Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

14.02.2010 20:47

Lambaskoðun og Bollur hjá Huldu.

Jæja þetta er búið að vera annasamur dagur. Hann byrjaði þannig að það var farinð inn að Hömrum kl hálf 11 í morgun til að vera viðstödd lambatalningu hjá Bárði og vorum við nú heldur sein því aðeins voru fjögur lömb eftir þegar við komum, það gekk bara ágætlega það er fjórar 3 lembdar og ein 4 lembd og margar tvílembdar og svo voru einhverjir gemlingar tvílembdir svo þetta er flott bara. Við fórum svo í heimabakaðar bollur hjá mömmu í blokkina og Maja og fjölskylda komu og Maggi og Soffía komu með pabba svo það voru borðaðar bollur með bestu lyst enda svaðalega góðar hjá henni Huldu. Því næst fórum við að kíkja á bændurna í Ólafsvík. Fyrst fórum við til Gumma og meira segja mætti aðalbóndinn hún Þuríður Ragnarsdóttir og tók þetta út hvort allt gengi ekki eftir bókinni og gekk bara ágætlega nema svolítið margar einlembdar en það er fyrir öllu að það séu allar með lömbum. Það var svo sónað hjá Óla,Sigga og Brynjari og gekk held ég bara nokkuð vel en gekk allra best hjá Marteini það voru flestar tvílembdar og 4 þrílembdar held ég svo það er bara glæsilegt og það var víst líka góð útkoma hjá Eddu Báru en eitthvað slakara hjá Óttari þar var svolitið um einlembdar held ég en ég ætla bara að bíða spennt þori ekki að eyðileggja spennuna hjá mér með því að kíkja í pakkann strax. Það eru svo myndir af þessu öllu saman í albúminu góða skemmtun.

Verið að telja hjá Gumma.

Hulda lukkuleg með bollurnar sínar.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar