Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

Færslur: 2022 Apríl

28.04.2022 11:51

Heimsókn til Gumma að skoða lömbin.


Við fórum að heimsækja Gumma Óla og sjá fyrstu lömbin og hér er Ronja Rós að 

klappa þrílembing.

 

 

Ronja Rós fékk svo að halda á þessum þrílembing og Benóný Ísak með henni

en þegar hún var búnað skila honum hnippti hún í mig og sagði mamma ég vil ekki hvíta lambið

ég vil fá svarta lambið he he strax komin með litagenin frá mömmu sinni og veit hvað hún vill.

 

 

Embla Marína, Benóný Ísak og Aníta Sif.

 

 

Svo fallegir gemlingarnir hjá Gumma Óla svo stórir og þroskamiklir.

 

 

Hér eru svo þrílembingarnir saman allir svo jafnir og flottir tveir hrútar og ein gimbur.

 

 

Við settum lambhrútana og fullorðnu út 21 apríl. Það er okkur ekki í minni að hafa

sett þá svona snemma út áður og hér eru Siggi, Kristinn og Emil að spá og speklura.

 

 

Við gefum þeim svo úti svo frábært að geta haft þetta svona á vorin.

 

 

Hér eru krakkarnir Freyja Naómí og Embla Marína okkar og svo Bjarki Steinn frændi þeirra

og Aníta Sif vinkona þeirra og þau eru með Kaldnasa sem er nú pínu lemstraður á hausnum eftir

að hafa verið að slást við hina hrútana það er alltaf smá fjör þegar þeir fara út.

 

 

 

 

 

 

28.04.2022 02:07

Elsku Donna okkar kveður


Hér er elsku Donna okkar fyrsta daginn sem við fengum hana afhenta frá Maju systir árið 2010.

Hún er búnað fylgja okkur í 12 ár en hún var 12 ára í janúar síðast liðinn. Donna veiktist skyndilega

og átti erfitt með andardrátt og hún var á lóðaríi svo ég tengdi hegðunina við það því hún verður

stundum mjög furðuleg á þeim tíma en svo sá ég að þetta var engan veginn eðlilegt og lét kíkja á hana

og þá kom í ljós að hún var of veik til að grípa inn í svo við fengum tíma tveim dögum seinna og þá kom

dýralæknirinn heim til okkar og sendi hana í draumasvefninn langa. Hennar verður sárt saknað það er svo 

erfitt að kveðja dýr sem er búnað vera einn af fjölskyldunni svona lengi og það var mjög erfitt að segja 

krökkunum frá því og undirbúa þau fyrir að kveðja. Donna var reyndar búnað vera frekar þunglynd seinasta

árið og komin með smá gigt í fótana og labbaði ekki eins mikið en tók þó alltaf skver með mér í smölun á haustin

ótrúlega dugleg þrátt fyrir aldurinn og þá var hún glöð en núna þegar framkvæmdirnar byrjuðu fór það mjög illa

í hana og hún vissi ekki alveg hvar hennar staður væri því það var búið að færa hennar svefnstað svo hún vildi bara

vera í ganginum og sofa á pappakössum og drasli sem var þar svo vanaföst var hún á sinn stað.

Hún er búnað veita okkur afskaplega mikla gleði og hamingju gegnum árin og krakkarnir alveg elskuðu hana og hún

þau svo þetta verður svakalegt tómarúm hjá okkur að venjast að hafa hana ekki í lífinu okkar. Það er svo mjög skrýtið 

að bróðir hennar Tinni var að kveðja um daginn hjá henni Sanný svo það var mjög stutt á milli þeirra systkina.

 

 

Hér er Benóný lítill og Donna lítil.

 

 

Núna eru þau tvö sameinuð en þetta er Olíver kötturinn okkar sem er dáinn og Donna 

þegar Embla var nýfædd.

 

 

Donna þegar hún eignaðist hvolpa hjá okkur.

Hér er Donna og Mikki sonur hennar.

 

Emil með Donnu að smala í Mávahlíðinni.

 

Hér eru mæðgurnar saman Donna og Pollý hennar Maju systir.

 

Embla Marína með Donnu þegar hún var lítil.

 

Hér var hún unglingur með okkur á Akureyri í ferðalagi.

 

Á jólakorti með Benóný Ísak.

 

Inn í Mávahlíð.

 

Með Ronju Rós

 

Hér er hún með mér að smala svo dugleg að labba með mér í Búlandshöfða.

 

Hér erum við að smala saman seinasta haust.

 

Hér var svo seinasta nóttin hennar með Benóný og Myrru og þá var hún 

orðin svo mikið veik greyjið. Hennar verður svo sárt saknað og það er mjög 

skrýtið að hún sé ekki með okkur lengur. Hún dó 27 apríl .

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

27.04.2022 11:11

Framkvæmdir í mars til apríl

Þann 8 mars byrjuðum við að rífa niður í eldhúsinu og hófust þá framkvæmdir á að rífa niður eldhúsinnréttinguna og taka gólf og veggi af því við ætlum að leggja nýtt rafmagn og þegar það var allt komið vel af stað að rífa kom í ljós að milliveggur milli eldhús og andyris var svo lélegur að við rifum hann niður líka og létum byggja upp alveg nýan vegg þar. Andyri var svo líka rifið af gólf,veggir og loft og verður þar líka nýtt rafmagn. Þessar framkvæmdir eru svo enn í vinnslu og er ég búnað vera nokkuð þolinmóð held ég að búa heima með 4 börn í öllu þessu raski og hefur það gegnið ótrúlega vel bara miðað við aðstæður. Við ætluðum að loka eldhúshurð sem aldrei var notuð og ég var búnað panta filmu í gluggann sem var þar en þegar þeir rifu gólfið af þar kom í ljós að það var mjög skemmt undir hurðinni og alveg fúnað og náði skemmdin langt inn að vegg næstum undir klósett en sem betur fer náðist að laga það en þeir urðu að taka útidyrahurðina úr sem við ætluðum ekkert að taka en það var ekki annað hægt því vatnið lak bara beint inn með hurðinni og það varð að saga stéttina fyrir utan hús til að komast í veg fyrir lekann. Það má auðvitað alltaf reikna með einhverju auka veseni þegar maður fer í svona framkvæmdir en þetta er allt á góðri leið núna Bói er búnað vera yfirsmiður og heilinn í þessu öllu hjá okkur án hans hefðum við aldrei getað gert þetta allt svo hjálpaði Jóhann bróðir Emils okkur alveg með rafmagnið það var hans sérsvið og Freyja tengdamamma var alveg ótrúlega dugleg að taka krakkana fyrir okkur og bjóða okkur í mat á meðan þessu öllu stóð og auðvitað að lána okkur manninn sinn allar helgar í vinnu fyrir okkur. Þórhalla og Jóhann bróðir Emils komu og hjálpuðu okkur að setja saman ikea innréttinguna og Bói og Emil sáu um að stilla allt og koma öllu upp á sinn stað. Við máluðum svo eldhúsið með litnum leir frá slippfélaginu og ég er mjög ánægð með hann held það eigi eftir að vera geggjað flott þegar allt hvíta er komið upp þá nýtur það sín í dökka litnum. Við skiptum svo um hurðar í öllu húsinu og það verða hvíta  hurðar og harðparket frá harðviðarval. Í dag er 27 apríl og þá eru hurðarnar komnar upp að mestu og eldhúsið en það er eftir að klæða loftið í ganginum og parketleggja stofunar og herbergið okkar.

Hér er búið að rífa af veggjum en það á eftir að rífa af gólfinu hér.

Hér sést að hluta til hvað það var fúið undir hurðinni í eldhúsinu og þetta var allsherjar vinna.

Hér er Jóhann og Bói að störfum verið að græja rafmagn og bora fyrir ljósin og

Bói og Emil klæddu loftið í leiðinni.

Hér er búið að mála og setja innréttinguna og mála gluggana hvíta.

Ég ætla svo að setja inn allt ferlið þegar þetta er alveg búið en vildi bara upplýsa ykkur

um ástandið sem er búið að vera hjá okkur og hvers vegna ekki hefur verið mikill tími fyrir að blogga.

Í horninu á svo eftir að koma tækjaskápur sem er í smíðum

hjá samverk og þá fara þessir skápar sem eru ofan á innréttingunni ofan á tækjaskápinn.

Hér er verið að sprauta seinni sprautuna gegn lambablóðsótt og það er Siggi sem sprautar og 

Kristinn heldur í og ég hjálpa þeim að fylgjast með hverjar eru búnar.

Elsku Embla Marína okkar átti afmæli 28 mars og það sem henni langaði mest í afmælisgjöf var

að fara í heimsókn inn á Helgafell og hitta Bubba lambhrút sem við seldum Óskari í haust.

Hér sjást endurfundir hjá þeim og hann kannaðist nú alveg við hana þó Embla væri pínu feimin

við hann fyrst og hélt hann þekkti hana ekki en svo rifjaðist allt upp hjá þeim.

Þær hittu svo líka hann Spak sem þær kölluðu Ljúf í fyrra og hann tók vel á móti þeim

en hann var seldur til Óskars í fyrra og er alveg æðislega gæfur.

Ronja að máta sófann og æfa sig fyrir sauðburðinn að sitja kyrr og fylgjast með mömmu sinni.

Þann 23 mars fórum við til Reykjavíkur og krakkarnir fengu að fara í keilu.

Ronja Rós fékk líka að spila með rosa fjör.

Ronja Rós svo dugleg að hjálpa til að smíða.

Þetta er hann Kolur nýji hundurinn hjá Freyju tengdamömmu og Bóa.

Þegar við fórum til Reykjavíkur fengu Freyja og Ronja að fara í boltaland.

Hér eru Erika vinkona Emblu,Bjarki Steinn,Freyja Naómí og Embla Marína í Rush.

Hér eru krakkarnir okkar á Páskadag.

Embla Marína.

Benóný Ísak.

Freyja Naómí.

Ronja Rós.

Í sveitinni hjá Ömmu Freyju og afa Bóa á páskadag.

Það var svo haldið páskabingó og borðað saman mjög gaman.

Fystu bleikjur sumarsins. Freyja veiddi tvær og Jóhanna frænka hennar eina og

á myndinni með henni er Embla systir hennar og vinkona hennar Aníta Sif.

Ronja Rós að bíða eftir sumrinu og komin með sumarleikföngin á pallinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 810
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 667661
Samtals gestir: 45755
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 10:38:43

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar