Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.09.2015 23:52

Smalað og styttist óðum í stigun

Jæja þá er búið að smala. Ég byrjaði á því að smala Höfðann á fimmtudaginn og koma
öllu sem er þar fram yfir Höfðann svo það væri aðeins búið að pústa áður en það þyrfti
að fara alla leið í Tungu og það gekk mjög vel. Þó var ég nærri því búnað missa féið
þegar ég var að reka það upp hjá stallinum inn í Höfða sem allir stoppa þvi þar var
einn túristi sem stóð bara fyrir og hreyfði sig ekki þegar ég kom með féið en það fór
betur en á horfðist og ég náði að koma því fram hjá honum he he.
Jóhanna,Bói,Gummi og Siggi bættust svo í hópinn um 5 leytið og þá tókum við
allt inn í Mávahlíð,rifið og Fögruhlíðina að Mávahlíð. Þær voru frekar óþekkar við
okkur en það tókst að lokum að koma þeim niður og reka heim að Tungu.
Stór hópur af fénu náðist þennan dag.
Á föstudaginn fengum við Maju og Óla til liðs við okkur og fórum upp inn í Höfða og
löbbuðum yfir í Fögruhlíð þar fengum við nokkrar sem okkur vantaði og hóp frá Óla
á Mýrum. Óli og Maja komust ekki upp fyrir Bjarnaskarð því það var svo mikil þoka
svo það verður að kíkja þar seinna.
Fengum milt og gott veður á föstudaginn.
Annað mátti segja um laugardaginn þá fórum við ekki upp fyrr en á hádegi. Ég ,Siggi,Emil,Bói og fengum
Hannes á Eystri Leirárgörðum og son hans með okkur sem stóð sig eins og hetja í
þessu átakmiklu veðri sem var. Friðgeir og hans fólk kom líka með okkur.
Okkur leist ekkert á þetta fyrst það var varla stætt þegar við byrjuðum að arka upp og
þokan allt of þétt til að sjá nokkra kind. En hvassara tók við uppi og þurfti maður að
hafa sig allan við að halda sér niðri. Við fórum upp á Fróðarheiði og löbbuðum svo yfir í
Svartbakafell sem er fyrir ofan Fögruhlíð en Friðgeir og hans fólk fór niður í Hrísar
og svo straujuðum við allt þar á milli og niður í Tungu. Þrátt fyrir óveður og mikla þoku
tókst okkur að finna heilmikið fé svo ferðinn var alls ekki til einskis og það var ljúft
eftir erfiðan dag að fá kaffi og kjötsúpu inn í Tungu.
Mér vantar eina veturgamla og lamb hana Stiku og eina aðra veturgamla en lambið
hennar kom svo það er spurning hvort hún hafi drepist.
Í heildina sem hefur drepist í sumar og vantar eru 10 lömb.
Það er leiðinlega mikið.
Við vigtuðum svo í gær og er meðalvigtin 46,56 það er 1 og hálfu kíló léttara enn í fyrra.
Það verður svo stigað hjá okkur á morgun svo nú er spennan allveg í hámarki og
stressið eftir því.

Hrútasýning veturgamla verður svo hjá Óla á Mýrum á þriðjudaginn
kl 17.00 svo það verður líka spenningur að fara á hana og sjá hvernig hrútarnir koma
út og ég minni félagsmenn Búa að koma með veturgömlu hrútana sína og hafa gaman
af að koma og vera með og sjá aðra. Frekari upplýsingar um sýninguna má finna hér
inn á 123.is/bui
Flottur Hæng sonur frá Sigga .
Tvær gullfallegar frá Sigga undan Gloppu og Danna sæðishrút það verður spennandi
að sjá hvernig þær dæmast.
Flottur Bekra sonur frá Sigga undan Botnu.
Hæng sonur frá mér undan Hriflu.
Tveir undan Marel Guffasyni og Skuggadís.
Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér.

Kveð í bili með hnút í maga og held ég sofi ekki í nótt fyrir stressi og spenningi
fyrir stigun emoticon emoticon
Flettingar í dag: 330
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 715285
Samtals gestir: 47167
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 09:05:09

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar