Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
02.06.2010 00:21Sauðburði lokið!Jæja þá er þessum langa sauðburði loks lokið. Hann gekk vel til að byrja með en endaði svo frekar leiðinlega. Það voru 2 dagsgömul lömb hjá sitt hvorri rollunni sem fengu Slefsýki og greindi ég hana ekki nógu snemma. Þrátt fyrir að þau hefðu fengið skítapillu stuttu eftir burð fengu þau hana og prufaði ég að gefa þeim sykurvatn og sprauta pensilíni í vöðva en það dugði ekki til svo ég missti þau bæði. Það var ferlega fúlt það hafði verið mikill umgangur í fjárhúsunum þegar þær báru svo það er ábyggilega ástæða þess að við tókum ekki almennilega eftir þess því þau veikjast vanalega af slefsýki 12-48 klst.gömul og þau verða dauf,hætta að sjúga og innan 1 klst fara þau að slefa og það safnast loft í vinstur og gutlar í belgnum. Lömbin deyja svo eftir 6-24 klst sé ekkert gert. Þetta gerist líka ef þau fá ekki nægan brodd til að byrja með. En svona er þetta bara ég missti náttla svakalega spennandi lit úr þessu það var hrútur sem var svargolsóttur með hvíta blesu afar sérkennilegt allveg típist. Sauðburður endaði svo að það voru 31 sem báru ,11 gemlingar og 20 rollur og fengum við 46 lömb. 7 lömb drápust yfir sauðburðin sem er allt of mikið. Aðeins ein rolla var þrílembd það var hún Golsa og 13 voru tvílembdar og svo voru6 einlembdar og svo gemlingarnir með eitt allir nema einn sem var hafður geldur. Það eru svo myndir inn í albúmi af Benóný í Maí,sauðburði og Emil að sækja merina sína úr tamingu á Kverná svo það er nóg að skoða ![]() ![]() Drottning með gimbrarnar sínar undan Topp ![]() Króna besti gemlingurinn minn þurfti að fara í keisara og var lambið dautt fyrir 1-2 dögum í henni því nú ver, það var nefla snúið upp á legið í henni. ![]() Á rúntinum með pabba sínum í Stekkjarholtinu á nýjasta farartækinu he he ![]() Fannst síðan allveg vera við hæfi að setja þessa vísu hér með. VIÐ LOK SAUÐBURÐAR Eftir strangan vetur var von á daufu skari, fekkst þá best til fagnaðar að finna líf í kari. Þegar kviknar lítið líf lambs í grónum haga, burtu hörfar bóndans kíf, boðar sæla daga. Þá er gott að vaka við vorsins óðinn þýða, lambajarm og lækjarnið lofsöng hlýrri tíða. Höf Sig.Sig og Jói í Stapa. Flettingar í dag: 255 Gestir í dag: 7 Flettingar í gær: 7323 Gestir í gær: 19 Samtals flettingar: 1570157 Samtals gestir: 77986 Tölur uppfærðar: 5.4.2025 15:42:44 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is