Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

17.12.2009 14:18

Fjárhúsaferð

Jæja þá er maður búnað fara í tvo labbitúra í dag rosa duglegur og Olíver fór með okkur og það er nú frekar kalt og hrátt úti það er ekki beint jólalegt að sjá en það styttist óðum í jólin, svo við gerðum okkur ferð í fjárhúsin til að ná góðum myndum fyrir jólakort og gekk það svona upp og ofan en hafðist þó og úr urðu nokkrar fínar myndir. Við fórum inn í kirkjugarð í gær og settum lukt á leiðið hans Steina og Brynja var búnað setja bláa grein hjá honum og ömmu og afa og kemur það mjög vel út bara. Já svo er hann Maggi litli brósi að fara að útskrifast á föstudaginn svo það verður merkisdagur fyrir hann og má hann vera stoltur af því að vera ekki tossi eins og við hin systkynin he he, já hann er sko búnað standa sig vel þessi málglaði og óþekki drengur sem hann var þegar hann var yngri það er sko vel búið að rætast úr honum og erum ég og Emil stolt af því að hafa alið hann svona vel upp. Jæja núna er ég búnað fara hrútarúnt með Bárði og skoða hrúta hjá Eiríki og Hreini og leist mér bara mjög vel á þá, ég er nefla að fara að taka svampana úr og byrja að hleypa til á laugardaginn svo það er nóg að gera. Jæja það eru svo nýjar myndir inn í albúminu og nýtt myndband með Karítas og Benóný að hlægja saman voða gaman. 


Hér eru feðgarnir ofan á Topp rosa flottir saman.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar