Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

27.03.2010 12:40

Margt í Mars

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur Emil er búnað vera heima eintóm bræla og fórum við í heimsókn til Freyju ömmu og Bóa afa og tókum Donnu með og hún hitti Perlu í fyrsta sinn og var það svolítið skrítið fyrst en svo kom skapið hjá henni Donnu og reyndi að gelta á Perlu og fór svo að leika við hana. Benóný elskar Perlu og hlær svo innilega þegar heyrist í henni ýkt fyndið. Við fórum svo í svaka göngutúr um daginn og löbbuðum inn í hesthús og meira segja upp hestaveginn og bak við Klumbu og fundum ilminn af henni. Það var mjög hressandi svo gáfum við hestunum og kíktum á Mána og hina hestana hjá Bóa. Vorverkin voru svo kominn í huga okkar og fór Emil að klippa tréin og ég að hreinsa og gekk það bara mjög vel. Daginn eftir fórum við svo inn í Hólm í Bónus og tókum hvolpana með okkur til að sprauta þá og heyrðist ekki múkk í .þeim, þeir eru svo góðir en þeir fengu smá hita um kvöldið eftir sprautuna greyin. Benóný Ísak er svo farinn að spjalla heil mikið með góli og skrækjum og er allveg rosalegur fjörkálfur er svo öflugur í fótunum að hann stoppar ekki að sparka og alltaf er hann brosandi og hlæjandi þessi drengur og fékk hann að gæða sér á gúrku til að naga um daginn en jæja það er ekki meira í bili, endilega kíkið á myndirnar í albúminu.

Öflugi göngutúrinn.

Benóný Ísak með Dögg.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar