Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2017 Júní

21.06.2017 13:08

Embla útskrifast af leikskólanum og Benóný klárar 2 bekk

Embla Marína útskrifast af leikskólanum Krílakoti.
Hér er flotti útskriftarhópurinn.
Embla með flottu myndina sem hún málaði sjálf.
Flottar útskriftar vínkonur Aníta Sif og Embla Marina.
Benóný útskrifast úr öðrum bekk.

Það eru svo myndir af útskriftinni hér

Smá upprifjunar saga úr leikskólanum.

Hér er Embla á Stubbakoti.
Á stubbakoti 3 ára með Konrad sem á afmæli sama dag og hún 28 mars.
Með Anítu bestu vínkonu sinni.
Hér er önnur sæt af þeim vínkonunum.
Í gönguferð á leikskólanum.
Svo mikið krútt.
Fána dagur í tilefni 17 júní hérna er Embla og Eiríkur.
4 ára afmæli á Gulu deildinni
Að búa til piparkökur á Stubbakoti.
Með Freydísi vínkonu sinni að búa til pizzu.
Freydís og Embla flottar vínkonur á skóla lóðinni.
Embla og Ari svo góðir vinir.
Embla og Eiríkur Elías
Hópmynd
flottur hópur
Grímuball
Meiri grímuballsmyndir
Svo gaman hjá þeim.
Pabba morgunmatur.
Snúðaskokk.
Embla og Freydís
4 ára afmæli
Svo falleg stelpa.
Ís ferð í sjoppuna.
Náttfatadagur og bangsa svo kósý.
Páskar.
5 ára afmæli.
Rútuferð.
Bíó miðar.
Þorrablót.
Útskriftarferð og fékk að mjólka belju svaka stuð.
6 ára afmæli.
Af gulu deildinni bleika slaufan.
Gönguferð.
Róla.
Gönguferð.
Skólaheimsókn.
Slá köttinn úr tunnunni.
O þetta er aldeilis búið að vera skemmtilegur tími hjá prinsessunni okkar eiga allar þessar
skemmtilegu minningar um þennan tíma á leikskólanum og eiga myndir af því svo næst
tekur alvaran við að fara í skóla í haust.

Hér inn í albúmi má svo sjá fleiri leikskóla myndir.

20.06.2017 17:00

Loksins smá Sauðburðarblogg

Komiði sæl kæru vinir langt síðan hefur heyrst eitthvað af sauðburði hér hjá okkur.
En það er góð ástæða fyrir
því að talvan okkar hrundi í maí og ég fór alveg í þunglyndi yfir því að ég væri búnað tapa
öllum sauðburðar myndunum mínum en sem betur fer gat bróðir hans Emils hann Steinar
reddað tölvunni fyrir mig og náð myndunum úr henni en ég á eftir að fá þær til mín.

Já ég veit þið trúið því ekki hvað mér er búið að líða illa og iða í skinninu að geta ekki
verið búnað henda inn sauðburðar myndum það var bara alveg vængbrot fyrir mig enda
svo stór hluti af lífi mínu sem felst í sauðburðinum í maí mánuði og frétta veitunni að
setja það hér inn og myndir með því en til allra lukku mun það koma hér inn en bara
svolítið mikið á eftir áætlun.

Sauðburður byrjaði skart og það var nóg að gera. Þrílemburnar voru mikið að koma með eitt úldið en það voru 3  sem komu með tvö lifandi og 1 úldið. Skvísa fjórlemban kom með öll
fjögur en fyrsta lambið kom dautt og hefur bara drukknað í burðinum en hún kom með 3 lifandi en eitt fékk slefsýki og drapst svo það varð 2 vandamálum færra og hún gengur bara með 2 sem er bara fínt.

Ein var sónuð með 2 en kom með 3 og ein sónuð með 1 og kom með 2 svo við græddum 2 auka lömb. Einn gemlingur var sónaður með 2 en kom með annað úldið og hjá Jóhönnu komu tvær þrílembur með 1 úldið og líka hjá Sigga í Tungu 2 þrílembur með 1 úldið svo það er ótrúlega stórt hlutfall í húsunum að svona margar séu með úldið og mikið af þeim þrílembur.
1 ær drapst á burði hún fékk doða og við tókum eftir því of seint og náðum ekki
að bjarga henni en við gátum vanið bæði lömbin undir sem hún átti.

Ein þurfti að fara í keisara því það var snúið upp á legið á henni. Það tókst vel að ná lambinu
en það var dautt en við náðum að venja undir hana tvo lömb.

Á sauðburði drapst 1 gimbur 6 hrútar og 5 fóstur alls 12 dauð.

Lifandi lömb eru 148

79 gimbrar

69 hrútar

Hlutfallið milli gimbra og hrúta er ansi jafnt en gimbranar eru í meirihluta þetta árið svo
erfitt verður valið í haust.

Þó bætist við að við höfum verið að gefa nokkrum einspena rollum séns og er það orðið
vandamál en vandamál sem hefur gengið vel því það var vanið undan þeim öllum nema
einni og eins þrílemburnar fóru allar bara með 2 lömb á fjall.

Með þessum einspena rollum og öðrum eldri verða allavega 11 ær sem þarf að lóa í haust
svo það verður eitthvað hægt að setja á í staðinn.

Af litum að segja þá ætlaði ég mér að fá gráa gimbur en það hafðist ekki ég fékk bara
gráa hrúta. Ég ætlaði mér svo að fá mikið af golsóttu undan honum Ask því hann er
golsóttur sjálfur en Nei ég notaði hann á golsóttar kindur og fékk ekki einu sinni golsótt
heldur bara flekkótt og golsubíldótt svo þessi þrælskipulagða litar áættlun gekk ekki
eins vel og ég ætlaði mér. Ég fékk eina golsótta gimbur og einn golsóttan hrút.

Askur sá golsótti er botnugolsóttur og það er örugglega þess vegna sem það kemur
ekki hrein golsótt undan honum og golsóttum ám en hann gaf alla liti hvitt, flekkótt
svarbotnótt og golsubíldótt.

Kaldnasi sá kollótti var alveg draumur ég fékk fullt af móflekkóttu undan honum og svo
alhvítt og það voru mjög þroskamikil lömb og falleg.

Móri hans Sigga gaf okkur fullt af mórauðum lömbum og ég fékk loksins 6 mórauðar
gimbrar og eina mórauða undan Malla sæðishrút. Fékk svo líka eina móbotnótta undan
Móra.

Einbúi er veturgamal undan Ísak og ég notaði hann bara á tvær kindur og önnur þeirra
var geld með samgróninga en hin kom með 2 hún Hosa og það eru tveir svakalega
fallegir flekkóttir hrútar arnhöfðóttir sem ég er mjög spennt fyrir að sjá í haust.
Bárður notaði Einbúa mikið svo það fæst vonandi einhver reynsla á hann í haust.

Hér er svo smá upptalning af lambafjölda frá hverjum hrút.

Tinni sæðishrútur á 2 hrúta
VInur sæðishrútur á 2 gimbrar og 2 hrúta
Borkó sæðishrútur á 1 gimbra og 1 hrút
Bekri sæðishrútur á 3 hrúta
Malli sæðishrútur á 3 gimbrar og 2 hrúta
Burkni sæðishrútur á 4 gimbrar og 2 hrúta

Flekkur hans Bárðar 3 gimbrar og 4 hrúta
Partur hans Bárðar 5 gimbrar
Korri 5 gimbrar og 5 hrúta
Móri 7 gimbrar og 3 hrúta
Glámur 5 gimbrar og 2 hrúta
Grettir 7 gimbrar og 5 hrúta
Einbúi 2 hrúta
Kaldnasi 7 gimbrar og 2 hrúta
Askur 9 gimbrar og 8 hrúta
Zorró 9 gimbrar og 8 hrúta
Mávur 8 gimbrar og 10 hrúta
Ísak 4 gimbrar og 8 hrúta

Þá er þetta upp talið í fljótu. Við slepptum út hrútunum 6 maí í túnið og 13 maí fóru
fyrstu lambærnar á tún og 20 maí slepptum við alveg út úr girðingu og út í haga.

Af sæðingunum að segja þá voru það sæðingarnir undan Vin sæðishrút sem sköruðu
fram úr í fegurð og vænleika bæði hjá mér og hjá Sigga í Tungu síðan voru lömbin
undan Máv okkar líka áberandi falleg og þétt svo þetta verður spennandi að fylgjast
með þeim dafna í sumar og fram á haust.

Hér er Mírranda forystu ær með lömbin sín undan Ask.
Gæfa gemlingur með lömbin sín undan Flekk.
Eldey með mórauðu gimbranar sínar.
Magga lóa með golsóttu gimbrina sína.
Hin gimbrin hennar Möggu Lóu botnuflekkótt.
h
Hér má sjá hluta af móflekkóttu lömbunum.
Freyja, Embla og Aníta vínkona þeirra með lamb sem missti mömmu sína hana Snædísi
en hún fékk doða. Þetta lamb var svo vanið fljótlega undir aðra ær.
Djásn með lömbin sín undan Zorró.
Verið að fara bera áburðinn á í Tungu.
Hér er eitt móbíldótt frá Jóhönnu.
Hér fara nokkrar út Hexía sem er hér til vinstri var sónuð með eitt en kom með 2 og hún
er með golsóttan hrút og svarbotnóttan hrút undan Ask golsótta hrútnum.
Hrafna með hrútana sína undan Máv einn alveg hyrndan og einn kollóttan.
Hrafna gekk upp hún átti að fá með Kaldnasa en fékk svo með Máv í uppgöngunni.
Arena bar næst seinust eða 4 júní.
Orabora bar seinust 8 júní og þá er sauðburði lokið 2017.
Embla Marína okkar er orðin svo dugleg að vera á hestbaki hér er hún að æfa sig með
Jóhönnu á hestinum hennar Sunnu.

Hér er Skoppa með lömbin sín undan Glám. Því miður rakst ég á gimbrina hennar dauða
í fyrra dag fyrir neðan Búlandshöfða en ég veit ekki hvað hefur skeð fyrir hana mjög
líklega hefur verið keyrt á hana en ég mun væntanlega ekki komast að því hvað hafi skeð.
Hún gæti líka hafa lent í einhverju öðru en hrafninn var búnað komast í hana og þess
vegna sá ég hana annars hefði ég ekki ákveðið að fara kíkja þarna niður eftir nema það
að ég sá hrafninn og mávinn vera svo nálægt kindunum sem voru þarna.

Jæja það eru fleiri myndir hér inn í albúmi bara af restinni af sauðburðinum en hinar
myndirnar munu koma inn við fyrsta tækifæri eða leið og ég fæ þær aftur.
  • 1
Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 122
Flettingar í gær: 724
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 330782
Samtals gestir: 14340
Tölur uppfærðar: 20.3.2023 23:24:36

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

[email protected]

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar