


Ronja Rós á Reyðarfirði í slönguspili.

 


Hér eru Dalía og Embla á hestbaki.

 


Hér er Freyja að reka lestina.

 


Stelpurnar að kveðja kiðlinginn áður en við færum heim.

 


Hér erum við mætt til Birgittu kinda vinkonu minnar og Þórðar á Möðruvöllum Hörgársveit. 

 


Við vorum svo heppin að fá að sjá nýfæddu lömbin sem hún var að fá.

 


Hér er Embla alveg í skýjunum.

 


Hér eru þau með mömmu sinni hún bar úti en Birgitta var búnað taka hana inn þegar við komum.

 


Við Birgitta fengum árlegu myndina af okkur með nýfæddu lömbin og ég myndi segja að það væri besta myndin af okkur enda með áhugamálið okkar lömbin með okkur. Við erum báðar með heimasíðu af 123.is og spjöllum mikið og kommenntum á síðuna hjá hvor annari.

 


Ronja Rós fékk líka að halda á lambi svo lukkuleg.

 


Emil að prófa fjórhjólið hans Þórðar og keyra krakkana niður að húsi frá fjárhúsunum rosa sport fyrir krakkana.

 


Svaka stuð hjá þeim.

 


Hér er mikið sport að prófa sitja á hjólunum hjá Birgittu og Þórði. Ronja Rós og Freyja Naómí eru alveg að elska þetta.

Við áttum skemmtilegan dag í heimsókn hjá Birgittu og Þórð og strákunum og það er alltaf svo gaman að koma til þeirra og vel tekið á móti okkur.

Krakkarnir okkar eru alveg farnir að tengja Akureyri við Birgittu því við förum yfirleitt í heimsókn til þeirra eða farið í sund saman.

Þau voru í ferðalagi fyrir austan þegar við komum norður og svo fórum við austur en svo aftur norður svo það var frábært að þau væru heima þegar við komum aftur norður svo við gætum hitt þau áður en við færum vestur aftur.

 


Eftir að við komum heim úr ferðalaginu fóru Embla og Freyja að hoppa í sjóinn með Aroni inn í Ólafsvík.

 


Embla að taka undir sig stökk og Aron komin ofan í .

 


Og hoppa .

 

02.08.2022 23:03

Útilega í Fossatúni,Bakkaflöt og Akureyri.

Fórum í útilegu strax eftir heyskap og byrjuðum á að fara í Fossatún til vinafólks okkar sem var þar og mælti með að þar væri svo gott að vera og það stóðst allar væntingar og var mjög flott tjaldstæði og frábærar gönguleiðir um allt og mikil saga. Barnaleiktækin eru æðisleg og svo eru heitir pottar sem vöktu mikla lukku hjá krökkunum. Það stóð svo næst til að fara í Bakkaflöt og vera þar yfir verslunarmannahelgina með frábærum hóp af vinafólki okkar ásamt þeirra vinum og á planinu var að fara mikið í blautbúninga svo við gerðum okkur ferð til Reykjavíkur einn dag og keyptum búninga fyrir Emblu og Freyju svo þær gætu tekið þátt með krökkunum. Leið okkar lá svo í Bakkaflöt og var þar haldin svona litil verslunarmannahelgi og það var mikið fjör, farið í kubb fjölskyldu keppni,grillaðir sykurpúðar,dagsferð til Akureyrar í tívolíð og náttúrulega sundlaugina og svo fór hluti af okkur í River rafting og það var toppurinn á þessari ferð ég hafði aldrei trúað því að þetta væri svona gaman þetta var alveg mergjað. Benóný var svo svakalega duglegur og fór og tók þetta með stæl hoppaði af kletti ofan í ána ásamt mér,Emblu og Freyju og flestir úr hópnum líka og svo fór maður á bólakaf hausinn ofan í og allt og svo þurfti að synda í land og hann gerði þetta allt svaka flott hjá honum og eins stelpunum svo þetta var algert ævintýri og ég tala ekki um náttúruna sem er inn í gljúfrinu háir klettar og það voru meira segja geitur í klettunum að fylgjast með okkur húrra niður ána í bátunum. Leiðsögumennirnir sem voru með okkur að stýra bátnum voru svo kátir og flottir svo var stoppað og við fengum okkur heitt kakó úr náttúrlæk með heitu vatni alveg geggjað. Ég fór bara ein með krökkunum því Emil var með yngstu okkar Ronju upp í hjólhýsi en ég á alveg tvímælalaust eftir að fara aftur og taka hann með því þetta var svo gaman. Eftir raftinginn fengum við svo að fara í sund og heita potta upp í Bakkaflöt og fengum þjónustu ofan í pottana með drykki fyrir okkur og krakkana alveg frábær þjónusta og aðstaða hjá þeim. Við fórum svo áfram á Akureyri eftir helgina en þar skiptust leiðir okkar við hópinn því þau fóru í áttina vestur og fóru aftur í Fossatún. En þetta var alveg rosalega skemmtileg helgi með frábæru fólki og kynntumst nýju frábæru fólki í leiðinni.

