Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.09.2012 09:00

Sölufé, Stigun í Lambafelli og ásettningur hjá Gumma.

Þetta er hann Golíat Boga sonur veturgamall og varð í þriðja sæti á hrútasýningu veturgamla á Mýrum. Móðir hans er Flekka 07 005 frá Mávahlíð.

Hann er stigaður svona : Þungi 101 fótl 124 ómv 34 fita 8,3 og 4 í lögun.

8 85 9 9 85 17,5 85 8 9 Alls 86 stig. 
Hann er til sölu svo áhugasamir hafi samband í síma 8419069 Dísa.

Maja systir á svo einn alhvítan lambhrút sem er stigaður upp á 87 stig tvílembingur undan Týr og Stjörnu hann stigaðist svona : Þungi 52 fótl 110 ómv 28 fita 2,8 , lögun 4,5

8 9 9 85 9 18 9 8 85 alls 87 stig

Hann er til sölu og við rekum inn seinni partinn í dag svo þeir sem hafa áhuga komið og kíkið eða hafið samband við Maju í síma 8919292 hann verður bara seldur innan svæðis því Maja er ekki með sölu leyfi utan svæðis.


Þessir bræður eru undan Botnleðju sem er undan Grábotna og faðir þeirra er Toppur.  
Sá hosótti er 84 stig með 17,5 í læri og sá bíldótti er 84,5 stig og með 18 í læri þeir eru báðir til sölu ef einhver hefur áhuga.

Þetta er Grábotna sonur með 84 stig og 30 í ómv tvílembingur og er 61 kíló og 4,5 fitu
og 4 í lögun. Stigun : 8 9 9 9 85 17 8 8 Alls 84 stig. Hann er til sölu líka.

Setti þessa lambhrúta inn að ganni ef einhver hefði áhuga því þeir eru vel gerðir en 
annars fara þeir á sláturbílinn á sunnudaginn.


Stigað var inn í Ólafsvík í lambafelli þann 24 sept og voru það þeir Lárus og Torfi ráðanautar sem komu og stiguðu. Bændurnir í lambafelli voru með mörg falleg lömb og fengu flotta útkomu og svo komu Jóhanna og Óskar úr Bug líka og fengu líka fína útkomu.

Það kom rosalega vel út hjá Gumma Óla hann fékk nokkrar gimbrar yfir 30 í ómv og svo Guffa son sem hann setur á sem er með 32 í ómv og 18 í læri.

Hér er sýnishorn af ásettnings gimbrunum hjá Gumma og er þetta rosalega flottur hópur.

Guffa sonurinn hans sem er 85 stig með 32 ómv og 18 í læri. Það eru svo fleiri myndir af 
stiguninni og ásettninginum hans Gumma hér.
Það var svo líka stigað út á sandi og kom það allveg geggjað út hjá Óttari og Þórsa þeir fengu 2 með 19 í læri undan Klett og Óttar fékk svo annan Klett son með 18,5 læri 10 í bak og 37 í ómv. 2 gimbrar með 19 í læri og slatta með 18,5 og 18 svo hann verður ekki í vandræðum að velja lífgimbrar nema það verður kanski erfitt að velja á milli þær eru allar svo góðar hjá honum. Ég óska þeim til hamingju með þessa glæsilegu útkomu.
Klettur Kveik son er svo sannarlega að gefa svakalega vel gerð lömb.

Jæja þetta er allt að smella saman hjá okkur við rekum inn í dag seinni partinn og svo fengum við Ragga hennar Hafdísar til að hjálpa okkur að slátra því sem verður slátrað 
heima á morgun og svo kemur sláturbílinn á sunnudaginn.

Svo það verður að hafa hraðan á að klára velja ásettningin og reyna selja það sem gott er svo það endi ekki í sláturbílnum en það er svo sem í lagi þá fæ ég bara gott mat á sláturféið í staðinn fyrir að setja bara það lélagasta.

Ég er allveg að verða rugluð í sambandi við Gosa soninn minn sem stigaðist svo vel eftir frjósemismatið sem kom fram nú á dögunum hér og ekki kom það betur út fyrir Borða 
svo hvað á ég að gera með einn veturgamlan undan Borða síðan í fyrra hann Brimill
en hann var að gefa mjög fínt núna hjá mér. Já þetta er stór spurning.


Hér er svo stórgrípurinn undan Gosa hann stigaðist svo vel að ég var allveg í skýjunum
en nú veit ég ekki mitt rjúkandi ráð hvað ég eigi að gera en ég verð að eiga hann ég get 
ekki annað með þessar tölur en reyndar er hann aðeins feitur en hann gekk einn undir og er 62 kíló en það er bara svo rosalega gott landið inn frá að það er erfitt að ná fitunni niður en það er svona smá saman að gerast því ég fékk mun minni fitu á lömbin í ár heldur en í fyrra. Svo hvað segið þið kæru lesendur verð ég ekki að eiga hann og prófa ?

þungi 62 fótl 109 ómv 33 fita 4,5 lögun 4,5

Stigun 8 9 9 9 9,5 19 8 8 8,5 Alls 88 stig.

Kveð afar ráðvillt að sinni emoticon



Flettingar í dag: 767
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 666012
Samtals gestir: 45710
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 15:53:32

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar