Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

03.05.2021 12:20

Heimsókn á Berg til Önnu Dóru og Jón Bjarna

Hæ ég ætlaði að vera löngu búnað koma þessu bloggi hér inn en hef ekki komist í það fyrr en núna því ég hef verið með Ronju Rós í aðlögun á leikskólanum og svo er Emil að róa í Grindavík og ég er því ein heima með börnin og þá er dagurinn alveg uppbókaður.

Við fórum sem sagt 4 apríl í heimsókn á Rækrunarbúið á Bergi hjá Önnu Dóru og Jón Bjarna
og fengum að skoða stóðhestana hjá þeim sem eru alveg glæsilegir og til stendur hjá okkur eftir að Embla Marína dóttir okkar hefur suðaða og suðaða um að fá folald að fara með 
merina hennar Heru í stóðhest hjá þeim og Sægrímur varð fyrir valinu hjá Emil og henni sem hafa miklar skoðanir og pælingar í þessu ásamt því að fá mikla leiðsögn og meðmæli hjá Jón Bjarna sem tók okkur í frábæra skoðun og fræðslu um þá alla. Það var alveg æðislegt
að koma til þeirra og stelpurnar fengu meira segja að fara á hestbak með Sól inn í 
reiðskemmunni hjá þeim.

Hér er merin hennar Emblu sem heitir Hera og er undan Svein Hervari.

Hér er Sægrímur sem er svakalega fallegur.

Krakkarnir voru svakalega hrifnir af litnum á þessum.

Benóný hitti svo hana Tótu sem er fræg fyrir að hafa komið í blöðin með Sól dóttur þeirra og hún er einstaklega gjæf og var einu sinni heimalingur.

Stórir og fallegir gemlingarnir hjá þeim.

Hér eru svo ærnar hjá þeim.

Hér er Sól að sýna stelpunum forrystu kindina sína og Embla var alveg heilluð og langar svo mikið í svona kind sem hún getur verið með í taumi. Jón og Anna sögðu okkur magnaðar
sögur um hana sem þau notuðu hana til að sækja lamb sem þau sáu upp í fjalli og þurftu að ná inn þá slepptu þau henni og hún fór og jarmaði til lambsins og þá kom það til hennar og hún leiddi það heim á hlað. Þær eru alveg magnaðar þessar forrystur þær vita hvað þær eru að gera. Hér er Freyja ,Embla og Sól með hana.

Hér er Embla alveg alsæl með hana í taumi og Benóný fylgist með.

Hér er Jón Bjarni og Emil að skoða fyrstu verðlauna merarnar.

Jón Bjarni fór svo með okkur niður að vita og út á Bjarg þangað hafði ég aldrei komið og það er þvílík náttúrufegurð að sjá.

Hér má sjá niður í fjöru.

Hér er svo stuðlaberg fyrir neðan krakkana.

Hér er vitinn.

Krakkarnir komnir niður í fjöru að leika sér á klakanum.

Hér eru þau svo að koma upp aftur.

Allir búnað hreyfa sig og labba upp aftur með Kirkjufellið í baksýn.

Hér eru svo folaldsmerarnar.

Embla alveg til í þetta langar bara að fara í vinnu hjá þeim he he.

Hér er Sægrímur úti.

Embla er alveg heilluð af honum.

Embla er líka mjög hrifin af honum ég man ekki hvað hann heitir hann er líka svakalega
fallegur og rosalega fallegur á litinn.

Svo flottur.

Styllti sér svo upp fyrir framan tignarlega Kirkjufellið.

Þetta verður svo spennandi vonandi heldur Hera þegar við förum með hana í Sægrím.
Hún var í hestalátum í apríl svo hún verður aðra vikuna í maí örugglega aftur.


Embla Marína að baka með mömmu sinni gulrótaköku.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessari ferð.
Flettingar í dag: 580
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 707517
Samtals gestir: 46759
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 07:54:37

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar