Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2017 Apríl

27.04.2017 17:47

Páskar og ferðalag fyrir austan


Gleðilega Páska við eyddum fríinu fyrir austan í sumarbústað á Einarsstöðum og það

var alveg frábært. Við fórum oft til Ágústar bróðirs yfir Breiðdalsheiðina og yfir í Breiðdalinn

en hann býr þar á sveitbæ sem heitir Fell. Hér eru krakkarnir okkar með Dalíu frænku sinni

á Páskadag. Maggi bróðir og Erla kærastan hans og mamma komu svo til okkar í bústaðinn

og komu svo líka til Ágústar og Írisar og við vorum öll saman á Páskadag það var mjög

gaman. Stelpurnar okkar alveg dýrkuðu sveita lífið og sérstaklega kyðlingana og vildu

helst bara eiga heima hjá þeim enda gistu þær tvær nætur hjá Dalíu.

Hér eru Embla og Dalía með kiðlingana.

Kiðlingarnir svo sætir.

Hér er ég með hana Baddý og hún er alveg geðveikt þung.

Hér er Íris með eitt gæludýrið hennar Dalíu hún er þriggja vetra og hefur alltaf verið geld.

Er bara svona heimalingur og gæludýr hjá þeim.

Við fundum snjóinn og gott betur fyrir austan.

Flottar frænkur saman í heita pottinum.

Freyja alsæl með kiðling.

Maggi og Erla komu líka að skoða geiturnar og þær bræddu þau jafnt og okkur.

Gaman saman að borða á Páskadag hjá Írisi og Ágústi á Felli.

Það eru svo fleiri myndir af þessum áfanga í ferðinni hér inn í albúmi.

Geitur eru svo miklir karektar og svo gæfar.

Ég verð að segja að ég er mjög fegin að þurfa ekki að keyra aftur yfir Breiðdalsheiðina

hún er ekki ein af minni upphalds. Þá er Fróðarheiðin ekki ógnvægnileg í samanburði við

þessa mér finnst þessi svo ógeðslega brött og krappar beygjur að ég stíg á bremsunni

í farþegasætinu og sussa á Emil að keyra hægar he he.

Benóný bráðnaði líka yfir kiðlingunum.

Hér er einn sætur.

Við fórum í heimsókn til Rúnars í Ásgarði í Breiðdal. Hann hefur keypt af okkur fé í

gegnum árin svo það var spennandi að fá að koma.

Held að þetta sé hrútur sem hann fékk hjá okkur undan Fíónu og Blika.

Þessi er undan Hyrnu og Rafall sem hann fékk hjá okkur. Mjög fallega hyrndur og hvítur.

Þessa kind keypti hann líka af okkur og hún er undan Sölku og Mugison.

Gemlingarnir hjá honum.

Emil var alveg sjúkur í þennan hund hjá Írisi og Ágústi.

Þessa rollu fékk hann hjá okkur og hún er undan Zeldu og Mugison.


Hann fékk einnig hrút frá okkur undan Klett Svönu og svo Hriflu og Brján og þeir eru

að gera rosalega góða hluti fyrir hann og er þessi undan Hriflu og Brján langhæðstur

af hrútunum hans með gerð og hefur smell passað inn í stofninn hans. Það er alltaf

gaman að heyra þegar maður selur og það virkar vel í framræktun.

Við sáum hreyndýr á leiðinni og það fannst krökkunum æði.

Fallegt landslag á leiðinni á Höfn.

Benóný fékk langþráðan draum sinn uppfylltan að fá að fara í sund á Höfn í Hornafirði.

Hann var alveg alsæll með það og trúði því ekki fyrr en við vorum kominn inn að hann

væri að fara greyjið því hann var veikur í ferðinni og fékk bara að fara einu sinni í sund

á Egilsstöðum og varð svo veikur. En við gerðum undantekningu með það núna því

hann var orðinn betri af kvefinu og hóstanum og fékk að fara smá stund í rennibrautirnar

á Höfn og var ekki svikinn af þeim og fannst þær æðislegar. Það er svo gaman að fá að

uppfylla sundlauga og rennibrauta draumana hans hann verður svo þakklátur og ánægður

að það fyllir mann af hamingju. Hann á þó enn eftir að prófa rennibrautirnar á Norðfirði

og hann er ekki sáttur að hafa ekki farið þangað en það verður að vera eitthvað eftir

þegar við komum næstu heimsókn á austfirðina. Benóný sonur okkar er sem sagt 7 ára

og fyrir þá sem ekki vita þá er hann með dæmigerða einhverfu og hans mesta

áhugamál eru sökkvandi skip og vatnsrennibrautagarðar og sundlaugar með rennibraut.

Þetta er þó árstíðarbundið rennibrautirnar og sundlaugarnar eru alveg inn á sumrin en

skipin meira á veturna.

Hér erum við komin í Jökulsárlón.

Aðeins að teygja úr okkur á leiðinni.

Ég var alveg heilluð af náttúrufegurðinni á leiðinni við eigum svo sannarlega mikið

af fallegum náttúruperlum hér á Íslandi.

Þessi ferð okkar var alveg æðisleg og mun vera eftirminnileg. Við enduðum svo ferðina

með því að fara hringinn og gista í Rvk og fara svo með krakkana í bíó á Strumpana

og svo lá leið okkar heim.


Nú er bara að bíða í örvæntingu og tilhlökkun eftir sauðburðinum sem hefst í næstu

viku eða 4 til 5 maí eiga fyrstu tal.

Það eru svo fleiri myndir af restinni af ferðalaginu og heimsókninni til Rúnars í Ásgarði

hér inn í myndaalbúmi.23.04.2017 22:37

Heimsókn til Birgittu og Þórðar á Mörðuvelli

Jæja það hlaut að koma að því að ég fengi loksins brúðkaupsferðina mína uppfyllta eða öllu

heldur rollu ferðina mína til Birgittu og Þórðar á Mörðuvelli að vetri til. Ég er búnað bíðja um

svona ferðalag lengi og loksins varð það núna að veruleika.

Það var alveg yndislegt að koma til þeirra og alveg dekrað við okkur.

Auðvitað lá svo ferð okkar eftir spjall og mat í eldhúsinu upp í fjárhús að skoða kindurnar.

Hér eru krakkarnir á undan okkur á leið upp í hús.

Hér eru lambhrútarnir sá lengst til hægri er sá sem þau fengu hjá okkur og er undan

Mjallhvíti og Máv og heitir Mávur hjá þeim. Sá í miðjunni er heimaræktun hjá þeim og

hann er alveg rosalega fallegur. Það verður spennandi að sjá hvað þeir gefa.

Hérna er ein sem kom hlaupandi til Birgittu.

Embla komin með eina vínkonu sem vill víst bara tala við krakka en ekki fullorðna he he.

Freyja líka búnað koma sér í mjúkinn hjá þessum.

Þessi hvíta hyrnda fékk Birgitta og Þórður hjá mér og hún er undan Krónu og Mola.

Það sést alveg Mola svipurinn á henni.

Æðislegur veggurinn hjá Birgittu í fjárhúsunum. Þetta er sko meistaraverk.

Þetta finnst mér líka alveg snilldar hugmynd og á örugglega eftir að herma eftir og láta

Sigga gera svona hjá sér he he. Svo flott skipulag á verkfærunum.

Hér er Birgitta með eina uppáhalds sem fær smá fóðurbætir.

Benóný eignaðist líka vínkonur og hafði gaman að.

Verið að fylla á vagninn.

Hér fer svo Birgitta með vagninn að gefa og núna er hún búnað loka jötunum og opnar þær

svo aftur þegar hún er búnað gefa á allan garðann.

Í ís partý heima hjá Birgittu og þar blasa rollu myndirnar líka við alveg yndislegt að sjá.

Árlega myndartakan okkar varð auðvitað að eiga sér stað he he. Þetta er svo magnað

að við höfum kynnst og náð svona rosalega vel saman við kynntumst bara í gegnum

heimasíðurnar og Birgitta rakst á mína síðu og hafði samband við mig og síðan þá

höfum við myndað æðislegan vinskap. Er svo þakklát fyrir að hafa kynnst henni og

Þórði þau eru alveg yndisleg og svo gaman að koma til þeirra.


Það eru svo fleiri myndir af ferðinni okkar hjá þeim hér inn í albúmi.


Ferðinni okkar var svo ekki lokið hún er rétt að byrja því næst lá leið okkar austur en það verður meira af því í næsta bloggi.
23.04.2017 22:31

Aðalfundur Búa fyrir árið 2016

Aðalfundur Búa var haldinn inn í Grundarfirði um daginn og fengum við smá viðurkenningar

skjöl til að bæta í safnið okkar í fjárhúsunum.

Við fengum annað sæti fyrir lambhrúta.

Þriðja sæti fyrir afurðarhæðstu 5 vetra ærnar

Svo skjöl fyrir besta veturgamla hyrnda og mislita 2016

Hér erum við vinningshafarnir fyrir Afurðarhæðstu 5 vetra ærnar.

Það eru svo fleiri myndir af fundinum hér inn í albúmi.


Það má svo sjá nánari útskýringu af fundinum hér inn á 123.is/bui

23.04.2017 22:21

Árshátíð hjá Benóný og Embla lærir að hjóla

Embla Marína orðin 6 ára og búnað læra hjóla alveg himinlifandi með það að pabbi hennar

kenndi henni að hjóla og sleppti henni einu sinni án hjálpardekkjana og hún hjólaði og hefur

ekki stoppað síðan he he.

Freyja skottast svo á eftir henni á sínu hjóli voða gaman.

Það var svo Árshátíð Grunnskólana um daginn og hér er Benóný með míkrafóninn í leikriti um

hana Öskubusku og þetta var svo flott hjá þeim.

Hér er hann aftur með bekknum sínum hann er í 2 bekk.

Hér er Embla með gemlingunum okkar en þeir hafa stækkað svo og þroskast núna.

Þeir eru allir með lömbum nema Rósa sem Embla á það er þessi kollótta flekkótta fyrir aftan

en hún var höfð geld.


Það eru svo fleiri myndir af Árshátíðinni og smá rollu myndir hér inn í albúmi.

  • 1
Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 122
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330782
Samtals gestir: 14340
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 23:24:36

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar