Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2016 Júlí

28.07.2016 02:51

Rollu rúntur 27 júlí

Eik með lamba kóngana sína.

Þessi gimbur er undan Elsu og hefur vonandi villst undan frekar en að Elsa og hrúturinn 
á móti séu horfinn. Enda hefur mikið verið að villast undan eitthvað núna hjá rollunum
finnst mér.

Zelda með hrút sem gengur undir henni þrílembing undan Drífu og svo er þessi fyrir
framan hana hennar og er undan Drjóla.
Sumarrós með hrútinn sinn undan Marel.

Rauðhetta með hrútana sína undan Styrmi.

Undan Gaga og Ísak. Fæddur tvílembingur en bróðirinn drapst í fæðingu.

Móheiður með lömbin sín.

Kríu ungarnir virðast komast vel á legg inn í Mávahlíð í ár.

Snælda með lömbin sín á harða hlaupum undan brjálaðri kríunni.

Hrútur undan Frenju og Zorró og golsótta gimbrin er þrílembingur undan Sölku.

Mjallhvít með hrút og gimbur undan Máv.

Þota Garra dóttir með boltana sína hrút og gimbur undan Máv.

Ég er svo spennt fyrir lömbunum hennar Þotu finnst þau æðisleg.

Það bjargaði deginum í dag að detta svona rosalega í lukkupottinn og ná öllum þessum
flottu myndum og auðvitað hjálpaði Donna hundurinn minn til við að nálgast þær.
Þær sækja svo rosalega í að koma hlaupandi til hennar þegar ég er með hana með mér.


Gimbur tvílembingur undan Djásn gemling og Korra.

Ein önnur af hrútnum hennar Þotu. Sjáið þetta rassgat þetta verður gaman að sjá
hvernig hann stigast.

Undan Viggu og Styrmi.

Undan Nælu gemling og Máv. Hann hefur misst merkið sitt.

Lukka bar seinust í byrjun júní og hér er hún með krúttið sitt.

Gemlingur frá Sigga.

Flottir sæðingar undan Vetur hjá Gloppu hans Sigga.

Ýr frá mér er líka með sæðinga hrút og gimbur undan Vetur.

Hrútarnir hennar Frigg undan Máv.

Snót með gimbranar sínar undan Máv.
Lömbin undan Máv virðast í fljótu ætla verða mjög falleg á velli.

Vofa með sín lömb undan Korra.

Hrúturinn hennar Vofu.

Gló undan Eyrúnu og Saum svo fallegur gemlingur.

Hér er hrúturinn hennar undan Máv. Svo það eru komnir ansi margir fallegir gripir
undan Máv sem ég er búnað ná myndum af.

Ég er full tilhlökkunar yfir hverjum rúntinum sem ég fer inn í sveit núna í von um að 
sjá ný lömb sem ég hef ekki séðemoticon læt þetta duga núna og vonast eftir að rekast
á einhvað nýtt til að mynda í næstu viku eftir verslunarmannahelgi.

Auðvitað eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Kveðja Dísa

24.07.2016 02:33

Rollu rúntur

Næla gemlingur undan Tvinna og Svönu með hrútinn sinn undan Máv.

Ýr með lömbin sín undan Vetur sæðishrút. Þessar myndir voru teknar um miðjan júní.

Fíóna með hrútana sína. Þeir eru þrílembingar einn var vaninn undir aðra.

Álft með lömbin sín undan Ísak.

Held að þetta séu lömbin hennar Frigg.

Skvísa með gimbranar sínar þrílembinga en hún gengur með 2.

Eldey með hrútinn sinn svo dökkmórauður. Vona að hann verði flottur.
Eldey keypti ég af Kristjáni á Fáskrúðabakka í fyrra svo falleg kind.

Ýr með lömbin sín tekinn aðeins seinna í júní.

Hyrna með hrútana sína undan Ísak.

Mírranda forrysta með lömbin sín undan Mugison.

Gimbur undan Vetur sæðishrút.

Hrúturinn á móti.

Gimbur undan Guggu og Zorró.

Gimbranar hennar Guggu ég á von á að þær verði báðar mjög fallegir gripir.

Svana með gimbrina sína undan Kölska sæðishrút.

Þetta er Glódís með gimbranar sínar sem ég var búnað ákveða að báðar yrðu settar á
en stuttu eftir að þessi mynd var tekin þá var keyrt á aðra þeirra.
Þær eru því miður alveg skæðar hjá mér að flakka yfir veginn hjá Tungu og Hrísum og 
yfir Tungu Ósinn og það er en meiri hætta eftir að vegriðið var lengt.

Snælda með gimbrnar sínar undan Ísak.

Þota með lömbin sín undan Máv. Ég held að þetta verði miklir gullmolar.
Þota er Garra dóttir og ein af mínum uppáhalds kindum.

Já ég náðist á mynd í fyrsta sinn að snú á gamla traktornum. Skil ekki afhverju ég var
ekki látin gera þetta fyrr þetta er bara mjög gaman og ég skemmdi ekki neitt he he en
var pínu stressuð að muna hvernig ég ætti að stoppa og drepa á honum en það 
hafðist allt saman svo stolt af mér he he. Nú er ég orðin alvöru bóndi emoticon


Nál gemlingur með hrútinn sinn.

Maggý gemlingur frá Jóhönnu með lambið sitt.

Verið að heyja inn í Fögruhlíð. Svartbakafellið er fallega fjallið sem blasir hér við svo 
tignarlegt og flott. Fleiri myndir í albúmi hér.

Ég ætla reyna vera dugleg að fara rollu rúnt núna og ná fleiri myndum af lömbunum en
læt þetta vera nóg að sinni.

24.07.2016 01:39

Heyskapur og Rollu rúntur

Þegar við komum heim að norðan var Siggi búnað slá og það var æðislegt að koma heim
og sjá nýsleginn tún og lömbin sem stækka með hverjum deginum núna.

Æðislegt útsýni í fallegu sveitina okkar fallegasti staður í heimi í okkar augum.

Emil er á rúlluvélinni.

Siggi á plastaranum og auðvitað fékk Benóný að sitja í .

Bói á rakstravélinni.

Heyskapur gekk frábærlega hjá okkur við fengum brakandi þurrk og aldrei gengið eins 
vel að heyja með Sigga túnum held ég að þetta hafi tekið um 6 daga og svo var tekin
ein helgi í að keyra rúllurnar heim til Sigga og svo raðar hann inn í Hlöðu. Þeir voru 
svo duglegir Emil, Siggi og Bói að standa í heyskap frá morgni til kvölds.

Jóhanna var búnað baka helling og ég sá um að koma því til þeirra og hella upp á kaffi
inn í Tungu. Ég var með krakkana og svo var Freyja líka að hjálpa til að vera með krakkana meðan ég sneri eitt tún í fyrsta sinn he he og fleira ég er henni svo þakklát fyrir að vera
alltaf tilbúin að hafa alla krakkana það er heilmikill vinna líka. 

Við bárum á allt áburð og heyjuðum Hrísar, Kötluholt, Mávahlíð, Tröð eitt tún og Fögruhlíð.
Siggi er svo með Tungu svo við eigum með Sigga allt of mikið af heyji allavega skortir 
okkur ekki hey í ár svo nú verður Siggi að fara setja á og fylla húsið sín megin emoticon

Við höfðum svo kjötsúpu fyrir þá eitt kvöldið og svo var loka kaffi heima
hjá mér og Emil með kökum og kræsingum.

Snæfellsjökull í allri sinni fegurð.

Freyja að gæða sér á berjum en þau virðast vera snemma í ár og það lítur út fyrir að það
verði mikið um ber í haust.

Sætu krúttin okkar í yndislegu Mávahlíðinni með flottasta Jökulinn í baksýn þetta er svo
æðislegt útsýni á svona fallegum sumardegi eins og hann getur best orðið í sveitinni.
Það jafnast ekkert á við sléttan Vaðalinn með fiskana stökkvandi og maður yðar í
skinninu að stökkva og ná í stöngina og fara veiða. Það er paradís á jörðu fyrir mér
og heyra fuglasönginn og náttúruna allt í kringum sig og njóta útiverunar langt framm í 
sólsetur.

Emil og Jóhanna að menja þakið á hesthúsinu svo máluðum við Emil þakið.

Embla með veiði áhugann eins og mamma sín og systkini.

Freyja að týna blóm.

Legsteininn hans pabba hans Emils er kominn upp í Ólafsvíkur kirkjugarði.
Við fórum suður og náðum í hann og steininn hans Steina frænda Emils.

Hér er svo steininn hans Steina kominn. Mjög fallegir steinar hjá þeim báðum.
Blessuð sé minning þeirra. Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi af þessu öllu hér.

24.07.2016 01:08

Meira af Akureyrarferðinni.

Ferðin okkar hófst með því að fara í sund á Hvammstanga það er búið að vera langþráður
draumur hjá Benóný Ísak syni okkar sem er sundlauga og rennibrauta áhugamaður af 
svo miklum áhuga að það finnst ekki þó víða væri leitað af eins miklari maníu.
Svo það er takmarkið hans að prófa allar rennibrautir á Íslandi og við erum kominn þó
nokkuð langt með það og Hvammstangi var mikið möst að geta strikað út af listanum.

Akureyri var næst hann vildi ekki prófa hana í fyrra og skoðaði hana bak og fyrir en þorði
ekki út af myrkrinu en núna þorði hann og fannst hún vera æðisleg og það var alveg unun
að sjá hann og systur hans fara margar ferðir í rennibrautina.

Í bílabrautinni hjá Sundlauginni á Akureyri.

Freyja að keyra.

Embla að keyra.

Fórum á kaffihúsið Kaffi Kú og það var alveg frábært. Krökkunum fannst það æði að 
fá sér kakó og pönnuköku og fá svo að kíkja niður og klappa kálfunum og beljunum.
Mæli hiklaust með því að kíkja þangað.

Komin í fjósið á Kaffi Kú.

Embla sveitastelpan okkar var alveg að elska þetta.

Freyja herforingi he he það voru svo líka baggar sem krakkarnir máttu hoppa á og fara í
feluleik rosalega sniðugt.

Það fer auðvitað engin til Akureyrar án þess að kíkja á Jólahúsið.

Næsta sundlaug á dagskrá var Ólafsfjörður og Birgitta og strákarnir komu með okkur
það var rosalega gaman og þetta er mögnuð rennibraut okkur fannst hún æði hún fer
svo hratt. Benóný var mjög ánægður með hana.

Fórum aftur í Kjarnaskóg og fundum nýjar leiðir sem voru ævintýrum líkastar og þau
upplifðu sig eins og í Álfaævintýri að fara í þrönga stiga alþakkta þessu græna skrítna 
grasi og svo tré allt í kring. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

24.07.2016 00:33

Ferð til Akureyrar í júní

Kjarnaskógur á Akureyri svo fallegur staður. Við fórum norður í viku í verkalýðsíbúð og
áttum frábæra viku. Það var auðvitað farið í sund á hverjum degi á nýjum stöðum og 
ýmislegt fleira.

Krílinn okkar að verða svo stór.

Benóný 6 ára. Embla 5 ára og Freyja 3 ára. Benóný verður 7 ára í haust og Freyja 4 ára.

Freyja Naómí.

Embla Marína og Benóný Ísak.

Já og alveg rétt það er svo langt síðan að ég bloggaði seinast. Við keyptum okkur loksins
nýjan bíl eftir sauðburðinn Pajero. Við erum mjög ánægð með hann og krakkarnir líka
nú sitja þeir svo hátt uppi og sjá vel út og plús hann er 7 manna svo ef þau eru að rífast
þá er hægt að stía þau af og setja eitt aftur í he he.

Við fórum í heimsókn til Birgittu og Þórðar á Möðruvöllum. Það er í þriðja sinn sem við 
heimsækjum þau þegar við erum fyrir norðan og það er alltaf jafn yndislegt og mikið
ævintýri að koma til þeirra. Krakkarnir okkar voru alveg í essinu sínu enda nóg fyrir stafni
í sveitinni þau fengu að prófa fjórhjól og skoða öll dýrin. Við borðuðum svo hjá þeim og 
horfðum á leikinn í EM alveg frábær dagur hjá okkur.

Þau voru meira segja svo heppin að það var mús sem Máni strákur sem er hjá Þórði og
Birgittu veiddi mús og hún gaut í fötu hjá þeim 7 ungum.

Hér er Embla að halda á einum.

Þau fengu að gefa heimalingunum þvílíkt stuð.

Ég fékk að leika mér líka og prófa fjórhjólið.
Það eru svo fleiri myndir af þessu ævintýri okkar hér inn í albúmi.
  • 1
Flettingar í dag: 362
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330804
Samtals gestir: 14341
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 23:47:28

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar