Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

22.06.2010 00:33

Benóný 10 Mánaða og Ferðalag til Reykjavíkur.

Jæja það er alltaf nóg að gera þegar það er komið sumar svo það minnkar bloggið en ég náði að koma þessu til skila loksins. Benóný var 10 mánaða 19 júní og fór hann í skoðun og er hann orðinn 8440 grömm og 74 cm svo hann heldur línunni sinni og er frekar nettur að eðlisfari en borðar vel. Hann skríður enn bara á rassinum út um allt svo ég held að hann skríði ekkert hins segin strax. Við fórum svo í bæinn og ætluðum austur í ferðalag og tókum tjaldvagn með okkur en hann var bara dreginn fram og til baka og ekkert notaður en hann fékk þó að fara smá rúnt. Við hættum nefla við að fara austur því veðurspáin var svo tvísýn og Ágúst bróðir var síðan farinn út á sjó svo það er betra að fara þegar hann er í fríi þannig við vorum bara í Rvk og rúntuðum þar í kring til Hveragerðis og þaðan til Þorlákshafnar og síðan keyrðum við þaðan og til Grindavíkur þvílík leið bara malarvegur og eins og maður væri bara kominn á vestfirðina eða eitthvað okkur var allveg hætt að lítast á blikuna hvert við værum eiginlega komin en náðum þó á endanum að komast til Grindavíkur og keyrðum fram hjá Krýsuvík og Strandakirkju þá vissum við að við værum að nálgast. Jæja nóg um það við áttum bara fína daga í Höfuðborginni og fórum í húsdýragarðinn með Dóru og Ragnheiði og heimsóttum Dagmar langömmu og Marinó og Fríðu sem voru að skíra nýjasta frændan hans Benónýs og hlaut hann nafnið Pétur Þór og var mjög gaman að fá að sjá hann algjör gullmoli. Það er allveg ótrúlegt hva tíminn er fljótur að líða mér fannst Benóný bara vera risi miðað við hann en samt er svo stutt síðan hann var svona lítill, maður verður kominn inn á elliheimili áður en maður veit af þetta er rosalegtemoticon það er eins gott að kunna meta hvern einasta dag sem maður á í lífinu. Steini hennar Maju var að fá bílprófið í dag voða lukkulegur það er einmitt ýkt skrýtið hva hann er orðinn gamall það er svo stutt síðan að maður var að passa hann allveg merkilegt.
Við fórum svo út að borða á afmælinu mínu 17 júní á Argentínu steak house í boði Magga bróður og var það allveg himneskt að borða þar ekkert smá vel útlátið og kósý staður og maturinn eftir því. Mamma passaði Benóný á meðan fyrir okkur svo gaf Emil mér hestahjálm í afmælisgjöf ýkt nettan og góðan og passaði hann allveg perfektó svo þessi afmælisdagur var bara allveg snilld emoticon 

Hann kunni sko ekki að meta það að fara í traktorinn með pabba sínum enn ...........

Steini kunni þetta hann vildi náttla bara fá að gera þetta sjálfur og fá að sitja og stýra he hee..

Þessa mynd tók ég fyrir Steina það væri nú ekki amalegt að aka um á þessum olíubíl.

Marinó stoltur með frændurna saman.

Myndarlegur hann Benóný Ísak 10 Mánaða.

Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar