Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
10.06.2010 11:05JúníÞað er búið að vera nóg að gerast hjá okkur, það er búið að bera á túnin og sleppa öllum kindum. Rúnar dýralæknir kom svo um daginn og geldi Mána og kom þá í ljós að Vökull var meiddur og var þá slegið tvær flugur í einu höggi og svæft þá báða og tekið kúlurnar af Mána og fixað sárið á hinum. Benóný er svo búnað vera á fleigi ferð um allt og opnar alla skápa og klemmir sig og skríður á rassinum og reynir að standa upp allsstaðar svo nú er friðurinn úti og gaurinn málar heimilið rautt ![]() og ég hleyp á eftir honum og naga á mér neglurnar ![]() Við fórum svo inn í kirkjugarð um daginn og heimsóttum leiðið hans Steina frænda og settum stjúpur hjá honum og stillti ég svo Benóný upp hjá steininum og tók mynd og hann reyndi bara að éta blómin algjör, það gæti svo sem verið að frændi hans hafi verið að lauma að honum blómi til að bíta í he he honum hefði nú ekki leiðst það að hafa fengið að spilla honum með kaffi og mola. Heimsóttum við svo hestana í fyrradag því Hera var komin út og ég og Maja fórum að sækja hana og teymdi Maja hana heim og fórum við svo að kíkja á klárana og voru þeir allveg sjúkir í Benóný og hann allveg sjúkur í þá og vildi helst éta þá bara. ![]() UMM svaklega gott. ![]() Búið að gelda Mána og Hera var að tékka hvort að kúlurnar væru farnar. ![]() Svaka óður í Stert. ![]() Ætlar allveg að éta Grána. ![]() Að byrja að teygja sig. ![]() Að hífa sig upp rosa seigur. ![]() Helduru að maður sé montinn náði að standa upp allveg sjálfur í morgun. Vá hva þetta er fljótt að líða og bráðum fer hann sko að tæta allt ![]() Flettingar í dag: 927 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557570 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:31:45 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is