 

Hérna er hópmyndin af okkur þegar við vorum að fara í River Rafting og þetta var virkilega stór og flottur hópur 

Við sem vorum með krakkana fórum í aðeins rólegri ferð en Snorri,Ólöf,Regína,Dagbjört og Alli vinur Snorra fóru í djarfari ferð enda alvön og búnað fara áður og þau veltu bátnum og allir duttu úr og það var mikið fjör og mikið hlegið.

 


Hér erum við tilbúin í ævintýrið og búið að galla okkur upp. 

 


Hér erum við að fá heitt kakó. Ólöf tók þessar myndir og sendi mér af okkur. Ég er fremst svo Benóný og Dagbjört og Eva.

 


Hér eru svo Aron,Freyja,Embla og Dísela frænka Arons.


Hér er flottur hópur í kósý í hjólhýsinu hjá Evu og Emma vinafólki okkar.

 


Svo flottar að leika saman Hildur líf og Ronja Rós.

 


Þeim stóð nú ekki alveg á sama að vera ofan í pottinum he he.

 


Ronja upp á tröllinu voða huguð.

 


Benóný að tromma í Fossatúni.

 


Ronja og Hildur að kíkja á torfbæinn.

 


Það var svo komið við á Blöndósi og skellt sér í rennibrautirnar og tekið gopro video af þeim.

 


Búið að koma sér fyrir í Bakkaflöt þetta er hjóhýsið okkar hér nær svo Evu og Emma.

 


Hildur og Ronja að hafa það kósý í fortjaldinu okkar og horfa á ipadinn.

 


Skvísurnar komnar í gallana og búnað prófa leiktækin í Bakkaflöt sem voru yfir vatni.

 


Gaman hjá krökkunum að spila.

 


Verið að grilla sykurpúða svaka sport.

 


Ronja Rós alveg að fíla þetta.

 


Feðgarnir Emil og Benóný einbeyttir í fjölskyldukubbinu og Benóný náði kónginum niður svaka flottur.

 


Hér erum við komin á Akureyri í Tívolíð.

 


Þessar tvær eru svo dásemlegar og skemmtu sér svo vel.

 


Eldri krakkarnir skelltu sér svo í þetta alveg svakalegt tæki fór þó ekki alveg hring en mjög hátt upp og sveiflaðist til og frá.

 


Freyja Naómí og Embla Marína með froðumaska.


Í Þelamörk í sundi.

 


Í Skógarböðunum á Akureyri alveg æðislegur staður svo gaman og fallegt að koma þangað.

 


Við Benóný Ísak saman.

 


Mikið sport að fá krap.

 


Þetta er svo fallegur staður og gaman að taka myndir.

 


Benóný og Emil alveg að njóta.

 


Í gufubaðinu.

 


Ein hópmynd af okkur en vorum ekki alveg öll í fókus.

 


Og auðvitað vildu krakkarnir eina grettu mynd og það var það sama vantaði aðeins fókus á Emil og Benóný.

Við skemmtum okkur svo vel þarna og mæli hiklaust með að gera sér leið í böðin svo þess virði. Við verðum áfram hér á Akureyri þrátt fyrir rigninga og kulda spá en bíðum spennt eftir að fá sól á föstud og laugard ef spáin helst og svo verðum við alltaf að koma til Akureyrar á hverju ári alveg elskum þennan stað og svo margt skemmtilegt að gera og eigum nóg eftir vildi bara aðeins henda inn hér smá bloggi til að halda því lifandi.

  • 1
Flettingar í dag: 1099
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 716054
Samtals gestir: 47214
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:54:14

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar