Jæja það var skellt sér á flugveiðinámskeið um helgina í íþróttahúsinu í Ólafsvík og var þar margir menn komnir saman en flestir voru þó búnað kasta flugu áður en það hafði ég aldrei gert og ekki Emil heldur en við náðum þessu þó á endanum og svo var ég og Maja einu konurnar allveg geggjað góðar náttla he he, ég er að drepast núna úr harðsperrum í hægri hendinni voða gaman en við fórum svo inn í Mávahlíð og æfðum okkur þar en þar var hávaða rok og rigning svo það skeði nú ekki margt hjá okkur þegar við reyndum að kasta en það verður gaman að prufa þetta í góðu veðri fyrst maður veit núna út á hvað þetta gengur.
Allir að æfa sig í íþróttahúsinu inn í Ólafsvík.