Jæja við fórum í saltkjöt hjá Steina og Jóhönnu í gær mjög gott og svo fór prinsinn í skoðun í dag og er orðinn 7340 gr og 70 cm og er enn bara allveg í línunni sem er fínt bara og nú má ég fara að byrja gefa honum smátt og smátt að borða og byrjuðum við á því í kvöld og það var mikið hlegið, Steini frændi var hjá okkur og Emil og hann gáfu honum að borða og hann kúgaðist og kúaðist og fannst þetta alls ekki gott. Pabbi hans var allveg að deyja úr hlátri og við hin líka algjör kvikindi.
Oj oj hva eruð þið að gera mér.
Pabbi hló og hló.