Á jóladag var skrítið að fara ekki í árlega jólaboðið inn í Mávahlíð heldur bara skotist og hent í rollurnar og dúllað við þær en húsið bara autt og tómlegt, alltaf finnst mér jafnt sorglegt að sjá þetta svona en svona er þetta bara. En við fórum í hangikjöt hjá Freyju og Bóa sem var allveg rosalega gott og hittum krakkana hans Bóa og áttum skemmtilega stund saman.
Hérna er prinsinn allveg kampa kátur hjá Freyju ömmu og Bóa afa í nýju fötunum sem amma Hulda gaf honum í jólagjöf.