Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2024 Apríl

16.04.2024 06:24

jan til apríl 2024

Jæja þá er þetta loksins komið í lag hjá mér ég er búnað vera í vandræðum með tölvuna og myndirnar mínar því þær breyttust yfir í HEIC file og ég þurfti að kaupa mér forrit til að converta þeim yfir í JPG svo ég gæti komið þeim hér inn á síðuna og þetta er búið að taka mig svo langann tima að fatta hvað ég átti að gera til að geta breytt þeim yfir í JPG file en núna er það loksins komið. Í janúar fór Embla Marína okkar á Reyki með skólanum og kom unglingur til baka he he . Siggi og Kristinn settu vír og rör í hornin á lambhrútunum til að venja hornin á þeim. Ég ætla taka stutta upprífjun á þvi sem er búið að vera gerast hjá okkur frá janúar til dagsins í dag.

 


Erika og Embla vinkonurnar að fara í skólaferðalag á Reyki

 

 

3 febrúar fór að snjóa mikið og skaflar út um allt og óvenju miklir skaflar bak við hús hjá okkur og alveg upp að pallinum. Krakkarnir njóta sín vel og bjuggu til snjóhús og fengu heitt kakaó úti voða kósý stemming.

 


4 febrúar gerði svo mikinn skafl inn í Tungu fyrir hlöðudyrnar að Siggi þurfti að moka frá með traktornum til að geta tekið moðið út.

Kristinn og bróðir hans eru þarna í dyragættinni að fygjast með.

 


Ronja Rós var ánægð með snjóinn og fór að renna inn í Tungu.

 


Erika og Embla inn í sveit hjá Freyju og Bóa að búa til snjóhús.

 


Sunnudaginn 4 febrúar hófst mikill eltingarleikur við lamb gimbur sem var frá Friðgeiri á Knörr.

Kristinn og Siggi eru búnað vera svakalega duglegir í allann vetur að fara í göngur og ná í útigöngu fé sem hefur verið erfitt að ná heim.

Lambhrúturinn á móti þessari var kominn inn í Tungu og svo sást til þessara gimbur fyrir ofan Varmalæk hjá Freyju og Bóa og hún tók á rás alla leið lengst fyrir ofan Geirakot og náðist

þar niður við læk með hjálp Lalla á Hellissandi og hund sem hann var með náðu Siggi og Kristinn að handsama hana og teyma hana niður að veg.

 


Henni var svo skellt í skottið á bílnum hjá Kidda og keyrð inn í Tungu.

 


Hér eru þau svo sameinuð og líta bara nokkuð vel út þrátt fyrir að vera búnað vera úti allann þennan tíma.

 


Fósturtalning fór fram 10 febrúar og Guðbrandur kom og sónaði hjá okkur.

Eldri ær alls 47

2,13 meðaltal

7 með 1

29 með 2 

9 með 3 

2 með 4

2 vetra ær alls 17

1,88 meðaltal

2 með 1

15 með 2

Gemlingar alls 19

1,37 meðaltal

12 með 1

7 með 2

Heildartala fóstra er 158.

Af væntanlegum sæðingar lömbum frá hrútum er staðan svona:

Jór 6 fóstur

Tjaldur 2 fóstur

Angi 2 fóstur

Laxi 1 fóstur

Glitri 1 fóstur

Gullmoli 4 fóstur

Úlli 3 fóstur

Bjarki 2 fóstur

Steinn 2 fóstur

Styrmir 5 fóstur

Hrútur frá Óla Ólafsvík einn mórauður og einn ARR hrútur

Mósi sá mórauði 6 fóstur

Bogi ARR 15 fóstur

Heimahrútar :

Grímur 11 fóstur

Bibbi 2 fóstur

Ljómi 1 fóstur

Vindur 14 fóstur

Friskó ARR 12 fóstur

Diskó 2 fóstur

Prímus 10 fóstur

Bylur 12 fóstur

Klaki 14 fóstur

Svali 14 fóstur

Vestri 3 fóstur

Sóli 13 fóstur

Það voru 24 hrútar notaðir á þessum fengitíma held að það sé nýtt met hjá okkur he he flott að geta verið með þetta fjölbreytt þá er nóg um að velja úr.

Við þurfum svo að taka sýni úr 112 lömbum erum búnað taka það saman og panta sýni svo við getum tekið þau strax í vor.

Þessi 112 lömb geta verið með R 171,T 137,C 151,H 154, N 138.


Hér eru Freyja Naómí og Ronja Rós duglegar að þrífa vatn stampana.


Ronja Rós var Gurra Grís á öskudaginn í leikskólanum.

 


Freyja fór í fyrsta sinn með rútunni eða strætó til Borgarnes og Steinar frændi kom og sótti hana og hún fór með honum til Akranes til að leika við Birgittu frænku sína yfir helgina við vorum svo stolt af henni að vera svona hugrökk að þora ein með rútunni svo dugleg stelpa. Þetta var 16 febrúar.

 


Mamma með Ronju Rós inn á Dvalarheimili en það er núna orðið heimilið hennar hún flutti þangað í febrúar. Minnið hefur verið að glatast hjá henni og hún veiktist illa heima og gat ekki verið ein svo við vorum svo lánsöm að hún skyldi komast inn á Dvalarheimilið í ÓIafsvík. Ronja dýrkar að fara í heimsókn til hennar og við förum yfirleitt daglega til hennar. Fyrst var hún í þessu herbergi til að byrja með en var svo flutt yfir í stærra og betra herbergi á móti Sigrúnu sem er kona bróðir pabba mins svo þær eru alsælar að búa á móti hvor annarri og eiga það sameiginlegt að bæði pabbi og Raggi eru farnir í draumalandið svo þær eru einar og njóta félagsskap af hvor annari.

 


Hér er Ronja inn á Dvalarheimili að leika við ömmu Huldu.

 


Við systkynin komum saman helgina 2 mars og tæmdum íbúðina fyrir mömmu í Engihlíðinni svo við gætum skilað henni af henni.

Við Maja byrjuðum að sortera fyrst úr skúffunum og svona svo kláruðum við þetta öll saman. 

 

Ronja teiknaði þessa fallegu mynd á leikskólanum.

 


Benóný á leiðinni á Reykhóla á samvest 12 mars.

 


Hér er búið að sortera kindurnar og við erum að bólasetja fyrri sprautuna við lambablóðsótt 12 mars. 

Það gekk mjög vel að sprauta og þær voru mjög rólegar og fínar.

 


Við tókum skyndiákvörðun fyrir páska og skelltum okkur til Tenerife með mjög stuttum fyrirvara.

Kristinn og Siggi sáu um að hugsa um kindurnar fyrir okkur og við erum svo geðveikt þakklát að komast í fri og geta unnið þetta saman.

Ég mun blogga nánar um Tenerife ferðina í næsta bloggi.

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 183
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 517
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 718080
Samtals gestir: 47391
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 13:28:11

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar