Hæ fórum í heimsókn til Bárðar í dag og kíktum á lömbin hjá honum sem eru komin og eru þar af sæðislömb undan Gotta og Grábotna sem eru mjög falleg og verður spennandi að sjá hverning þau koma út í haust. Það var líka gaman að fylgjast með rollunum þær héldu að Donna væri lamb þær jörmuðu bara á hana sérstaklega rollan sem átti botnótta hrútinn enda eru þau allveg eins á litinn
Botnótti hrúturinn undan Grábotna afskaplega saman rekinn og fallegur.
Litli prakarinn á heimilinu sem er heldur betur farinn af stað og tætir og tæmir allar skúffur í eldhúsinu hjá mömmu sinni..