Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.08.2022 22:18

Rúntur 28 ágúst


Príla hans Sigga með tvær gimbrar undan Ramma sæðingarstöðvarhrút.

 


Snædrottning með gimbur undan Bolta.

 


Spyrna gemlingur með sína gimbur undan Dag og svo er hin fyrir aftan hana hin gimbrin hennar Snædrottningu. Fremst er svo Dorrit hans Kristins sem varð afvelta og hún hefur ekki náð að hitta lömbin sín aftur svo hún er bara ein.

 


Hér sést betur gimbrin hennar Spyrnu sem er fyrir aftan hana og svo er Dorrit fremst.

 


Hrútur undan Snúllu hennar Jóhönnu og Prímus.

 


Hér er hinn á móti. Þeir eru mjög stórir og fallegir.

 


Grána gemlingur hans Sigga með tvo svakalega væna hrúta undan Ljúf.

 


Botna gemlingur frá Sigga með lambið sitt.

 


Hláka hans Sigga sem var fjórlembd en gengur með tvö undir er hér með hrút og gimbur undan Ramma sæðingarhrút.

 


Hér sést gimbrin betur.

 


Hexía með lömbin sín undan Ljúf.

Þá er þetta komið í bili af þessum rúnti en sá þó nokkrar nýjar núna sem ég hafði ekki rekist á áður þessar frá Sigga og svo Snædrottningu og Spyrnu.

 

Flettingar í dag: 1759
Gestir í dag: 136
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 708696
Samtals gestir: 46845
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 17:23:53

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar