Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

17.08.2010 20:04

Hænur og Hrútar

Það er allt að gerast í sveitinni hjá Bóa og Freyju því Bói er búnað unga út fullt af hænu ungum og nú eru þeir sko orðnir stæðulegir og hlaupa út um allt og ekki er það allt því hann er kominn með 40 egg í viðbót sem hann ætlar að unga út svo það verður kátt í koti. Benóný fékk náttla að kíkja á þær og klappa þeim og var pínu hræddur fyrst en svo lagaðist það allt saman. Hrútarnir voru inn á túni fyrir utan fjárhúsin svo við ákváðum að reka þá inn og klippa á þeim klaufarnar.  Golsa og Stjarna voru inn í túni líka með stóru hrútana sína sem fæddust fyrst og ætluðum við sko aldeilis að reka þær inn líka og taka á hrútunum sem virka svakalega flottir en nei hún Golsa stökk yfir girðinguna fyrst og hinar á eftir og svo náðum við henni aftur og Snorri Rabba og Kalli áttu leið hjá og ætluðu að hjálpa okkur en það tókst ekki betur en það að hún tók strauið beint út um hliðið sem var opið algjör synd að hafa ekki fattað að loka því sérstaklega þegar maður er að reyna reka hana. Svo þannig fór það og við fáum ekkert að skoða þau fyrr en í haust he he. Hrútarnir rötuðu þó beinustu leið inn og gekk það allt vel og Emil klippti þá alla og voru þeir bara nokkuð góðir það þurfti allavega ekki mikið að snyrta þá.

Hæna á grein.

Benóný Ísak að klappa þeim.

Hrútarnir Flekkur 08, Herkúles 06, Toppur 08, Moli 09, Rambó 09.

Upprennandi bændur á ferð Benóný og Birgitta voru svaka köld í fjárhúsunum.
Flettingar í dag: 1386
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 2447
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 710770
Samtals gestir: 46895
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 13:33:37

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar