Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2014 Maí

22.05.2014 22:30

Sauðburður og kettlingar


Hér er litla vinnukonan mín að störfum hún Freyja Naómí þó hún sé smá er hún allveg ótrúlega dugleg að stússast í fjárhúsunum með mömmu sinni.

Þessi sauðburður er búnað ganga bara að mestu leyti vel og aðeins hafa 2 lömb drepist fyrir utan dauð fóstur úldin sem kom einmitt hjá kind sem heitir Móra og við lentum í því að legið á henni kom út og hún hefur farið á stað með 3 lömb og 2 voru úldin fóstur og eitt lifandi. 
Þetta var með því ógeðslegasta sem ég hef lent í því ég hafði samband við Hjalta dýralækni og ég reyndi með mesta móti að troða því aftur inn og Siggi og Gummi Ólafs héldu henni á meðan en ekkert gekk þetta var allt of stórt til að komast inn aftur enda komið allveg niður á gólf svaka köggull svo Gummi lóaði henni fyrir okkur og lambinu sem lifði var komið undir næstu einlembu sem bar.

Hin 2 lömbin sem dóu var þannig að Ösp var byrjuð að bera um 10 og ekki komin belgur eða neitt og við ákváðum að gefa henni tíma til að verða 12 og þá var hún borin og annað lambið hafði kafnað í belgnum ekkert smá svekkjandi það kenndi manni að maður á ekki að láta líða svona langt á milli það er aldrei að vita hversu fljótar þær eru.

Hitt lambið var þrílembingur undan Rauðhettu gimbur botnuflekkótt rosa falleg og hún dó úr slefsýki. Það var gefið henni sykur vatn, skítapillu og reynt öll trix en það gekk ekki.

Ótrúlegustu hlutir hófu svo að gerast þetta sauðburðar ár því fyrst fór legið út á henni Móru og henni var lógað. Spíra hans Sigga skaut svo líka út á sér leginu og tókst Sigga og Bóa að koma því aftur inn með átökum og loka fyrir með stikkinu sem er fest í ullina . 

Svo kom ég í fjárhúsin í gær og þá var legið komið hálft út á annari henni Sillu og ég stökk og náði mér í milda sápu og þvoði það og lét svo renna ískalt vatn á það og hringdi svo í Bóa og hann kom og hjálpaði mér og ég kom því inn aftur og allt í lagi með það en svo var Smári búnað koma og sækja Bóa og þá lít ég við og DEM legið var aftur komið út svo ég tróð því aftur inn og alla leið inn í þetta sinn ég vissi ekki að ég ætti að fara með hendina lengst inn í hana til að það myndi sogast inn OJ ég veit þetta hljómar ekki vel enda var þetta ógeðslegt. En þetta hafðist og fyrir algera tilviljun var ég með gula stykkið í bílnum því ég hafði fengið það lánað hjá Óla í Lambafelli og ætlaði að skila því þennan morgun allveg ótrúlegt að vera með það og lenda í þessu og auðvitað festi ég það svo á hana og legið helst allavega inni núna.

Hversu skrítið getur þetta samt verið að þetta hefur ekki skeð í 30 ár eða meira svo Siggi muni að það komi svo 3 núna með legið út. Ég var svo einmitt að tala um þetta við Bárð og þá lenti hann líka í því að gemlingur hjá honum kom með þetta út og áður hafði hann aldrei lent í þessu. Einnig talaði ég við vinkonu mína á Ytri Hofdölum og þau lentu í þessu núna og dýralæknirinn hjá þeim sagði að hann væri búnað sinna óvenju mörgum svona tilfellum í ár.
Já þetta er stór spurning hvað veldur þessu svona mikið í ár.


Hér er hún Silla greyjið með leghölduna sína og ég búnað binda hana með bandi svo hún losni allveg örugglega ekki.

Það er svo líka gaman að segja frá því að það er aldeilis búið að bætast við lamba talninguna hjá okkur því það komu tvær þrílembdar sem voru sónaðar með 2 og 1 
veturgömul með 2 sem átti að vera með 1. 2 gemlingar með 2 sem áttu að vera með 1.
Ein síðan með 2 fósturlátin þessi mórauða sem hefur farið af stað með 3 en kom með 1.
Svo það eru 5 auka lömb sem bættust við eins og komið er. Bara gaman að fá svoleis svo er ég rosalega lukkuleg með að allir gemlingarnir sem fengu með Blika Gosa syni komu með 2 því einn kom með auka lamb en var sónaður með 1. Eins fæ ég bæði þrílembur og tvílembur undan Brimil Borðasyni svo ég get hætt að vera hrædd við ófrjósemina á bak við ætternismatið þeirra vona ég.


Mist með fallega gimbur undan Ás.

Frigg er ein af okkar bestu kindum og hér er hún með hrút og gimbur undan Kára sæðishrút.

Hnota hennar Jóhönnu með tvo undan Guffa sæðishrút.
Það eru svo fleiri myndir hér inni.

Kettlingarnir stækka og stækka.

Alger krútt hér má sjá fleiri myndir af þeim með því að smella hér.

Fíóna með hrút undan Glaum.

Embla Marína og Freyja Naómí með litlu gimbrina hennar Ísey.

Tvílembingar undan gemlingum þeir svörtu undan Zeldu og þeir botnubildóttu undan Sölku.
Þeir eru undan Mugison móflekkótta hrútnum mínum og hann er að gefa mjög þroskamikil lömb enda stór og þroskamikil sjálfur.

Botnleðja að fara með þrílembingana sína á fjall undan Brján.

Snotra hennar Jóhönnu með hrút undan Glaum og annað í fóstri.

Dóra með þrílembinga undan Brimil 2 gimbrar og einn hrút.

Snælda sem átti stigahæðsta lambhrútinn hjá Búa í fyrra með 2 gimbrar undan Brimil.

Móheiður með hrútana sína undan Mugison.

Dóra og Rán mæðgur eru báðar þrílembdar og ganga með þau öll og keyrðum við þær inn í Máfahlíð í safaríka grasið. Það má svo sjá fleiri myndir hér af þessu .

Vigga gemlingur með lömbin sín undan Brján.

Ófeig gemlingur með hrútana sína undan Mugison.

Fallegu lömbin hennar Rósulind undan Glaum. Sú fremri gimbur og botnuflekkótta hrútur.

Skrúfa hans Sigga var með 2 annað drapst en þetta litla sæta er rosalega duglegt.

Botna hans Sigga með stóru lömbin sín undan Brimil.

Soffía hans Sigga með gimbrina sína hún kom einnig með eitt úldið.
Spíra sem legið kom út en hún er allveg að ná sér.

Dollý hans Sigga með gimbrina sína.

Rósalind að fara með gullin sín út.

Undan Þrumu og Mugison hrútur og gimbur.

Lagt af stað að vitja um með Bóa og Freyju.

Svakalega spennandi hvort það komi fiskur í netið.

Flottar saman Freyja og Freyja.

Svo var byrjað að draga.

Engin bleikja var í netinu bara ósaflúðra en krakkarnir skemmtu sér konunglega.
Það eru svo fleiri myndir af sauðburði og fleira með þvi að smella hér.

Svo er hérna prinsinn með uppáhaldið sitt þann svarta.

Hér eru svo glænýjar kettlinga myndir af þessum krúttum með því að smella hér.

Jæja segjum þetta gott að sinni ég á svo eftir að koma með loka sauðburðarblogg því en eru 8 kindur eftir að bera og verður sú síðasta gemlingur um mánarðmótin.

05.05.2014 18:12

Sauðburður hafin og Myrra gotin

Jæja þá gef mér loksins tíma til að henda einhverju hér inn og ekki seinna vænna því sauðburður er hafin en þó rólega og er ég að deyja úr óþolinmæði að allt fari á fullt.

Hrafna bar fyrst 28 apríl hrút undan Baug sæðishrút. Svakalega hvítur þykkur og fallegur.

Nala var önnur og hún er með 2 gimbrar undan Baug sæðishrút.

Flekka kom næst með 2 hrúta undan Baug líka.

Svana með 2 gimbrar undan Garra.

Svört hans Sigga kom með 3 undan Garra sæðishrút.

Hrifla var sónuð með 2 en kom með 3 undan Saum sæðishrút.

Dröfn með þrílembingana sína undan Garra. Það var vanið undan henni undir tvævettlu sem er með 1.

Hér er Benóný með fyrstu bleikju sumarsins sem ég fékk í vaðlinum. 
Farið að grænka vel og maður bíður spenntur eftir sumrinu.
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Gugga með þrílembingana sína undan Þorsta. Það tókst að venja undan henni undir tvævettlu sem var með 1.

Það er svo gaman að segja frá því að 1 strá sem ég notaði út Garra var notað í 5 kindur 2 hjá Sigga og 3 hjá mér og Siggi fékk tvær þrílembdar og ég fékk 1 þrílembda og 2 tvílembdar svo það er ekkert smá góð nýting á 1 strái 13 lömb alls.

Sauðburður hefur gengið rosalega vel en hann fer mjög rólega af stað það bar til dæmis bara ein í dag og það var fyrsta mislita lambið sem kom og það er svartur hrútur undan Kára sæðishrút annars er allt hvítt sem komið er. Nú eigum við eftir að fá lömb úr Guffa, Ás og Kára í viðbót úr sæðingunum svo byrjar að koma úr heimahrútunum okkar og ég er að deyja úr spenningi yfir að sjá lömbin undan Mugison og Glaum.


Fyrstu lambærnar  fengu að fara út í gær og geldu gemlingarnir.

Hrútarnir fengu líka að fara út í heimahagana sína í Máfahlíð og var rosa fjör eins og sjá má á þessari mynd.

Mugison og Glaumur komnir inn í Máfahlíð.

Myrra gaut svo 4 kettlingum á sumardaginn fyrsta.

Hér eru krúttin.

Benóný Ísak elskar svarta kettlinginn.

Freyja verður líka að fá að halda á þeim.

Embla Marína elskar þann hvíta mest.

Algjörar krúttsprengjur engin furða að krakkarnir séu sjúkir. Ég þarf allveg að skammta þeim tíma með þá því þau gætu verið með þá allan daginn.
Hér er svo Myrra með ungana sína. Það eru svo fleiri myndir af henni og krökkunum með kettlingana hér inni í albúmi.

Aðalfundur Búa var haldin núna seinast liðinn miðvikudag 30 apríl í Átthagastofu í Ólafsvík og fór þar fram verðlauna afhending , venjuleg fundarstörf, reikningar og fleira.
Hér er Gummi að afhenda Ragnari á Kverná verðlaun fyrir þriðju afurðahæðstu ánna hjá Búa og fyrsta sæti hlaut Anna Dóra og Jón Bjarni Bergi og annað sæti Óli Tryggva 
Grundarfirði.
Bestu alhliða ærnar fæddar 2008 í Sauðfjárræktarfélaginu Búa
Ær Faðir Fita  Gerð Kjötgæði Mjólk Frjósemi Heild Eigandi
08-126 Raftur 05-966 112 109 110,5 107 110 109,2 Jón Bjarni Þorvarðarson, Bergi
Stygg 08-002 Raftur 05-966 107 105 106 105 111 107,3 Ólafur Tryggvason, Grundargötu 62
Íris 08-107 Fróði 07-262 114 82 98 112 112 107,3 Guðfinna og Ragnar, Kverná
08-021 Raftur 05-966 99 112 105,5 113 102 106,8 Ólafur Ingi, Mýrum
Arna 08-127 Óttar 06-293 112 102 107 101 111 106,3 Guðfinna og Ragnar, Kverná
Skessa 08-003 Raftur 05-966 111 105 108 105 106 106,3 Lárus, Gröf
Krubba 08-027 Raftur 05-966 114 105 109,5 101 106 105,5 Óttar Sveinbjörnsson, Kjalvegi
08-166 Raftur 05-966 109 102 105,5 101 110 105,5 Jón Bjarni Þorvarðarson, Bergi
08-455 Raftur 05-966 116 109 112,5 96 106 104,8 Kjartan, Nýjabúð
08-156 Mundi 07-202 112 92 102 107 105 104,7 Jón Bjarni Þorvarðarson, Bergi
08-004 Raftur 05-966 103 105 104 95 115 104,7 Ólafur Ingi, Mýrum
Birta 08-026 Máni 07-702 102 100 101 105 106 104,0 Dóra og Bárður, Eyrarvegi 12
Þosta 08-020 Raftur 05-966 110 105 107,5 102 101 103,5 Guðfinna og Ragnar, Kverná

Efstur í þessum flokki var Ingibjörg og Valgeir og svo átti Óli á Mýrum sem hér tekur við verðlaununum annað og þriðja sætið.


Hrútar sem eiga 8 sláturlömb og gerð þeirra 9,5 eða meira haustið 2013
Hrútur Faðir Heimili Fjöldi Fallþungi Gerð Fita
             
12-722 Ljúfur 08-859 Grundargata 47 12 16,53 10,75 7,17
Satan 12-682 Blakkur 07-865 Mýrar 10 17,23 10,7 7,7
Vindur 11-695 Laufi 08-848 Mýrar 27 16,97 10,11 6,56
Svartbotni 12-201 Grábotni 06-833 Berg 46 15,86 9,83 5,91
Partur 12-400 Klettur 10-397 Hamrar 10 16,48 9,8 6,5
Salamon 12-032 Guffi 08-869 Vallholt 24 17 17,41 9,76 6,71
Stormur 11-001 Kveikur 05-965 Máfahlíð 12 19,63 9,75 8,42
Lundi 12-370 Grábotni 06-833 Kjalvegur 16 18,01 9,69 8,06
Prúður 08-088 Kroppur 05-993 Kolgrafir 25 17,06 9,68 6,88
Biskup 12-681 Púki 06-807 Mýrar 9 17,23 9,67 7,78
Snjókarl 09-204 Spakur 08-153 Kvíabryggja 11 17,35 9,64 6,82
Dropi 09-093 Kveikur 05-965 Kolgrafir 66 15,83 9,59 6,48
Njörður 09-692 Púki 06-807 Mýrar 25 17,1 9,56 7,28
Silfri 12-200 Grábotni 06-833 Berg 41 16 9,54 6,15
Kibbi 12-202 Lagður 07-847 Berg 16 15,36 9,5 5,81Hér er Andrés og Jensína í 1 sæti fyrir kjötmat og gerð svo Þór annað sæti og svo Marteinn Gíslason Ólafsvík þriðja sæti.
Bú sem náðu 30 kg eftir hverja á eða meira árið  2013 - Fjárræktarfélagið Búi
Eigandi Fjöldi áa Tvílemba Einlemba Ær með lambi Hverja á Fædd lömb Til nytja Fleirlembur Geldar
                   
Andrés og Jensína, Bárðarási 4 13 41,8 0 41,8 41,8 2,23 2,08 3 0
Þór Reykfjörð Kristjánsson, Eiðhúsum 15 42,1 20 40,6 40,6 2,07 2 2 0
Marteinn Gíslason, Túnbrekku 16 16 44,1 21 40,8 38 2,2 1,93 6 1
Blómsturvellir ehf, Kjalvegi 33 40,5 24,5 38,5 37,4 2,03 1,91 6 1
Ólafur Tryggvason, Grundargötu 62 11 41,7 17,6 37,3 37,3 2,18 1,91 2 0
Óskar H. Þorgilsson, Ólafsbraut 54 13 39,7 20,7 36,8 36,8 2,15 2 3 0
Guðmundur Ólafsson, Vallholt 24 20 39,6 21,9 36,1 36,1 1,9 1,9 2 0
Jóhanna Bergþórsdóttir, Stekkjarholti 7 5 39,6 17 35,1 35,1 2,2 2,2 2 0
Sigurður A. Guðmundsson, Miðbrekku 1 15 37 21,8 35,9 33,5 2,07 1,87 1 0
Herdís Leifsdóttir, Máfahlíð 41 41,5 25,1 38,1 33,2 1,74 1,59 1 2
Edda Bára Sveinbjörnsdóttir, Hellisbraut 18 26 36,9 22,8 32,5 32,5 1,85 1,69 1 0
Dóra Aðalsteinsdóttir, Eyrarvegi 12 73 33,2 18,3 32,3 31,4 2,11 1,99 17 1
Oddur H. Kristjánsson, Skallabúðum 21 37,3 20,1 34,6 31,3 1,76 1,67 1 1
Þorvarður Guðbjartsson, Naustabúð 6 9 38,8 0 38,8 30,2 1,78 1,56 0 0
Ólafur Ingi Jónsson, Mýrum 157 33,7 18,3 31,5 30 2,01 1,77 12 0

Hér er verið að veita verðlaun fyrir Bú með 9,0 í gerð sláturlamba. Í fyrsta sæti Sigurður Gylfason Tungu og í öðru sæti Óttar Sveinbjörnsson og í þriðja við.
Bú með 9,0 í gerð sláturlamba eða meira í Fjárræktarfélaginu Búa árið 2013
Eigandi Sláturlömb Fallþungi Gerð  Fita
         
Sigurður K. Gylfason, Tungu 9 20,04 11,67 8,11
Blómsturvellir ehf 27 18,37 10,11 8
Herdís Leifsdóttir, Máfahlíð 33 19,97 9,91 8,39
Hörður Pálsson, Hömrum 30 16,79 9,6 6,1
Ólafur Ingi Jónsson, Mýrum 228 17 9,53 7,01
Ingibjörg Sigurðarsdóttir, Grundargötu 47 46 15,99 9,43 6,63
Guðmundur Ólafsson, Vallholti 24 34 17,68 9,41 6,82
Gunnar Ingvarsson, Kolgröfum 173 15,86 9,27 6,35
Jón Bjarni Þorvarðarson, Bergi 263 15,13 9,17 5,67
Guðmundur K. Pálsson, Hálsi 98 16,21 9,01 7,02

Emil að taka við verðlaunum fyrir okkur fyrir hæðst stiguðu lambhrútana og áttum við 1 og 3 sæti og svo átti Anna Dóra og Jón Bjarni Bergi 2 sæti.
Lambhrútar hjá Búa með 86 stig eða meira haustið 2013
Býli Lambnr. Númer Nafn Burður Gekk Faðir nr Faðir nafn Móðir nr Móðir nafn
Máfahlíð 383 13-236   1 1 11-002 Brimill 10-009 Snælda
Berg 171 13-202 Viti 2 2 12-200 silfri 07-084  
Máfahlíð 865 13-714 Rjomi 1 1 12-001 Bliki 12-007 Mjallhvít
Tunga 28 13-431 Kimbi 2 2 12-001 Bliki 11-102 Valbrá
Vallholt 24 104 13-217 Gráni 2 1 10-397 Klettur 12-030 Dóra
Máfahlíð 352 13-178 Máfur 1 1 12-001 Bliki 12-006 Hosa
Tunga 27 13-536 Tumi 1 1 12-446 Kjölur 11-110 Mjöll
Tunga 48 13-447 Glaumur 2 2 12-004 Draumur 11-108 Gloppa
Kjalvegur 46 13-371   2 1 10-397 Klettur 08-027 Krubba
Vallholt 24 106 13-621 Hrói 2 2 10-397 Klettur 09-007 Hlussa
Kvíabryggja 104 13-228   1 1 08-870 Hergill 11-060  
Máfahlíð 608 13-493 Mávur 2 2 11-001 Stormur 11-012 Frigg
Máfahlíð 620 13-381 Botni 2 2 12-370 Lundi 10-013 Rán
Máfahlíð 672 13-265   2 1 11-001 Stormur 11-012 Frigg
Máfahlíð 1629 13-547   2 2 10-397 Klettur 11-006 Svana
Tunga 32 13-264   2 2 11-002 Brimill 10-003 Svört
Kjalvegur 145 13-537 Óttar 2 2 10-397 Klettur 09-039 Nóta
Eyrarvegur 12 175 13-715 Fostri 3 3 10-501 Depill 10-013 Gulbrá
Grundargata 62 12 13-601 Þristur 2 2 12-722   06-003 Björt

4,4 4 108 8 9 9 9 9 17,5 8 8 8,5 86
2 4,5 110 8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 86
4,7 4,5 112 8 8,5 9 9 9 17,5 8 8 9 86
4 4,5 113 8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 86
2,8 4,5 109 8 9 9 9 9 17,5 8 8 8,5 86
6,7 4 111 8 9 9 9 9 18 7,5 8 8,5 86
4 4,5   8 9 9 8,5 9 18 8 8 8,5 86
1,6 4,5   8 9 9 8,5 9 18 8 8 8,5 86
4,3 4 107 8 9 9 8,5 9 18 8 8 8,5 86

  • 1
Flettingar í dag: 265
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330707
Samtals gestir: 14338
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 22:19:42

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar