Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2010 Október

27.10.2010 11:42

Ásettningsgimbrarnar 2010

Hér er hún Móra og er í eigu Freyju og Bóa. Hún er undan Þrumu og Bjarka hans Gumma.
Þungi 41
Stigun : Ómv 27 ómf 3,8 Lögun 4,5 Frp 8,5 læri 18 ull 8


Þessi er í eigu Bóa og heitir Hekla. Hún er undan Doppu og Herkúles.
Þungi 47
Stigun : Ómv 28 ómf 2,2 lögun 4,5 Frp 8,5 læri 18 ull 8

 
Þessi er í eigu Bóa og heitir Snotra. Hún er undan Gulbrá og Rambó.
Þungi 48
Stigun : Ómv 30 ómf 2,8 lögun 4,5 Frp 9 læri 17,5 ull 7,5


Þessi er í eigu Bóa og heitir Skuggadís. Hún er undan Hrímu og Topp
Þungi 43
Stigun : Ómv 27 ómf 4,3 lögun 4,5 Frp 8,5 læri 17 ull 7,5


Þessi er í eigu Bóa og heitir Þúfa. Hún er undan Drottningu og Topp.
Þungi 41
Stigun : Ómv 27 ómf 3 lögun 4,5 Frp 8,5 læri 17,5 ull 8


Þetta er hún Gaga og er í eigu Karítasar og Maju. Hún er undan Svölugránu og Svarta Kveiksyninum hans Hreins.
Þungi 46
Stigun : Ómv 26 ómf 5,2 lögun 4 Frp 8,5 læri 17,5 ull 8


Þessi er í eigu Dísu og heitir Panda. Hún er undan Rauðhettu og Rambó.
Þungi 42
Stigun : Ómv 31 ómf 4,5 lögun 4,5 Frp 9 læri 17,5 ull 7,5


Þetta er hún Gugga í eigu Dísu. Hún er undan Aríel og Vafa hans Eiríks.
Þungi 53
Stigun : Ómv 33 ómf 4,5 lögun 5 Frp 8,5 læri 18 ull 8


Þetta er Snælda og er í eigu Dísu. Hún er undan Hrímu og Topp.
Þungi 45
Stigun : Ómv 25 ómf 3,4 lögun 4 Frp 8,5 læri 18 ull 9


Þetta er hún Isabella og er í eigu Dísu. Hún er undan Rák og Herkúles.
Þungi 42
Stigun : Ómv 35 ómf 5 lögun 4,5 Frp 9 læri 18 ull 7,5


Þetta er hún Rán og er í eigu Benónýs. Hún er undan Dóru og Rambó.
Þungi 44
Stigun : Ómv 29 ómf 5,4 lögun 4,5 Frp 8,5 læri 17,5 ull 7,5


Hér er hún Botnleðja og er í eigu Dísu. Hún er undan Grábotna og ég veit ekki meira mig vantar stigunina hennar en ég veit að hún er með 18 í læri.


Þetta er hún Hulda og er í eigu Emils. Hún er undan Bjart og Skrúfu frá Eiriki.
Þungi 45 
Stigun : Ómv 29 ómf 5,4 lögun 4 Frp 8,5 læri 17,5 ull 8,5


Þetta er Móheiður og er hún í eigu Emils. Hún er undan Grettir og Botnu hjá Eiríki.
Þungi 46
Stigun : Ómv 25 ómf 3,1 lögun 4 Frp 8,5 læri 17 ull 7,5


Þetta er Rósalind og er í eigu Emils. Hún er undan Rósu og Móra inn í Bug og var hún ekki stiguð því hún náðist ekki niður af fjalli fyrir stigun.


27.10.2010 09:59

Smalað og heimt rollurnar sem voru taldar af.

Það er skondið að segja frá því að Siggi var nýbúnað skrá Sif og Stigg vantar af fjalli og búinn að telja þær af en fékk sér svo göngu og viti menn hann fann ekki bara þær heldur var slatti af kindum lengst upp í Felli og langt fyrir ofan Urðir allveg í snjónum og fékk hann Maju og Óla til liðs við sig og komu þau þessu öllu niður og leyndust þar tvæfættlur frá Óla á Mýrum 3 og eitt lamb og svo var ein frá Gaul með lambi og svo þessi sem er búnað halda til í Fögruhlíðatúninu frá Friðgeiri á Knörr. Hún ætlaði ekki að gera okkur þetta auðvelt fyrir því hún var komin allveg að hliðinu þegar hún tók upp á því að hlaupa upp í hlíð aftur og stökkva á girðingu og náðist hún er lömbin voru þá eftir og hljóp Óli gimbrina uppi þangað til hún stökk inn í girðingu. Hrúturinn annars vegar leitaði alltaf hærra upp þó svo að ég og Maja vorum sitt hvoru megin við hann og reyndum að komast upp fyrir hann en hann fór alltaf hærra og hærra og var kominn upp í kletta og þá bættist Óli í leikinn og náði að komast upp fyrir hann og á meðan hélt ég að hann færi og labbaði næstum niður aftur en nei þá kom hann aftur til baka svo ég hunskaðist upp aftur og labbaði á móti Maju og en hélt kvikindið áfram niður hlíðina og í áttina að Tröð en á endanum náði Maja að stökkva á hann og ná honum. Maja og Siggi teymdu hann svo á milli sín niður að Tröð og þar var Emil með kerruna og var honum hent inn.

Maja búnað handsama villinginn.

Maja og Siggi teymdu hann svo á milli sín niður.

Sif gamla var sko ekki dauð úr öllum æðum því hún tók náttla upp á alls kyns kúnstum eins og henni einni er lagið og stökk út í á og hvað eina en endaði náttla bara á einn veg að hún gafst upp og fékk far með kerrunni heim.

23.10.2010 22:43

Pungarnir.

Ég og Siggi rákum inn rollurnar í dag og hann tók Skessu gömlu og gimbrina sína en þó vantaði eina gimbrina undan Sif en hún verður bara koma næst hún hefur verið út fyrir girðinguna með hinum rollunum. Sif og Stygg hans Sigga skiluðu sér aldrei heim eða eru allavega ekki en komnar og er líklegast að þær hafi drepist því lömbin hennar Sif skiluðu sér niður en þó er athugavert að það skuli vanta báðar því þær halda sig saman. Jæja við rákum svo hrútana inn svo Siggi gæti tekið Flekk og ég tók náttla myndir af þeim og svo var hann Skuggi í ham og ætlaði bara vaða í Perlu hundinn hans Bóa og elti hann um alla kró það eru sko töggur í kauða. Emil og Bói keyrðu svo út rúllur í dag til Ólafsvíkur og voru rúllurnar úti í góðu ástandi en ég hef ekki undan að líma fyrir músagöt á rúllunum inni þær eru allveg skæfar þessar mýs en ég er búnað setja upp fötu gildrur og ég fékk 5 í fötu í dag svo vonandi fæ ég fleiri á næstunni svo þær láti nú heyið eiga sig. Ég er svo búnað vera mála 2 veggi í fjárhúsunum undanfarna daga og svo þrifum við þau og sótthreinsuðum til að gera klárt áður en við tökum inn og mig er farið að hlakka bara verulega til að fara taka gimbrarnar inn og spekja þær og dekra.


Hérna eru kóngarnir mínir Herkúles 06-046 og Toppur 08-048

Hérna er hann Moli 09-014

Rambó 09-015

Moli,Rambó og Skuggi sem er 2007 módel.

Hér er svo allur hópurinn saman komnir.

22.10.2010 20:13

Rósa kemur heim,Hrútarnir teknir og lambhrútarnir hjá Bárði.

Jæja þá er hún Rósa lloksins komin heim og viti menn hún birtist bara fyrir utan girðinguna í Bug og það var nóg að hrista brauðpokann og þá kom villdýrið heim. Já það stoðar lítið að reyna reka þessi brauðvillidýr það verður bara að leyfa þeim að koma heim sjálfum. Hún er með gimbur og hrút og verður gimbrin sett á og fær hún nafnið Rósalind en hrúturinn fær nú bara að fara í kistuna eða jafnvel reykkofann.


Rósa 12 vetra með gimbrina sína Rósulind.

Hér er Emil svo með hrútinn hennar.

Við ákváðum svo að reka hrútana inn því ekki viljum við lenda í því sama og í fyrra að láta þá bara lemba sjálfa því við tókum þá svo seint inn en það vill verða þegar vantar Steina frænda til að taka á skarið og segja hverslags er þetta á ekki að fara taka hrútana inn he he eins og honum einum var lagið að segja manni til. Maja fór að sækja hann Skugga sem var saman við rollurnar lengst út á túni og var feikilegur kraftur í honum hann hljóp með þeim um allt en rataði svo loks til hinna hrútanna og gersamlega búinn á því með tunguna lengst út. Við rákum þá svo inn í girðingu sem Bói og Emil girtu frá súrisgrifjunni að rimlahliðinu og ætlum við að nota þá girðingu fyrir rollurnar svo þær geti gengið inn og út í vetur og verða hrútarnir þar fyrst um sinn meðan veðrið er svona gott.

Föngulegir afturendar hér á ferð frá v = Skuggi,Moli,Herkúles,Toppur,Flekkur hans Sigga og Rambó.

Hér er svo ein af Þrumuguðinum honum Herkúles 06-046 sem er farinn að láta á sjá karl greyið en hann er fljótur að vera búinn á því þegar það er verið að reka.

Hér náði ég svo góðri mynd af hrútnum hans Óskars í Bug sem hann keypti á Hjarðafelli og héldum við að hann væri 85 stig en það kom svo í ljós að hann var 86 stig.

Hér er svo föngulegur hópur af lambhrútunum hans Bárðar sem eru allt sæðingar held ég þar má nefna svarta undan At einn undan Hróa og einn undan Kveik frá Óttari og fleiri sem Bárður getur kommentað hverjir eru ég man ekki allveg hverjir það voru.
Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman í mynda albúminu.

17.10.2010 21:29

Héraðsýning lambhrúta á Hjarðafelli 2010

Jæja það fór fram Héraðssýning lambhrúta á Hjarðafelli 16 okt og var þar á ferð gífurlega góður hópur af lambhrútum í öllum flokkum sem voru 3. kollóttir, mislitir og hyrndir og fékk hver flokkur verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin. Sýningin fór fram fyrst á Syðri Haukatungu 2 og svo var fært sig yfir girðingu og farið á Hjarðafell. Það var fjöldinn allur af fólki mætt til að fylgjast með og svo var vel útlátið kaffi á eftir. Það fór svo fram verðlauna afhendingin á Breiðabliki og þar var einnig seld kjötsúpa og horft á gamlar myndir úr ferðum á skjávarpa svo fór verðlauna afhendingin fram og Jón Viðar fór með ræðu um vinningshrútana og einnig aðra í hópnum sem þeim leyst vel á og má þar nefna hrútinn hans Óttars undan Kveik og hrútinn hans Marteins sem hann keypti af Jensínu og er hann undan Tópas og það voru einhverjir fleiri líka sem ég man bara ekki allveg hverjir voru. En hér kemur yfirlit yfir vinningshafana 2010.

Vinningshafarnir í kollótta flokknum í fyrsta sæti Hjarðafell og í öðru Hraunháls og 3 einnig Hjarðafell


Vinningshafar mislita flokksins 1 sæti Traðir Kolbeinsstaðhrepp. 2 sæti Gísli á  Álftavatni og í 3 sæti Þórsi frá Hellissandi. Hrúturinn sem var í fyrsta sæti var með 38 í ómvöðva sem er gifurlega mikill vöðvi og held ég bara sá mesti sem mælst hefur í lambhrút.


Vinningshafar fyrir hyrndu hrútana. 1 sæti Gaul með hrút undan Munda og með 19 í læri. 2 sæti Dalsmynni. 3 sæti Hofstaðir með hrút undan Freyði.


Hér er svo Heiða á Gaul með farandsskjöldinn fyrir besta lambhrútinn 2010.

Varð að setja þessa hérna með hann Benóný var allveg sjúkur í móflekkóttan hrút frá Hjarðafelli og var hann svo ljúfur að hann leyfði honum að klípa sig og jafnvel sleikja oj oj en honum var allveg sama bara elti okkur og vildi meira klapp.

15.10.2010 20:27

Benóný í október og Skuggi.

Jæja nú líður að hrútasýningu á Hjarðafelli og fór ég að reka inn með Sigga í Tungu svo hann gæti gert lambhrútana sína 2 fína fyrir sýninguna hann er með einn undan Vafa og annan undan Svarta kveiksyninum hans Hreins og eru þeir báðir mjög fallegir. Við eigum aftur á móti enga hrúta til að fara með í ár en það verður samt voða gaman að fara. Óskar ætlar líka að fara með kollótta hrútinn sinn sem hann keypti á Hjarðafelli og Gummi og Marteinn með sína svo þetta verður svaka stuð. Ég náði svo loksins myndum af honum Skugga hans Emils, kollótta hrútnum sem hann fékk hjá Eiríki. 

Hér er gersemið hans Emils hann Skuggi hvítur og fallegur.

Benóný er allveg að tapa sér í gleðinni að tæta og er allveg að gera mömmu sína gráhærða það eru sko allir skápar tæmdir í eldhúsinu og tætt út um allt gólf en já auðvita á að vera löngu búið að setja læsingar en það dregst alltaf. Stofan er í mestu hættunni því þar er sko bara farið og rifið kubbana út úr arininum og kastað út á gólf og rispað nýja parketið ARRRRGGG og þó að maður öskri og skammist þá hlær litla óvargadýrið bara og setur prakkarasvip og æsist en þá meira til að gera þetta aftur. Hann fer svo í grímurnar upp á vegg og sveiflar þeim til og frá eins og ekkert sé og á meðan tek ég allveg andköf og hleyp inn í stofu og ríf hann frá en nei það þýðir ekkert hann fer bara aftur og hlær og hlær þetta er allveg agalegt ástand emoticonég fer að verða búin með neglurnar á mér af taugum he he. Herbergið hans er svo algjör hryðjuverkaárás eftir árásirnar hans á að dreifa dótinu út um allt og hlaupa með það út um allt hús og ég er tínandi dótið upp úr blómapottunum og hingað og þangað svo er Olíver kisi allveg ótrúlega þolinmóður því hann hleypur á eftir honum og lemur hann og klípur og bítur en greyi gamli gerir ekki neitt nema vælir smá og þá fer litla villi dýrið að hlæja og heldur áfram en Donna hundurinn hefur nú yfirleitt vit fyrir því að hlaupa í burtu. Já það er sko stuð á Stekkjarholti 6 en þetta er samt voða skemmtilegur aldur hann er farinn að lyfta höndum og sýna hva hann er stór og svo krista hnefa og gnista tönnum þegar er spurt hva hann er sterkur og svo heyrist eitthvað arg hljóð emoticonog svo náttla klappa saman lófunum og vinka bæemoticon

Engillinn hennar mömmu sinnar í orðsins bestu merkingu með prakkara svipinn....

09.10.2010 23:41

Enn bætist í ásettninginn

Ég fór á Fáskrúðarbakka í dag með Emil og Bárði og var Bárður búnað tala við Kristján um að fá að taka frá botnótta gimbur fyrir mig og var ég rosalega montin að fá að kaupa svona fallega gimbur og það með 18 í læri því það er ekk mikið um að menn tími að selja það. Þetta er líka litur sem mig hefur alltaf vantað og langað í svo ég er allveg í skýjunum með gripinn. Það styttist óðum í Héraðshrútasýninguna en ég á reyndar enga lambhrúta til að fara með í ár því ég seldi 2 bestu hrútana og slátraði svo rest. Það var reyndar einn frá Maju systir undan Golsa sem stigaðist 85 stig en hann er bara svo skyldur hinum að það tók sig engan veginn að setja hann á svo hann endaði bara á góðum stað í kistunni hjá henni. Ég tók svo rúnt um daginn og tók betri myndir af Huldu og Móheiði en náði þó ekki mynd af honum Skugga hrútnum hans Emils en ég tók mynd af hrútnum hans Óskars í Bug en reyndar ekki nógu góða mynd en það verður bara næst.


Hér er svo nýjasta gimbrin mín, hún er með 18 í læri og er undan sæðishrútnum Grábotna. Ég er enn að melta hvort ég skíri hana Botnleðju, Emil datt það í hug og ég hló mikið en ég verð nú að viðurkenna að það er helvíti frumlegt nafn og það er örugglega engin sem á kind með því nafni.

Það er ekki mikið varið í þennan Zetor sem Bói er búnað rífa niður í frumeindir.


Móheiður módel stillti sér vel upp þegar ég tók mynd af henni.

Og það gerði hún Hulda líka og eru þær alltaf tvær saman eins og samlokur.

05.10.2010 15:44

Kollóttu gimbrarnar hans Emils

Jæja það er nú saga til næsta bæjar að hann Emil er sko búnað fá sér nýjan stofn og það kollóttan og var hann meira segja svo heppinn að fá 4 vetra hrút í kaupbætir einnig kollóttan hjá Eiríki Helgasyni og er hann þrílembingur og heitir Skuggi og er hvítur. Gimbrarnar fengu nafnið Móheiður og Hulda. Það var mikill hasar að hleypa þeim út á tún hann Skuggi ætlaði að fara í Emil nýja eiganda sinn en stökk svo út á tún og þegar ég ætlaði að halda henni Móheiði og Emil ætlaði að taka mynd þá hoppaði hún og hristi sig svo mikið að ég flaug með henni niður á tún og var heppin að hún skyldi ekki skella mér bara á bakið og þar af leiðandi missti ég hana ansas klaufaskapur ég sem ætlaði að ná svo góðum myndum af okkur með gimbrarnar en ég náði þó nokkrum en ég á ekki mynd af Skugga svo ég tek bara mynd af honum þegar ég fer að hýsa. Við fórum svo einnig með Óskari Hafberg inn á Hjarðarfell og keypti hann þar mjög fallegan hvítan kollóttan hrút.

Hérna er hún Móheiður.

Hérna er svo hún Hulda.

Hérna eru þær svo komnar út á tún.

02.10.2010 21:42

Stigun 29 sept

Jæja það var komið að skoða hjá okkur lömbin 29 sept og kom það bara vel út. Við fengum 7 gimbrar af 20 með yfir 30 í ómvöðva og 18 í læri og var ég rosalega sátt við það. Besta gimbrin var með 35 í ómvöðva, 5 í lögun, 9 frampart og 18 í læri. Hrútarnir komu ágætlega út það voru 3 með 84,5 stig og einn með 85 og hæðsti var með 86 stig og var hann undan Hlussu og Topp. Ómvöðvinn hjá hrútunum var þó miklu slakari en í fyrra því núna var engin með yfir 30 hæðsti var með 29 hjá okkur núna.
Það var svo slátrað hjá okkur á föstudaginn og kom þá út að ég var búnað setja svo mikið á og selja einhver 5 stykki svo ég á bara 3 skrokka þetta er allveg orðið vandamál að eiga bara góð lömb. Jæja það var slátrað 15 stykkjum frá okkur og kom fallþingdin vel út. Meðalvigtin af því sem var slátrað, var 25,9. Við setjum svo 11 gimbrar á og kaupum vonandi einhverjar kollóttar ef við fáum þær.

Hér er svo verið að ómmæla og stiga.

Hér er svo vinurinn duglegur að tæma úr skúffunum hjá mömmu sinni.
  • 1
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 233
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 331749
Samtals gestir: 14677
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 09:07:31

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar