Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

24.07.2016 00:33

Ferð til Akureyrar í júní

Kjarnaskógur á Akureyri svo fallegur staður. Við fórum norður í viku í verkalýðsíbúð og
áttum frábæra viku. Það var auðvitað farið í sund á hverjum degi á nýjum stöðum og 
ýmislegt fleira.

Krílinn okkar að verða svo stór.

Benóný 6 ára. Embla 5 ára og Freyja 3 ára. Benóný verður 7 ára í haust og Freyja 4 ára.

Freyja Naómí.

Embla Marína og Benóný Ísak.

Já og alveg rétt það er svo langt síðan að ég bloggaði seinast. Við keyptum okkur loksins
nýjan bíl eftir sauðburðinn Pajero. Við erum mjög ánægð með hann og krakkarnir líka
nú sitja þeir svo hátt uppi og sjá vel út og plús hann er 7 manna svo ef þau eru að rífast
þá er hægt að stía þau af og setja eitt aftur í he he.

Við fórum í heimsókn til Birgittu og Þórðar á Möðruvöllum. Það er í þriðja sinn sem við 
heimsækjum þau þegar við erum fyrir norðan og það er alltaf jafn yndislegt og mikið
ævintýri að koma til þeirra. Krakkarnir okkar voru alveg í essinu sínu enda nóg fyrir stafni
í sveitinni þau fengu að prófa fjórhjól og skoða öll dýrin. Við borðuðum svo hjá þeim og 
horfðum á leikinn í EM alveg frábær dagur hjá okkur.

Þau voru meira segja svo heppin að það var mús sem Máni strákur sem er hjá Þórði og
Birgittu veiddi mús og hún gaut í fötu hjá þeim 7 ungum.

Hér er Embla að halda á einum.

Þau fengu að gefa heimalingunum þvílíkt stuð.

Ég fékk að leika mér líka og prófa fjórhjólið.
Það eru svo fleiri myndir af þessu ævintýri okkar hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 582
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 1174
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 706260
Samtals gestir: 46672
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 12:15:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar