Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

08.02.2010 23:12

Rúntur með Magga í Grundó

Við gerðum okkur glaðan dag með Magga í dag og fórum rúnt inn í Grundafjörð. Við byrjuðum á því að kíkja í hesthúsin hjá Bárði og skoða skrauthænurnar hans og hann Vörð sem er haninn hans og hann stendur sig í stykkinu að passa hænurnar. Því næst fórum við að skoða hestana sem eru í góðum holdum í blíðveðrinu sem er búið að vera seinustu daga enda er það alveg með eindæmum hversu góð tíð er búinn að vera í vetur. Við héldum svo næst að Hömrum og skoðum hænsnabúið sem Bárður var að taka við og var það rosalega snyrtilegt og flott og er hann nýbúnað fá nýjar hænur ellefu hundruð í heildina held ég svo það verður nóg að gera að tína egg. Næst héldum við svo til Sverris og Gerðar í Gröf og var tekið vel á móti okkur með kræsingum með kaffinu eins og Gerði einni er lagið, Sverir fór með okkur upp í fjárhús til Lárusar sonar síns og sýndi okkur rollurnar og sagði sögur. Á meðan var Benóný í góðum höndum hjá henni Gerði og lék sér við fílinn sinn.  Síðan lá leiðin okkar í þessu blíðskapar veðri og haustsólinni að bæjarhlaðinu í Mávahlíð, þaðan hélt leið okkar áfram í Tungu þar sem við lentum í veislu hjá Gerðu og fengum sólarpönnukökur í haustsólinni. Haldið var heim á leið eftir góðan dag, en þið getið skoðað ferðina í nýja myndaalbúminu sem ég setti inn, og einnig myndband af Benóný taka ofvirkniskast.

Vörðurinn hans Bárðar.

Hæsnabúið hans Bárðar.

Fallegur mánudags miðdagur í febrúar.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar