
Ég reddaði mér bara og náði í ullarpoka og raðaði þeim á grindurnar svo litli gæti leikið sér meðan ég stússast í rollunum. En eins og sjá má á þessari mynd var hann allveg kominn með nóg af þessu rollu veseni á mömmu sinni og farinn að væla á mig he he :)
Hrútarnir voru ánægðir að komast út í græna grasið.
Rauðhetta er borin bíldóttri gimbur undan Golsa.
´Þruma kom svo með dökkmórauð gimbur og hrút undan Móra hjá Gumma Óla.
Varð að setja þessa hér þetta eru Beggi og Pakas undan Golsu og Prúð.