Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2019 Október

28.10.2019 11:12

Héraðssýning lambhrúta 2019

Héraðssýning lambhrúta var haldin núna um þar seinustu helgi eða 18 október og fór fyrri
sýningin fram í Kolbeinsstaðarhreppi í Haukatungu Syðri 2. Ég komst ekki á þá sýningu en
Kristinn Bæjarstjóri,Gummi Óla og Óttar fóru þangað og Kristinn tók myndir fyrir mig og 
leyfði mér að fylgjast með í símanum. Það voru 2 kollóttir hrútar ,12 hvítir hyrndir og 9 mislitir.
Þeim er svo raðað í 5 bestu áháð verlaunasæti og þeir keppa svo við þá vestan megin.
Hér eru 5 bestu austan girðingar. Sá sem Elísabet heldur í var í öðru sæti í hvítu hyrndu.
Hér er önnur mynd tekin af Kristni þegar hann fór á fyrri sýninguna.

Seinni sýningin fór svo fram í Bjarnarhöfn hjá Sigríði og Brynjari og hófst kl 13:00.
Það var mjög flott aðstaða hjá þeim og skemmtileg fjárhús.
Dómarar voru Lárus Birgisson og Anja Mager.
Þar voru mættir 15 kollóttir, 21 mislitir og 25 hvítir hyrndir og þeir keppa svo við hina sem
voru kvöldið áður í Haukatungu Syðri 2. Alls í heildina báðum megin voru 17 kollóttir
30 mislitir og 37 hyrndir hvítir. Það var rosalega vel mætt á sýninguna og ég held ég hafi
talið rúmmlega 100 manns. Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar var ásamt okkar félagi
með kaffi veitingar og súpu en Lauga og dóttir hennar sáu um aðal vaktina í því og Sigga
um að hella upp á kaffið. Við fengum köku hjá Eiríki með mynd af hrútunum Topp og
Herkúles sem voru miklir höfðingjar hjá mér. Eiríkur kom líka með brauð með súpunni.
Við seldum svo happdrættismiða og það seldust 104 miðar. Í verðlaun voru 2 gimbrar
ein frá mér flekkótt með 18 í læri og 30 ómv og hin var mórauð frá Skyldi en hún var 
óstiguð. Það skemmtilega við gimbrina mína var að ég var búnað gera hana gæfa svo hún
varð enn þá eftirsóknarverðari.
Hér er gimbrin sem ég setti í happdrættið hún er undan Svan sem er Máv sonur frá 
okkur og kind sem heitir Vofa og á ættir í Grábotna.
Hér er Héraðsmeistarinn 2019 en það var stórglæsilegur gripur í eigu Snæbjörns á 
Neðri Hól og er undan Hnykill sem var einnig héraðsmeistari í fyrra svo Snæbjörn getur
sett skjöldinn aftur upp á vegg hjá sér. Mér fannst æðislegt líka að sjá að skjöldurinn færi
loksins ekki bara á hvíta hrútinn því þetta hefur ekki áður skeð að skjöldurinn færi í annan
flokk heldur enn hvíta hyrnda flokkinn.
Ég var búnað mynda hrútinn áður en ég vissi að hann myndi vinna og náði þessari fínu
mynd af honum. Hann er glæsilegur og feikilega vel gerður og holdfylltur.
Hann var í fyrsta sæti í mislita flokknum. 

1.sæti frá Neðri Hól stigaðist svona.

43 kg 105 fótl 36 ómv 2,7 ómf 5 lag

8 9 9 9,5 9,5 19,5 7,5 8 9 alls 89 stig.

2.sæti var hrútur frá Svan og Höllu í Dalsmynni undan Óðinn sæðingarstöðvarhrút.

49 kg 107 fótl 35 ómv 3,3 ómv 5 lag

8 9 9 9,5 9,5 18,5 8 8 9 alls 88,5 stig.

3.sæti var hrútur frá Jón Bjarna og Önnu Dóru undan Jökull.

62 kg 111 fótl 34 ómv 4,1 ómf 5 lag

8 9 9 9,5 9 19 8 8 9 alls 88,5 stig.

4.sæti var hrútur frá Ásbyrni og Helgu Haukatungu Syðri 2 undan hrúti frá þeim.

50 kg 104 fótl 30 ómv 2,2 ómf 4,5 lag

8 8,5 9 9 9,5 18,5 8 8 8 alls 86,5 stig.

5. sæti var hrútur frá Laugu og Eyberg Hraunhálsi undan hrút frá þeim.

50 kg 107 fótl 35 ómv 2,7 ómf 4,5 lag

8 9 9 9,5 9,5 18 7,5 8 8,5 alls 87 stig.

Hér eru verðlaunahafar í mislita flokknum.

1.Snæbjörn Viðar Narfason

2. Halla Dalsmynni

3.Sól og Saga frá Bergi

Hér koma nokkrar myndir af sýningunni af mislita flokknum.
Hér er Snæbjörn á Neðri Hól, Heiða á Gaul,Gummi Óla og Kristinn Bæjarstjóri.
Hér eru Hildur Ósk og Saga Björk.
Flottur hópur hér af mislitu hrútunum.
Hér er mynd af mislitu hrútunum austan megin við girðinguna í Haukatungu Syðri 2 sem
Kristinn tók fyrir mig.

Hér eru Sigga og Brynjar í Bjarnarhöfn með gullfallega hrútinn sinn sem var efstur í 
hvíta hyrnda flokknum og er hann líka undan Hnykil frá Snæbyrni á Neðri Hól.
Hér er hann alveg glæsilegur hrútur á velli og vel gerður í alla staði.

1.sæti Frá Bjarnarhöfn 

48 kg 105 fótl 35 ómv 2,8 ómf 5 lag

8 9 9 9,5 9 19 7,5 8 9 alls 88 stig.

2.sæti hrútur frá Arnari og Elísabetu undan Fáfni sæðingarstöðvarhrút.

52 kg 110 fótl 34 ómv 2,3 ómf 4,5 lag

8 9 9 9,5 9,5 19,5 7,5 8 8,5 alls 88,5 stig.

3.sæti hrútur frá Guðmundi Ólafssyni Ólafsvík undan Gosa heimahrút.

51 kg 103 fótl 40 ómv 2,7 ómf 4,5 lag

8 9 9 10 9,5 19 8 8 9 alls 89,5 stig.

4.sæti hrútur frá Ásbyrni og Helgu Haukatungu Syðri 2 undan Soldán heimahrút.

50 kg 108 fótl 30 ómv 3,3 ómf 4,5 lag

8 9 9 9 9,5 19 9 8 8,5 alls 89 stig.

5.sæti Herdís og Emil með hrút undan Ask heimahrút.

54 kg 110 fótl 36 ómv 2,3 ómf 5 lag

8 9 9 10 9,5 19 8 8 9 alls 89,5 stig.

Hér eru vinningshafarnir fyrir hvítu hyrndu hrútana.

1.sæti Sigríður í Bjarnarhöfn.

2.sæti Elísabet og Arnar Haukatungu.

3.sæti Guðmundur Ólafsson Ólafsvík.

Hér koma svo nokkrar myndir af þessum flokki.

Hér eru hjónin á Hjarðarfelli Harpa og Guðbjartur með fallega hrúta.
Hér má sjá hvern gripinn á eftir öðrum fallegri.
Skemmtilega fallegar lopapeysur líka.
Hér má sjá Kristinn Bæjarstjóra með nýja hrútinn sinn sem tók við af Stjóra sem
var hrúturinn hans í fyrra. Hann er með fallegan hrút fyrir 
sýninguna og getur þá líka farið með hann á næstu sýningu veturgamla á næsta ári.

Besta kollótta hrútinn áttu Harpa og Guðbjartur á Hjarðafelli ég náði ekki mynd af honum
en ég á einhverjar myndir af kollóttu hrútunum þeirra svo hver veit hvort það sé sá
hrútur sem vann svo ég set hérna eina mynd af hrútnum sem ég tók mynd af.
Hér er mynd af einum en ég er ekki viss hver átti þennan hrút en látum hana fylgja hér.

1.sæti undan Guðna frá Hjarðafellsbúinu.

42 kg 109 fótl 37 ómv 3 ómf 5 lag

8 9 9 10 9 19 8 8 8,5 alls 88,5 stig.

2.sæti hrútur frá Óla Tryggva Grundarfirði.

55 kg 109 fótl 34 ómv 4,9 ómf 5 lag

8 9 9 9,5 9,5 19 8 8 8,5 alls 88,5 stig.

3.sæti er hrútur frá Kristjáni á Fáskrúðarbakka undan Bjart heimahrút.

50 kg 109 fótl 37 ómv 3,3 ómf 4,5 lag

7,5 9 8,5 9,5 9 18,5 9 8 8,5 alls 87,5 stig.

4.sæti er hrútur frá Ásbyrni og Helgu Haukatungu Syðri 2 undan Guðna sæðishrút.

49 kg 108 fótl 33 ómv 4,5 ómf 4 lag

8 9 9 9 9 18 9 8 8,,5 alls 87,5 stig.

5.sæti er hrútur frá Brynjari og Siggu Bjarnarhöfn undan Tind.

47 kg 111 fótl 34 ómv 3,4 ómf 4,5 lag

8 9 9 9 9 10 8 8 9 alls 87 stig.

Hér eru verðlaunahafarnir í kollótta flokknum.

1.sæti Guðbjartur á Hjarðafelli.

2.sæti Ólafur Tryggvason Grundarfirði.

3.sæti Kristján á Fáskrúðarbakka.

Hér koma svo nokkrar myndir úr þessum flokki.
Hér má sjá kollóttu hrútana.
Fallegir hrútar og fallegar peysur.
Hér er einn fallegur kollóttur veit ekki hver á hann.

Hér er fallegi farandsskjöldurinn.
Hér er verðlaunaplattinn fyrir hvítu hrútana.
Fyrir kollóttu hrútana.
Og fyrir mislitu hrútana.
Flottir félagar hér á ferð Fífill Stykkishólmi og Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi.
Embla dóttir okkar kát með pabba sínum á hrútasýningunni.
Glæsilega tertan sem Eiríkur gerði fyrir hrútasýninguna. Á myndinni eru hrútar frá mér 
sem hétu Herkúles og svo sonur hans Toppur.
Fallegur hvíti hrúturinn sem við komum með og er í eigu Kristins Bæjarstjóra hann komst
þó ekki í uppröðun var aðeins farinn að leggja af. Hann er 88,5 stig.
Þórunn og Guðný kátar með sýninguna.
Dóra, Þórsi og Elva skemmtu sér líka vel.
Hér er nýja prinsessan okkar í kinda fötunum á fyrstu hrútasýningunni en hún var nú 
reyndar bara út í bíl með Huldu ömmu sinni sem var svo góð að passa hana fyrir mig 
meðan ég kom bara aðeins út í bíl til að gefa henni að drekka og skipta á henni.
Hér er Dóra í Grundarfirði og Halla á Lýsuhóli með happdrættis gimbranar sem þær unnu.
Gummi Óla með hrútinn sinn sem lenti í þriðja sæti í hvítu hyrndu.
Ég fékk þessa fallegu kinda púða til að gefa í verðlaun frá nágranna mínum henni
Ólöfu Sveinsdóttur en hún prjónaði þá og er hægt að fá þessa fallegu púða í búðinni
Gallerý Jökull í Ólafsvík ásamt fullt af öðru fallegu handverki.
Hér eru Lárus og Anja að fara lesa upp úrslitin.
Hér er Saga frá Bergi,Ólafur Helgi Ólafsvík,Sigurður í Tungu og Snæbjörn á 
Neðri Hól í hyrndu hvítu hrútunum.
Hér má sjá fólks fjöldann sem saman var kominn á sýninguna.
Hér erum við svo komin heim eftir langann dag á hrútasýningu og Hulda amma búnað
sitja út í bíl með litlu mína í 5 tíma meðan sýningunni stóð alveg gull að eiga svona góða
mömmu að sem gerir allt fyrir mann emoticon

Það eru svo fullt af fleiri myndum af sýningunni hér inn í albúmi.12.10.2019 16:03

Héraðssýning lambhrúta 2019


 

Fyrri sýningin fer fram föstudaginn 18. október á Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi

og hefst kl 20:30.

 

Áframhald fer framm laugardaginn 19.október í Bjarnarhöfn Helgafellssveit og hefst kl 13:00.

Á þeirri sýningu verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi til að fá aðeins upp í kostnað sýningarinnar.

Það verður sem sagt 500 kr á mann ef menn vilja gæða sér á kræsingum og kaffi og að sjálfsögðu

verður frítt fyrir börn.

 

Það verður svo áfram lambahappdrættið sem hefur vakið svo mikla lukku og skemmtun.  

Þeir sem hafa áhuga á að 

krækja sér í miða þá mun miðinn kosta 1000 kr. Vegleg verðlaun í boði.

Engin posi verður á staðnum.

 

Verðlauna afhending verður svo að lokinni sýningu í Bjarnarhöfn  fyrir báðar sýningarnar.

 

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með sína gripi og sjá aðra.

Það verður mikið spáð og þukklað.

 

 

Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi. 
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum. 
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta. 
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun. 
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni. 
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda. 
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta. 

 

Sjáumst hress og kát og eigum góðan dag saman.


Hér kemur greinin frá síðasta skjaldahafa 2018 Ég ætla að byrja á toppnum og segja ykkur frá ofurhrútnum sem vann Farandsskjöldinn
fallega í ár. Það var lambhrútur frá Snæbyrni á Neðri Hól undan Tvist sæðingarstöðvar
hrút og hann var 90,5 stig og er án efa hæðst dæmdi lambhrútur á Snæfellsnesi.
Þetta var glæsilegur hrútur í alla staði og þvílíkar tölur hefur maður ekki séð emoticon
Hér eru feðgarnir stoltir með verðlaunin sín ég óska þeim enn og aftur innilega til
hamingu.

1 sæti lambhrútur frá Neðri Hól nr 43 faðir Tvistur sæðingarstöðvar hrútur

55 kg 105 fótl 35 ómv 2,6 ómf 5 lag

8 9 9,5 9,5 10 20 8 8 8,5 alls 90,5 stig10.10.2019 20:56

Sláturmat 2019

Við sendum 78 lömb í sláturhús á Hvammstanga. 56 lömb fóru til lífs seld/sett á.

Meðalfallþungi 19,37

Gerð 10,73

Fita 7,45

Siggi sendi 34 lömb í sláturhús.

Meðalfallþungi 19,8

Gerð 10,9

Fita 7,4

Við slátruðum 14 kindum og 3 fórust um sumarið svo í heildina fækkaði 17 kindum.

En við setjum á 9 gimbrar og Jóhanna 1. Við eigum þá 78 kindur og Jóhanna 7. Alls 85 stk.


Dröfn fékk að kveðja 7 vetra gömul hennar verður sárt saknað hjá stelpunum.

Þruma gamla þessi mórauða var látin fara núna en hún var 12 vetra alveg ótrúlega spræk
en vildum láta hana fara núna enda búnað skila vel sínu.

06.10.2019 18:23

Valið ásetttningin 2019

Ég fór í fyrsta skiptið út eftir fæðinguna til að fara upp í fjárhús og skoða hvað ég væri að 
fara setja á því ég var ekki mikið búnað skoða þetta eftir stigunina því ég var svo þreytt 
eftir þann daginn að sitja og skrifa þegar var verið að dæma. Svo ég var eiginlega bara
búnað velja þetta eftir stigunar blaðinu og ætterni svo ég varð að sjá þær líka svo ég gæti
valið. 

Þessi botnótta er sett á og er undan Botnleðju og Ask tvílembingur 50 kg 32 ómv 19 læri
ég set svo inn betur alveg stigun og betri myndir þegar við tökum lömbin inn.

Hrútur undan Hosu og Víking sem er undan Skyldi hans Bárðar. Tvílembingur 
60 kg 36 ómv 19 læri alls 88,5 stig

Þessi er undan Brussu og Ask tvílembingur 50 kg 33 ómv 18,5 læri 5 lag

Þessi er undan Kolfinnu og Máv sæðingarstöðvarhrút. Tvílembingur 45 kg
33 í ómv 18,5 læri 9 framp. Ég valdi þessa því hún var alhvít annars var systir hennar á 
móti betri með 34 ómv 9,5 framp og 19 læri en hún var gul og ég seldi hana.

Þessi er undan Dröfn og Gosa Bjartsyni frá Gumma Óla. Einlembingur 48 kg
33 ómv 9,5 framp 18,5 læri

Þessi er á móti hrútnum undan Hosu og Víking. 51 kg 33 ómv 5 lag 9 framp 18 læri.

Þessi er undan Fáfni sæðingarhrút og Sól. Einlembingur en gengu tvö undir.
50 kg 31 ómv 9,5 framp 4,5 lag 19 læri.

Þessi er undan Möggu Lóu og Zesari. Tvílembingur 44 kg 35 ómv 4,5 lag 9 framp 17,5 læri

Þessi er undan Von og Guðna sæðingarstöðvarhrút. Tvílembingur 45 kg 
34 ómv 4,5 lag 9 framp 18 læri.

Þessi er undan Hexíu og Víking hans Bárðar og Dóru. Tvílembingur 50 kg
35 ómv 4,5 lag 9 framp 18 læri.

Þessi er frá Jóhönnu og er undan Dúfu og Kaldnasa. Tvílembingur 
46 kg 32 ómv 9 framp 18 læri.

Þessi er undan Kviku og Zesari. Tvílembingur 
49 kg  34 ómv 3,1 ómf 4,5 lag 18,5 læri alls 86,5 stig.

Þessi er undan Ask og Hriflu. Tvílembingur.
54 kg 36 ómv 2,3 ómf 5 lag 10 bak 9,5 malir 19 læri alls 89,5 stig.

Þetta er svona í fljótu það sem er sett á og mun ég svo taka betri myndir og eins taka 
myndir af gimbrunum hans Sigga en hann setur 6 á hjá sér.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

06.10.2019 16:39

Prinsessan okkar fæddist 27 september

Ég náði ekki markmiðinu mínu að eiga litlu þann 19 sept en það var líka bara langsóttur
draumur því ég var ekki sett fyrr en 29 september. Hún mætti þó fyrr í heiminn og kom
föstudagsmorguninn 27 september kl 07:27 upp á Akranesi. Hún var 14 merkur eða 3502 grömm og  50 cm. Allt gekk vel og okkur heilsast vel. Við vorum á Akranesi í 2 daga með deginum sem við komum. Á föstudeginum missti ég af Hrútasýningu veturgamla og var 
svo lánsöm að eiga góðan vin hann Kristinn Bæjarstjóra sem sendi mér upplýsingar og 
myndir beint af sýningunni það var mjög gaman og spennandi að fá að fylgjast með. 
Zesar minn var í þriðja sæti í mislita flokknum og svo gaf ég hann honum Fífil inn í
Stykkishólmi því ég set annan á mógolsóttan sem ég er að vona að gefi betri mórautt en
Zesar hann var að gefa svo grámórautt en að öðru leiti var hann mjög góður og var að gefa
góða gerð og flottan bakvöðva. Prinsessan okkar er fullkomin í alla staði og ljósmóðirin
gaf henni 10 í einkunn eftir fæðinguna. Hún er alveg draumur og sefur og drekkur og ég
er farin að vekja hana því hún getur sofið svo mikið í einu og þá er ég alveg að springa
því ég er með svo mikla mjólk he he. Við komum svo heim á laugardaginn og Emil þurfti að
fara beint út í fjárhús að sinna kaupendum sem voru að koma sækja lömb en ég og litla
prinsessan vorum bara heima og Embla,Freyja og Benóný voru svo spennt að fá hana
heim og að hún væri komin úr maganum he he.

Hér er svo prinsessan okkar.

Hér er hún í fallega heimferðarsettinu sem Eva Brá mamma hennar Unnar prjónaði og 
Unnur var svo yndisleg að gefa henni það.

Embla svo stolt stóra stóra systir eins og hún segir það.

Freyja er stóra systir svo montin með litlu.

Benóný líka rosalega ánægður með litlu systir.

Jóhanna frænka Emils var svo frábær að sauma kinda rúmföt og svo keyptum við á 
hana þessi kinda föt.

Embla og Birgitta flottar frænkur með litlu.

Amma Freyja og afi Bói með prinsessuna.

Amma Hulda svo stolt amma.

Í fyrsta skiptið í baði.

Fannst svo kósý í baðinu að hún var ekki alveg sátt að vera tekin upp úr.

Freyja að missa framtönn með hjálp pabba sins og Köru frænku.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
06.10.2019 14:34

Stigun 23 sept 2019

Jæja þá er loksins komið að því að ég geti farið að gefa mér tima til að fara blogga. Þetta er
búið að vera erfitt haust fyrir mig ég hef lítið getað tekið þátt því ég var alveg komin að því
að fara eiga og á því ekki margar myndir af lömbunum sem voru í haust.
 Ég valdi ásettninginn nánast af blöðum og Emil sá svo um þetta allt. En ég ætla að byrja á því að segja frá því að Torfi og Árni komu til okkar að stiga 23 sept. Við fengum hjálp frá Hannesi á Leirárgörðum og Gummi Óla Ólafsvík kom líka svo þetta rann vel í gegn hjá okkur. Við létum stiga 37 hrúta og
76 gimbrar. Siggi lét stiga 27 gimbrar og 20 hrúta. Þetta kom bara mjög vel út hjá okkur.
Siggi fékk 89 stiga hrút undan Ask Kalda syni frá okkur og Skessu sinni það var hæðsti 
hrúturinn hjá honum. Hjá okkur var hæðsti hrúturinn einnig undan Ask og Hriflu og 
var 89,5 stig.

Heildarstigun :

1 með 89,5 
3 með 88,5
1 með 87,5
4 með 87
5 með 86,5
3 með 86 
6 með 85,5
6 með 85
2 með 84,5
3 með 84
1 með 83,5
1 með 83

Lærastig hljóðuðu svona :

2 með 19
5 með 18,5
17 með 18
12 með 17,5
2 með 17

Meðaltal læra var 17,9

Ómvöðvi :

3 með 36
2 með 35
2 með 34
3 með 33
8 með 32
8 með 31 
4 með 30
7 með 29

Meðaltal ómvöðva var 31,7

Bak :

3 með 10
2 með 9,5
24 með 9
7 með 8,5

Meðaltal stigaða hrúta bak var 9,0

Meðaltal lögun var 4,4

Meðaltal ómfitu var 3,5

Meðaltal malir var 9,0


Hér er Hannes á Eystri Leirárgörðum og Torfi og Árni dómarar.

Gimbranar voru 76

56 voru með 30 í ómv og yfir hæðst 35.

Meðaltal ómvöðva gimbra 31,0

Frampartur :

6 með 9,5
41 með 9
26 með 8,5
4 með 8

Meðaltal frampartur 8,8

Lærastig :

5 með 19
10 með 18,5
29 með 18
25 með 17,5
4 með 17 
1 með 16,5

Meðaltal gimbra læri 17,9

Meðaltal lögun 4,4

Meðaltal ómfita 3,1

3 gimbrar voru efstar með heildarstig 45,5 . 


Hér er verið að dæma lömbin.
Askur Kalda sonur sýndi mikla yfirburði í dómum á lömbum bæði hjá mér og Sigga og 
átti stóran hóp af best stiguðu lömbunum bæði í ómmælingu og lærastigun.

Þessi er undan Ask og Fíónu og fékk 87 stig mjög fallegur hann er seldur.

Þessi er undan Ask og Hriflu og við setjum hann á hann er 89,5 stig.

Þessi er undan Ask og Brussu 4,5 lag, 9,5 framp og 19 í læri 32 í ómv og 54 kg.

Þessi er á móti henni og er 50 kg 33 ómv 5 lag 9 framp og 18,5 læri. Alveg geggjaðar
systur. Ég set þessa hvítu á sjálf.

Stigun var víðast hvar hér á nesinu að koma vel út. Sérstaklega hjá Guðmundi Ólafs
Ólafsvík hann fékk glæsilega stigun einn hrút undan Gosa sínum sem er undan Bjart
sæðingarstöðvarhrút með 40 í ómv og 89,5 stig svo fékk hann annan undan Tinna sem
er undan Dreka sæðingarstöðvarhrút með 41 í ómv og 88 stig. Gimbur líka undan Gosa
með 42 í ómvöðva.

Kynbótamat Asks frá okkur er svona :

Gerð 121 Fita 102 Skrokkgæði 111,5 frjósemi 110 mjólkulagni 107 heildareinkunn 110

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi

Læt þetta duga af stiguninni.
  • 1
Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 122
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330782
Samtals gestir: 14340
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 23:24:36

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar