Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2013 Nóvember

23.11.2013 10:53

Rollurnar teknar inn og fleira

Við rákum rollurnar heim um þar seinustu helgi og erum með þær úti á daginn þangað til það verður tekið af þeim. Lömbin eru löngu komin inn og þau eru öll að koma til. Það eru 3 sem eru orðnar spakar það eru Gersemi graslambið hans Bóa, Skvísa frá mér og svo Líf frá mér.
Nú er maður allveg orðin útbræddur í hausnum að raða niður í hrútana og spá og speklura hvaða sæðishrúta maður eigi að nota. Ég er ekki búnað fá hrútaskrána í hendur en mun fá hana á mánudaginn og auðvitað er maður búnað skoða hana á netinu enn það er alltaf miklu skemmtilegra að fá hana í hendurnar. Það má segja að þetta sé svona jólapakka glaðningur sem maður er búnað vera bíða rosalega spenntur yfir emoticon

Ég er búnað selja frá mér Gull hrútinn minn sem var 88 stig og það var Rúnar í Breiðdal sem kom alla leið frá Breiðdal og sótti hann.
 
Hann var vel útbúinn og kom á fólksbíl og setti hann svona í skottið og hafði svo sætin
niður svo hann gæti fylgst með honum alla leiðina. Þeim félögum kom svo vel saman
alla leiðina og ég heyrði svo í þeim þegar þeir komu heim og ferðin gekk mjög vel.
Ég var mjög lengi að ákveða mig hvort ég vildi láta hrútinn enn gerði það svo á endanum
og ég vona svo innilega að hann eigi eftir að standa sig og sanna hjá Rúnari.


Siggi er búnað smíða þessa flottu hurð á fjárhúsin hjá sér. Svo nú er kominn pressa á Bóa
að fara setja upp rennuna he he.

Hér er Freyja að tala við Lottu sína eftir að við vorum búnað reka þær inn. Alltaf svo gaman
að sjá þegar þær koma svona hreinar og fínar í ullinni þegar þær koma af fjalli.
 
Jóhanna er komin með sínar kindur líka inn í Tungu og hún var hér
að kalla á Mikka hundinn sinn og það virkaði þanning að hann kom
ekki heldur kom ein rolla frá henni trítlandi í von um að fá smá klapp.

Embla Marína fór svo í 2 og hálfs árs skoðun um daginn og hún er svo dugleg
að hún allveg rúllaði upp prófinu og bræddi alla.
Hún er orðin 12 kg og 98 cm.

Ég hef þetta nú ekki lengra að sinni en það má sjá fleiri myndir í albúmi.

12.11.2013 14:40

Freyja Naómí 11 mánaða

Gullmolinn okkar hún Freyja Naómí er 11 mánaða í dag. 
Til hamingju með daginn elsku krúttið okkar.

Komst í skyr dolluna meðan mamma skrapp aðeins frá he he og leit svona út þegar ég kom til baka allveg yndisleg. Það eru svo fleiri myndir af skvísunni og dagsferð okkar til Rvk að heimsækja Emil afa og Önnu og svo hittum við Birgittu frænku og Steinar og Unni og tókum rölt með þeim í kringlunni. Sjá myndir hér.

01.11.2013 22:07

Ásettningur 2013

Brimkló er undan Hyrnu og Blika. Eigandi Dísa

Stigun: 50 kg 36 ómv ómf 4,7 lag 5 frp 9 læri 18,5 ull 8,5


Sara er undan Maístjörnu og Kjöl. Eigandi Dísa

Stigun: 48 kg ómv 32 ómf 3,6 lag 4,5 læri 17,5 ull 8,5


Fíóna er undan Aþenu og Soffa. Eigandi Dísa

Stigun: 57 kg ómv 32 ómf 6 lag 4 frp 9 læri 17,5 ull 8


Snædís er undan Skuggadís og Blika. Eigandi Dísa

Stigun : 48 kg ómv 33 ómf 3,9 lag 4,5 frp 9 læri 18 ull 8


Ísey er undan Klett og Ísabellu. Eigandi Dísa

Stigun : 42 kg ómv 35 ómf 3,1 lag 4,5 frp 8,5 læri 18 ull 8


Líf er undan Rós og Storm. Eigandi Dísa

Stigun : 37 kg ómv 25 ómf 1,9 lag 3,5 frp 8,5 læri 17 ull 8


Zelda er undan Ronju og Draum. Eigandi Dísa

Stigun : 50 kg ómv 28 ómf 5,6 lag 4 frp 9 læri 17,5 ull 8


Loppa Doppa er undan Bríet og Draum. Eigandi Dísa

Stigun : 47 kg ómv 32 ómf 3,1 lag 4,5 frp 9 læri 18 ull 7,5


Dikta er undan Móheiði og Soffa. Eigandi Emil

Stigun : 61 kg ómv 31 ómf 4,2 lag 4,5 frp 9 læri 18 ull 7,5


Draumarós er undan Botnleðju og Draum. Eigandi Dísa

Stigun : 53 kg ómv 33 ómf 4 lag 4 frp 9 læri 18 ull 7,5


Undan Botnleðju og Draum og á eftir að fá nafn. Eigandi Bói og Freyja

Stigun : 50 kg ómv32 ómf 3,1 lag 4,5 frp 9 læri 18 ull 8


Skoppa er undan Dóru og Brján. Eigandi Dísa

Stigun : 42 kg ómv 32 ómf 2,5 lag 4,5 frp 8,5 læri 17,5 ull 7,5


Skrýtla er systir Skoppu og þær eru þrílembingar sem gengu allir undir.

Stigun : 40 kg ómv 35 ómf 3,2 lag 4,5 frp 9 læri 18 ull 8


Mírranda forystu gimbrin mín sem ég fékk hjá Bárði. Undan Blesu og Jóakim.


Golsa sem ég fæ hjá Bárði. Ég á eftir að fá stigun á hana og finna nafn.


Undan Rák og Draum graslamb og er í eigu Bóa og Freyju. Vantar nafn á hana.

Stigun : 38 kg ómv 26 ómf 2,2 lag 3,5 frp 8 læri 17 ull 7,5


Undan Kápu og Kjöl og er í eigu Bóa og Freyju. Óskírð

Stigun : 44 kg ómv 32 ómf 3,2 lag 4 frp 8,5 læri 17,5 ull 7,5


Undan Lottu og Brján og er í eigu Bóa og Freyju.

Stigun : 46 kg ómv 30 ómf 3,4 lag 4 frp 8,5 læri 17,5 ull 8


Skvísa er undan Rán og Lunda. Eigandi Dísa

Stigun : 47 kg ómv 29 ómf 3,3 lag 4,5 frp 9 læri 17,5 ull 8

Þá eru þær upptaldar 15 hjá mér og Emil og 4 hjá Freyju og Bóa.
Það má svo sjá fleiri myndir af þeim hér inn í albúmi.

Þá er það næst ásettnings gimbrarnar hjá Sigga í Tungu.


Botna frá Óttari á Kjalvegi.

Stigun : 48 kg ómv 30 ómf 2 lag 4 frp 8,5 læri 17,5 ull 8


Undan Valbrá og Blika.

Stigun : 46 kg ómv 30 ómf 2,9 lag 3,5 frp 9 læri 18 ull 7,5


Grána er undan Úthyrnu og Brján.

Stigun : 45 kg ómv 32 ómf 4,9 lag 3,5 frp 8,5 læri 18 ull 8


Frá Sigga nr 315 man ekki undan hvaða rollu það var.

Stigun : ómv 31 ómf 4,5 lag 4,5 frp 8,5 læri 18 ull 8


Dollý er undan Mókollu og Bjart.

Stigun : 45 kg ómv 29 ómf 6,1 lag 4 frp 9 læri 18 ull 9


Undan Svört og Brimil.

Stigun : 58 kg ómv 37 ómf 6,8 lag 4 frp 9 læri 18 ull 7,5


Soffía er undan Surtlu og Soffa.

Stigun : 62 kg ómv 37 ómf 6,8 lag 5 frp 9 læri 18 ull 8


Undan Slaufu og Kjöl. 

Stigun : 47 kg ómv 29 ómf 4 lag 4,5 frp 9 læri 17,5 ull 8


Undan Dropu og Kjöl.

Stigun : 57 kg ómv 30 ómf 5,3 lag 3,5 frp 9 læri 17,5 ull 8

Þá eru þær upptaldar 9 talsins. Það eru svo fleiri myndir af þeim hér inn í albúmi.

Hrútarnir okkar 


Hrútarnir okkar undan Soffa og Eldingu sá móflekkótti. Glaumur hans Sigga í Tungu og svo hvíti undan Snældu og Brimill.

Ásettnings lömbin hjá Gumma Ólafs Ólafsvík


Undan Salómon hjá Gumma.

Stigun : ómv 30 ómf 3,3 lag 4 frp 9 læri 18,5 ull 8


Heimalingurinn undan Klett.

Stigun : ómv 27 ómf 1,6 lag 3,5 frp 8 læri 17 ull 8


Undan Salómon og Unni.

Stigun : ómv 27 ómf 3,2 lag 4 frp 9 læri 18 ull 8


Undan Klett.

Stigun : ómv 33 ómf 3,3 lag 4,5 frp 8,5 læri 18 ull 8


Undan Hlussu og Klett.

Stigun : ómv 30 ómf 4,1 lag 4 frp 9 læri 17,5 ull 7,5


Undan Klett.

Stigun : ómv 33 ómf 2,5 lag 4,5 frp 9 læri 18 ull 7,5


Undan Salómon.

Stigun : ómv 32 ómf 4,4 lag 4 frp 9 læri 18 ull 8.

Þá eru gimbranar hans upptaldar og hér eru hrútarnir sem eru hjá honum.


Þessi grái var seldur í burtu en hann er tvílembingur undan gemling og var 65 kg.
Stigun hans var fótl 111 ómv 35 ómf 3,5 lag 4,5
8 9 9 9,5 9 17,5 8 8 9 alls 87 stig.

Þessi fer til Marteins í Ólafsvík og er undan Klett og Hlussu.
Hann er tvílembingur 64 kg fótl 110 ómv 32 ómf 2,5 lag 4,5
8 9 9 9 9 17,5 8 8 9 alls 86,5 stig.
Þessi er á móti þeim gráa og fer til Óla í Lambafelli.
Stigun hans er svona 53 kg fótl 107 ómv 30 ómf 2 lag 4
8 9 8,5 8,5 8 17,5 8 8 8,5 alls 84 stig.
Þá er þetta komið og það eru fleiri myndir af hans kindum með því að smella hér.

Við fórum í heimsókn inn í Hraunháls um daginn með hrútinn til Laugu og Eybergs sem þau fá hjá Sigga. Það er alltaf gaman að koma til þeirra og skoða fallega féið hjá þeim og flottu fjárhúsin.

Fallegur hérna mórauður lambhrútur hjá þeim sem ég var allveg sjúk í og bíð spennt eftir að fá að koma með nokkrar í hann.

Ég fór og tók smá myndir af henni Blesu með forrystu gimbranar sínar áður enn hún tók straujið inn í fjárhús. Ég er að fara fá þessa svarflekkóttu. Það eru svo fleiri myndir af henni Blesu og heimsókn okkar í Hraunháls með því að smella hér.

Hér eru svo krúttsprengjurnar mínar Embla og Freyja í flottu kjólunum sem Brynja frænka var að sauma á þær.

Benóný og Freyja saman upp í rúmmi í allveg eins náttfötum.
Freyja er allveg orðin mjög spræk og farin að klifra upp um allt og standa upp. 
Opna skúffur og tæta svo þetta fer að verða mikið stuð hjá okkur. Það eru svo fleiri myndir af krílunum okkar með því að smella hér á albúmið.

Jæja ég er þó nokkuð sátt að vera búin með þetta langa blogg mitt og nú eru bara spennandi tímar framm undan að fara para saman hrútum og rollum til að fá sem besta útkomu á komandi ári.
  • 1
Flettingar í dag: 272
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 233
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 331785
Samtals gestir: 14678
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 09:49:55

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar