Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

19.12.2009 23:57

4 Mánaða og Útskrift

Nú er kallinn hann Magnús Már Leifsson búnað útskrifast með trompi og hlaut hann einnig verðlaun fyrir að vera forseti nemendaráðs og skila þar vel unnu starfi og óskum við honum innilega til hamingju með þennan stóra áfanga í lífinu. Það var haldin veisla á kaffi 59 og var hún allveg mögnuð,það var svo kósý og góður matur að ég mæli eindregið með þessum stað. 

Fallega fólkið Magnús og Soffía.

Benóný er 4 mánaða núna 19 des og hann fékk nú bara að þvælast með foreldrum sínum í fjárhúsunum í dag og sofa í bílnum. Já það er sko búið að vera nóg að gera, við tókum svampinn úr á fimmtudaginn og það gekk nú ekki allveg nógu vel því það var fast í 3 kindum og lykkjan bara fór af svampinum og skeði það líka hjá Sigga í Tungu en hann náði honum út en við náðum ekki að ná hinum svo Rúnar kom daginn eftir og reddaði því og það er víst búið að vera svoldið um þetta núna , einhver galli í þessum svömpum en jæja svo var farið snemma um morguninn og farið með 2 rollur til Bárðar og náð í hrútana sem við fáum lánaða hjá Eiríki og Hreini og Bói og Siggi gerðu það og á meðan var ég og Emil að sortera rollurnar og viti menn haldið þið ekki að hún Bríet stygga hafi bara stokkið beint á mig og ég var alblóðug með blóðnasir og sprúgna vör. Emil brá svo að hann spurði hvort ég væri ekki allveg örugglega með allar tennurnar upp í mér og jú sem betur fer var það ekki svo slæmt svo ég hélt öllum tönnum en er bara geðveikt bólgin eins og ég sé með bótex í vörunum.

Litli prinsinn allveg uppgefinn eftir daginn.
Flettingar í dag: 395
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 715350
Samtals gestir: 47169
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 10:57:50

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar