Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2024 Janúar

10.01.2024 12:37

Blogg aftur í tímann 11 ára afmæli Freyju Naómí


Freyja Naómí okkar fagnaði 11 ára afmæli sínu þann 12 desember. Hún hélt upp á það hér heima og bauð nánustu vinum í smá partý.

Hún var vakin á afmælisdaginn með köku og kerti og sungið fyrir hana. 

 


Hér er hún um morguninn að fara opna pakkann sinn. Þetta er alveg einstaklega skemmtilegur afmælisdagur sem hún er búnað bíða svo lengi eftir og svo fær hún alltaf líka fyrstu skógjöfina frá jólasveininum svo spennan var mikil að vakna og byrja þennan frábæra dag svo á Kolur hundurinn hennar ömmu Freyju og afa Bóa líka afmæli sama dag.

 


Hér eru kræsingarnar fyrir stelpu partýið svo vorum við með heimabakaðar pizzur.

 

10.01.2024 12:36

Jólin 2023

Við höfðum það mjög gott yfir hátíðarnar og óskum ykkur kæru síðu vinir Gleðilegra jóla og farsælt komandi ár og takk fyrir innlitið á síðuna okkar á árinu sem er liðið.

Við borðuðum inn í sveit hjá Freyju og Bóa og mamma kom með okkur á aðfangadag svo þegar búið var að borða fórum við  heim til okkar að opna pakkana enda krakkarnir orðnir verulega spenntir að bíða eftir að væri búið að borða og ganga frá svo gamanið gæti byrjað. Jóhanna frænka Emils og mamma mín komu svo heim til okkar og opnuðu pakkana með okkur og Freyja og Bói komu svo aðeins seinna eftir að þau voru búnað slappa aðeins af eftir matinn. Það er svo geggjað fyrir okkur og við erum svo þakklát að fá að koma til þeirra í mat því þetta er svo annasamur tími hjá okkur í fjárhúsunum á fengitímanum og þá er svo gott að geta klárað það í róleg heitum og græjað svo alla í jólabað og föt sem tekur talsverðann tíma og þurfa ekki að stressa sig yfir að hugsa um matinn líka. Á gamlársdag sáum við svo um matinn vorum með nautalund frá Kjötkompaní sem Steini frændi sótti fyrir okkur og svo vorum við með lambahrygg úrbeinaðann í lambafille og svo grillaði Emil bæði og svo vorum við með bökunarkarteflur stórar sem ég steikti inn í ofn og þetta var allt rosalega gott. Freyja,Bói, Jóhanna og Siggi í Tungu komu til okkar í mat og voru með okkur á áramótunum. Mamma borðaði hjá Maju systir en kom svo yfir til okkar og var með okkur þegar var skotið upp.

 


Hér eru börnin okkar við jólatréið.

 


Benóný Ísak með sjoppu brauðstangir sem hann fékk tilbúnar frá Sjoppunni og ég þurfti bara baka þær

hann var alsæll með þær í jólamatinn.

 


Hér sést jólatréð okkar betur það var mjög fallegt tré.

 


Ronja Rós við jólatréð hjá ömmu Freyju og afa Bóa.


Kósý í sveitinni á aðfangadag.

 


Skvísurnar allar saman stelpurnar okkar og amma Freyja.

 


Það var gaman að leika í jóla snjónum.

Embla að búa til snjó virki.

 


Freyja að hjálpa til. Það var svo fallegur snjórinn og ekta til að búa til snjókarl og snjó virki.

 


Freyja spennt að opna pakkana.

 


Benóný kátur að opna pakkana.

 


Hér er Embla í skýjunum að opna gjöfina frá Eriku vinkonu sinni fékk kósý teppi,hestamúl og gæru mottu.

 


Hér erum við inn í sveit hjá Freyju og Bóa á aðfangadag svo kósý og flott.

 


Mamma kát á aðfangadag spennt að fara opna pakkana.

 


Hér er Ronja á gamlárskvöld.

 


Hér er Freyja með líka með blis.

 


Hér er Embla með blis líka .

 


Hér er Benóný búnað kveikja smá bál hann alveg elskar áramótin.

 


Það var mikil litadýrð í loftinu þegar gamla árið var kvatt.

 


Hér eru Siggi, Bói,Freyja og Jóhanna á gamlárskvöld heima hjá okkur.

 


Hér eru Ronja Rós og Freyja Naómí að borða á gamlársdag.

 


Hér eru flottir álfar á þrettándanum að fara sníkja gott í gogginn.

Embla og Ronja með Særúnu og Eriku vinkonum Emblu.

 


Hér er svo Freyja og vinkonur hennar Hekla og Birta.

 


Hér er Ronja Rós með gemlingunum sem eru svo gjæfir og sjúkir í hana að hún verður alltaf innikróguð af þeim.

Af fengitímanum og sæðingunum að segja þá settum við hrútinn hann Ljóma í 31 des  og ég leiði hann svo á milli yfir í hinar krærnar þegar ég gef.

Við sæddum 18 kindur og það 15 sem héldu og ég sæddi 9 fyrir Sigga og það voru 6 sem héldu hjá honum svo við erum bara mjög sátt við úkomuna.

Sæðingarhrútar voru

 

Angi með eina kind

Laxi með eina kind

Glitri með eina kind

Gullmoli með tvær

Úlli með tvær

Bjarki með eina kind

Steinn með eina kind

Styrmir með tvær

Jór með þrjár

Tjaldur með eina kind.

 

Heimahrútar voru

 

Bibbi með eina kind

Diskó með eina kind

Prímus með 6

Ljómi með eina kind

Bylur með 6

Klaki með 7

Svali með 8

Vestri með 2

Sóli með 5

Vindur með 7

Friskó ARR með 6

Grímur með 5

 

Fengum lánaða hrúta hjá Óla Ólafsvík

 

Mósi mórauður undan Kurdó hann fékk 4 kindur

Bogi ARR hrútur hyrndur hann fékk 9 kindur.

 

Það voru þrjár gimbrar sem gengu upp eftir hrúta en það var ekki sami hrútur svo við höfum eitthvað hitt vitlaust á þær svo vonandi halda þær núna þær fengu í janúar byrjun.

Ég er enn með Ljóma í og hann verður eitthvað áfram svona til 14 jan til að vera alveg örugg.

Siggi og Kristinn settu vír í hornin á lambhrútunum seinsustu helgi eða 7 janúar.

Ég er enn að klára gefa lýsi ætla gefa það þangað til brúsinn klárast annars höfum við gefið lýsi um fengitímann og aðeins fram í janúar.

 

 

 

10.01.2024 10:50

Desember ýmislegt

Bloggið kemur frekar seint inn hjá mér en síðan lá niðri svo lengi í desember og þá gat ég ekkert sett inn svo hér kemur þetta aðeins eftir á það sem var að gerast í desember og jólin.

 


Ronja Rós á leiðinni á jólaball í leikskólanum.

Ég hætti að vinna á leikskólanum 8 desember og fór þá að sinna fengitímanum og sæða.


Ronja var möndlumeistarinn á leikskólanum.

 


Hér er hrúturinn að kíkja á þær sem á að sæða svo allt fari þetta fram í rólegheitum.

 


Hér eru Freyja og Ronja að kaupa jólatré.

Við fengum mjög fallegt jólatré í ár.

 


Hér er Ronja Rós að hjálpa ömmu Huldu að skreyta jólatréið hennar.

 


Svo flottar saman mamma og Ronja Rós.

 


Hér er Ronja Rós umkringd af gemlingunum.

 


Hér er Mósi hans Óla í ÓIafsvík að fara á Hríslu við notuðum hann á nokkrar mórauðar.

 


Hér eru stelpurnar að hjálpa til við tilhleypingarnar og eru svo duglegar að sækja hrútana og fara með þá á kindurnar.

 


Hér er Friskó ARR hrúturinn okkar að fara á Ósk.

 


Hér erum við að gefa hestunum hey úti við Varmalæk hjá Freyju og Bóa.

Við tókum svo hestana inn milli jóla og nýárs.

 

  • 1
Flettingar í dag: 361
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1107
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 716423
Samtals gestir: 47226
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 09:49:11

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar