Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2020 Apríl

30.04.2020 20:18

Sauðburður hafinn

Þessi lömb voru fædd í gær þegar ég mætti upp í fjárhús og eru þau frá Sigga og eru
undan Ask. Hún hefur borið um nóttina.

Það byrjaði þó ekki vel hjá mér þegar ég var búnað taka þessa frá og var að fara sópa hjá
gemlingunum þá blasti þetta við mér í krónni þá hefur Embla gemlingurinn hennar Emblu
borið sjálf og það þessu risa lambi sem hefur örugglega drepist í burði hjá henni því það
var bólgið um hausinn og tungan út. Hún átti samt ekki tal fyrr en 5 maí svo ég var ekkert
farin að spá í henni. Þetta var mjög svekkjandi þetta er sæðingur undan Mjölni og gimbur.
Svo um kvöldið bar Urður hjá Sigga og hún var með 3. Fyrsta kom á afturfótunum svo kom
næsta og það var hálf slappt og svo var þriðja löngu dautt. Lambið sem var slappt tók
Siggi með sér heim í kassa í von um að það myndi taka við sér en það gerðist ekki og það
var dautt í hádeginu í dag svo Urður verður bara með þetta eina undir sér sem er golsótt
gimbur undan Ask.
Hér er hin gimbrin sem lifði í hálfan sólarhring.
Svo bar þessi núna í morgun hjá Sigga hún er frá mér og heitir Klara og er undan Svan
Máv syni hún er með tvo hrúta undan Ask.
Hér er betri mynd af þrílembings gimbrinni hennar Urðar.
Salka bar svo alveg sjálf í hádeginu í dag tveim gimbrum og einum hrút undan Ask líka.
Þessi golsótta er minnst en hin eru stærri svartbotnóttur hrútur og golsubíldótt gimbur.
Krakkarnir að skoða lömbin og Ronja Rós líka.
Benóný og Embla hjá Klöru.
Ronja Rós að virða fyrir sér sveitina og grasið.
Aðeins að fá að koma við heyjið inn í hlöðu.
Og smakka heyjið líka.

Í sveitinni hjá ömmu Freyju og afa Bóa.
Svo gaman út í náttúrunni.
Klappa saman lófunum er mjög vinsælt hjá henni og hér er hún í sólstofunni hjá Freyju
ömmu að leika.
Benóný hænu strákur.
Fórum að veiða inn í Klettakoti hjá ömmu og afa.
Embla og Freyja veiddu sitthvorn fiskinn með afa sínum.
Hér eru þær komnar inn með fiskinn svo duglegar.
Við Embla skelltum okkur svo eitt kvöldið eftir kvöldmat og veiddum eina bleikju það var
æðislegt veður og gaman eiga svona gæðastund saman.
Hér er svo bleikjan sem við fengum við fengum svo sitthvora litla bleikju og slepptum þeim.
Hér er svo Ronja Rós krútt upp á dag 7 mánaða.
Orðin svo dugleg fer reyndar bara afturábak í göngugrindinni nær ekki að fara áfram he he.
Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur og Emil er áfram að róa frá Reykjavík en núna
er spennandi tími frammundan sauðburður og skólinn fer að byrja aftur almennilega
eftir helgi og svo það fer að verða betri rútína á krökkunum. Þetta verður aftur á móti mjög
krefjandi fyrir mig að ná að sinna þessu öllu en ég ætla vera jákvæð og bjartsýn þrátt fyrir
mjög dapurlega byrjun á sauðburðinum.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

30.04.2020 16:51

Kíkt í fjárhúsin hjá Bárði og Dóru á Hömrum

Fórum í heimsókn um daginn til Bárðar og Dóru inn á Hamra það er alltaf mikið stuð fyrir
krakkana að fá að koma þangað það er kar sem er róla í fjárhúshlöðunni og svo er hægt að
fara í göng undir sem Benóný finnst svo rosalega gaman. Við fengum svo líka að kíkja í 
hesthúsin hjá þeim.
Urðum að fá að kíkja á lömbin þau voru ekki enn komin hjá okkur. Hér eru Embla og Freyja
hjá góðri kind hjá þeim Bárði og Dóru.
Komið mikið af fallegum litum hjá þeim.
Benóný og Embla að klappa lambi.
Stuð að róla í karinu.
Þetta er hann Blesi forrystu hrútur og er í miklu uppáhaldi hjá þeim.
Svo flottur.
Hér er svo Einbúi sem er frá okkur og er sameign okkar Bárðar. Hann er undan Tungu
og Ísak. Hann hefur verið að gefa Bárði vel gerð lömb. Ég hef ekki getað notað hann mikið
því hann er svo skyldur mínu fé.
Hér er Víkingur hjá Bárði sem er undan Skjöld. Ég á tvær undan honum.
Hér er Knarran hjá Bárði ég á líka undan honum tvævettlur.
Benóný sáttur í rólunni.

Fórum svo líka í hesthúsin hjá þeim sem eru svakalega flott.
Þessi hestur kunni að kinka kolli já við nammi og það fannst krökkunum alveg magnað.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

28.04.2020 13:12

Gleðilega páska

Veit þetta blogg kemur heldur seint inn en við fjölskyldan óskum ykkur Gleðilegra páska og 
Gleðilegs sumars. Emil er búinn að vera róa í burtu frá Akranesi og Reykjavík svo ég hef átt
fullt í fangi með að sinna heimilinu,börnunum og kindunum og náði því ekki að gefa mér tíma
fyrr til að koma þessu boggi niður en núna gaf ég mér loks tíma enda ekki seinna vænna því nú fer brátt að vera allt of mikið að gera því það fer að skella á sauðburður. Ronja Rós var svo 7 mánaða í gær og hún stækkar óðum og er farin að sitja alveg sjálf og klappa saman lófunum svona þegar henni hentar he he. Hún er mjög kát og er aðeins farin að sýna mannafælni við þá sem hún hefur ekki séð áður og getur þá orðið vælin og reið en það er allt partur af þroskaferlinu hjá ungabörnum svo allt er þetta í toppmálum með hana.
Allir nývaknaðir og ferskir á páskadagsmorgun.
Flottu krakkarnir okkar.
Ronja Rós fékk að leika sér með páskaegg.
Mamma Hulda með krökkunum okkar.
Freyja kát með sitt páskaegg.
Við páskaborðið.
Ronja Rós og amma Hulda.
Flottar saman Hulda amma og Embla Marína í eins jökkum.
Freyja Naómí vildi líka vera með.
Svo mikið krútt.
Að sjá hænu hjá Benóný bróðir.
Benóný Ísak hænustrákur.
Búnað fá egg hjá Óla til að setja í vélina hjá Bóa afa hann ætlar að fá unga. Hann missti
bestu hænuna sína um daginn þegar hundur komst í þær og hún fékk hjartaslag og hann var svo sár að afi hans leyfði honum að reyna fá nýjar hænur.
Páska þemað hjá okkur í ár skærbleikt og bleikir bangsar til að telja fyrir krakkana.
 
Hér sést þetta betur.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

14.04.2020 20:01

Ronja Rós í fjárhúsin og göngutúr

Ronja Rós fékk að fara á hrútsbak á Kaldnasa með systkynum sínum. Siggi og Emil voru
að klippa klaufar og saga horn á hrútunum.

Hér eru þeir að saga með vír Svarta Pétur hans Óttars á Kjalvegi en við vorum með hann
í vetur fyrir Óttar.

Við settum líka ásettningsmerkin í lambhrútana og gimbranar um daginn.

Hér eru systurnar á Kaldnasa sem er alveg einstakur hrútur og ég hef ekki vitað um
annan eins hrút sem er algert gæðablóð.

Ronja var bara kát í kerrunni og Freyja keyrði hana um allt.

Og Embla líka það er um að gera að venja hana við áður en sauðburður kemur þá verður
Ronja að vera mikið með mér í fjárhúsunum.

Stelpurnar að sýna henni Möggu Lóu kindina hennar Freyju.

Hér er hún svo komin í jötuna hjá gemlingunum.

Embla var svo með henni og hún var alveg hissa á þessu.

Það snjóaði svo aftur eftir að snjórinn var farinn um daginn og það var alveg blindbylur
og Siggi gaf fyrir okkur. Daginn eftir var svo fallegt veður og jökulinn skartaði sínu fegursta.

Freyja Naómí og Embla Marína með Rósu.

Krakkarnir eru búnað vera rosalega dugleg í páskafríinu að koma með mér inn í fjárhús
og hér eru þau með playmó með sér að leika í jötunni.

Tvævettlurnar eru búnað berja gat yfir í hina króna og hér sést hvað það er mikið sport
að stinga hausnum í gegn og fylgjast með hinum megin.

Hér sést það hér er þessi sama með hausinn kominn í gegn að gjæjast.

Hér sést betur yfir.

Benóný alveg elskar gemlingana.

Jóhanna og Emil að vigta ullina.

Ronja sofnaði svo í kerrunni inn í fjárhúsum og við tókum hana inn til Sigga í kaffi og hún
hélt áfram að sofa svo hún var alveg alsæl eftir fyrstu almennilegu fjárhúsa heimsóknina.

Ronja Rós inn i sveit hjá Freyju ömmu og afa Bóa.

Við fórum svo í göngutúr um daginn niður á bryggju.

Benóný vildi hlaupa upp og niður stigann hjá bátunum.

Þau hlupu svo niður í fjöru og það var svakalega löng fjara og æðislegt veður.

Enduðum svo á að fá okkur ís hjá Dodda í sjoppunni.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.


04.04.2020 07:40

Emil 35 ára og Benóný í fjárhúsunum

Emil átti afmæli 1 apríl og var 35 ára. Dagurinn var fullur af gleði og gríni og krakkarnir nutu
þess í botn að færa ömmum sínum og afa kaffi með salti og bíða spennt eftir viðbrögðum
hjá þeim að reka upp skaðræðis öskur og spíta út úr sér kaffinu he he. Embla náði Benóný
mjög vel hann var í baði og hefur aldrei verið eins snöggur upp úr baði þegar hún sagði að 
það væri ókunnugur köttur inni hjá okkur og hann fór auðvitað að gá en ekkert sá og varð
ekki ánægður með systir sína að ljúga svona af honum ha ha.
Við vorum svo með læri í matinn og buðum Freyju,Bóa,Jóhönnu og mömmu í mat.
Hér er Emil afmælisbarn.
Ronja Rós kát í hoppu rólunni.
Benóný og Embla í fjárhúsunum með mér.
Fékk þennan flotta frænda í heimsókn í fjárhúsin. Erla kom og kíkti með Brynjar Óla og
hann var mest hrifinn af traktornum hans Sigga.
Arna Eir frænka kom líka með Freyju í fjárhúsin.
Þá er búið að gefa.
Benóný var heima þessa vikuna var ekki alveg að höndla alla breytinguna sem er í skólanum
og hann er búnað vera svo duglegur að koma með mér í fjárhúsin. Hér er hann að tala við 
gemlingana.
Honum finnst mjög kósý að leggja sig í jötunni á meðan ég er að gefa.
Og láta grafa heyið yfir sig og láta þær borða í kringum sig.
Hann fann upp á skemmtilegum leik að fara ofan í síldartunnu og láta
sig rúlla niður inn í hlöðu mjög gaman.
Þetta er búnað vera mjög skemmtileg vika og gaman að fá þennan gæða tíma með
Benóný og kindurnar hafa mjög róleg og yfirveguð áhrif á hann. Hann fær svo að 
ráða tónlistinni í bílnum á leiðinni og oft er það mikil teknó tónlist svo 
ég fer vel peppuð inn í daginn he he.
Ronja Rós í nýju sólstofunni hjá ömmu Freyju og afa Bóa.
Ronja dafnar vel farin að fá að borða tvisvar á dag ávaxtamauk og hafragraut.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

  • 1
Flettingar í dag: 321
Gestir í dag: 122
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330763
Samtals gestir: 14340
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 23:03:33

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar