Hæ nú er allur snjórinn farinn og bara rigning og rok frekar ógeðslegt bara. Við fórum í heimsókn til Huldu um daginn og svo kíktum við inn á Dvalarheimili til Leifs. Freyja er svo komin úr Reykjavíkinni og hún kom og kíkti á prinsinn og tók hann brosandi á móti henni. Um daginn setti ég hann í vögguna og faldi mig og gerði bö og hann hló og hló voða gaman og hann er farinn að spjalla allveg ótrúlega mikið. Það er svo sem lítið annað að frétta nema Maggi var að fara á sjóinn með Rifsnesinu og Örvar frændi nýji nágranninn minn er alltaf á fullu og fer að flytja inn bráðlega.
Að leika sér með naghringinn sinn.